Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Þórdís Valsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 18:39 Í tilkynningu Umboðsmanns skuldara kemur fram að smálán eru sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra sem leita sér aðstoðar hjá embættinu. Vísir/Vilhelm Hlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umboðsmanni skuldara. „Nú er svo komið að hlutfall smálána af heildarskuldum umsækjenda er nú í fyrsta skipti hærra en hlutfall fasteignalána,“ er haft eftir Ástu Sigrúnu Helgadóttur í tilkynningunni. Þá hefur hlutfall smálána af heildarkröfum umsækjenda um greiðsluaðlögun aukist um 25 prósent frá árinu 2015 en á sama tíma lækkaði hlutfall fasteignalána um fimmtán prósent. Fjöldi þeirra sem leita til Umboðsmanns skuldara hefur aukist á síðustu árum en á síðasta ári bárust 470 umsóknir um greiðsluaðlögun, samanborið við 386 árið 2015. Í tilkynningunni kemur fram að þetta megi að hluta til rekja til aukins fjölda yngra fólks sem er jafnframt sá hópur sem tekur frekar smálán. Allt að sextíu prósent umsækjenda eru á milli 18-39 ára, eða 37,2% um greiðsluaðlögun og 56,3% umsækjenda um ráðgjöf. Að sögn Ástu er mesta aukningin í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára. „Svo virðist sem yngra fólk leiti frekar til smálánafyrirtækja og flækist fljótt í skuldavef sem erfitt getur verið að losna úr,“ segir Ásta.Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara.Vísir/ValgarðurAukin fræðsla um fjármál nauðsynleg Ásta Sigrún hefur áhyggjur af þróun mála og áhrifum smálána á fjármál yngra fólks. Hún segir að þörf sé á því að efla fjármálafræðslu í skólum landsins. Umboðsmaður skuldara hyggst beita sér fyrir því á þessu ári að sögn Ástu og hefur embætti Umboðsmanns skuldara þegar átt samtal við Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Með þessu aukna aðgengi að lánsfé er enn mikilvægara að fjármálalæsi verði aukið og þeir sem taki þessi lán sé vel upplýstir um hvað það kostar og hverjar afleiðingarnar eru ef þau falla í vanskil,“ segir Ásta Sigrún að lokum. Smálán Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Hlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umboðsmanni skuldara. „Nú er svo komið að hlutfall smálána af heildarskuldum umsækjenda er nú í fyrsta skipti hærra en hlutfall fasteignalána,“ er haft eftir Ástu Sigrúnu Helgadóttur í tilkynningunni. Þá hefur hlutfall smálána af heildarkröfum umsækjenda um greiðsluaðlögun aukist um 25 prósent frá árinu 2015 en á sama tíma lækkaði hlutfall fasteignalána um fimmtán prósent. Fjöldi þeirra sem leita til Umboðsmanns skuldara hefur aukist á síðustu árum en á síðasta ári bárust 470 umsóknir um greiðsluaðlögun, samanborið við 386 árið 2015. Í tilkynningunni kemur fram að þetta megi að hluta til rekja til aukins fjölda yngra fólks sem er jafnframt sá hópur sem tekur frekar smálán. Allt að sextíu prósent umsækjenda eru á milli 18-39 ára, eða 37,2% um greiðsluaðlögun og 56,3% umsækjenda um ráðgjöf. Að sögn Ástu er mesta aukningin í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára. „Svo virðist sem yngra fólk leiti frekar til smálánafyrirtækja og flækist fljótt í skuldavef sem erfitt getur verið að losna úr,“ segir Ásta.Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara.Vísir/ValgarðurAukin fræðsla um fjármál nauðsynleg Ásta Sigrún hefur áhyggjur af þróun mála og áhrifum smálána á fjármál yngra fólks. Hún segir að þörf sé á því að efla fjármálafræðslu í skólum landsins. Umboðsmaður skuldara hyggst beita sér fyrir því á þessu ári að sögn Ástu og hefur embætti Umboðsmanns skuldara þegar átt samtal við Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Með þessu aukna aðgengi að lánsfé er enn mikilvægara að fjármálalæsi verði aukið og þeir sem taki þessi lán sé vel upplýstir um hvað það kostar og hverjar afleiðingarnar eru ef þau falla í vanskil,“ segir Ásta Sigrún að lokum.
Smálán Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira