Lítil jarðskjálftahrina byrjaði í morgun klukkan 7:48 skammt frá Selfossi. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að hrinan hafi verið um sex austnorðaustur af Selfossi.
Stærstu skjálftarnir urðu klukkan 8:03, 2,1 að stærð, og svo annar, 2,8 að stærð klukkan 8:10. Flestir voru skjálftarnir hins vegar undir 0,6 að stærð.
Nokkrir smáskjálftar hafa áfram verið að mælast í jarðskjálftakerfinu, en stærsti skjálftinn fannst á Selfossi.
