Í hvert skipti sem tekið var leikhlé í leiknum lét Steve Kerr, þjálfari liðsins, teikniborðið í hendurnar á leikmanni liðsins og sá hinn sami sá um að stjórna leikhléinu.
Coach @andre leads the @warriors huddle!#DubNationpic.twitter.com/bePWnGnuve
— NBA (@NBA) February 13, 2018
„Þetta er þeirra lið. Þeir þurfa að standa upp og axla ábyrgð á því. Sem þjálfarar er það okkar starf að ýta þeim í rétta átt en við stjórnum þeim ekki. Þeir ákveða sjálfir hver örlög þeirra verða. Mér finnst við ekki hafa náð að einbeita okkur mjög vel í síðustu leikjum og þetta virtist vera það rétta í stöðunni,“ sagði Kerr eftir leikinn.
Draymond Green, sem spilaði ekki í nótt vegna meiðsla, fékk að stjórna flestum leikhléum en David West og Andre Iguodala voru á meðal þeirra sem fengu einnig að spreyta sig.
Leikurinn endaði með 129-83 sigri Warriors sem tóku leikinn algjörlega í sínar hendur í öðrum og þriðja leikhluta. Liðið er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með tvo sigra á Houston Rockets.
Steve Kerr on why he let his players coach tonight’s game against Phoenix. pic.twitter.com/TpEyvl9DoY
— Chris Haynes (@ChrisBHaynes) February 13, 2018
Úrslit næturinnar:
Detroit Pistons - New Orleans Pelicans 103-118
Philadelphia 76ers - New York Knicks 108-92
Brooklyn Nets - LA Clippers 101-114
Chicago Bulls - Orlando Magic 105-101
Utah Jazz - San Antonio Spurs 101-99
Golden State Warriors - Phoenix Suns 129-83