Taldi tilkynningarskyldu á lögreglustöð ganga of langt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 14:34 Rannsókn lögreglu á málinu hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Vísir/Ernir Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. Mun maðurinn sæta farbanni til 9. mars næstkomandi. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir í samtali við Vísi að maðurinn sætti sig við úrskurð héraðsdóms og að hann verði ekki kærður til Landsréttar. Fimm Pólverjar voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu hér á landi þann 12. desember síðastliðinn grunaðir um aðild að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Þremur þeirra var fljótlega sleppt og voru þá tveir eftir í varðhaldi, annars vegar verslunarstjóri Euro Market og hins vegar annar eiganda keðjunnar. Var verslunarstjóranum sleppt úr haldi í janúar en eigandinn úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og var maðurinn úrskurðaður í farbann.Í verkahring dómara að taka afstöðu til hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar Þann 19. janúar krafðist lögregla þess að manninum yrði gert að tilkynna sig tvisvar á dag í eigin persónu á lögreglustöðina við Hlemm. Héraðsdómur felldi þá ákvörðun úr gildi. Var þá lagt til að manninum yrði gert að tilkynna sig einu sinni á dag í eigin persónu á lögreglustöðina Í Kópavogi. Féllst héraðsdómur ekki á þá tillögu. Manninum var þó gert að ganga með staðsetningarbúnað svo unnt sé að fylgjast með ferðum hans.Sagði í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að með ákvörðuninni hefði lögreglan gengið of langt gagnvart hinum grunaða og að ekki verði séð að nauðsyn sé til að leggja jafn íþyngjandi skyldur á hann og þær sem felast í ákvörðun lögreglu. Í rökstuðningi sínum sagði lögreglan að tilkynningarskyldan væri nauðsynleg vegna þess að maðurinn hafi mikil tengsl erlendis og að ákvörðun um farbann sem slík nægði ekki til að varna því að hann reyndi að komast úr landi. „Af þessu tilefni áréttar dómurinn að það leiðir af ákvæði 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. b-lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga, að ef talin er nauðsyn á að skerða frelsi sakbornings með ákvörðun um farbann vegna þess að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, þá er það í verkahring dómara að taka afstöðu til þess í úrskurði hvaða ráðstafanir eru taldar nauðsynlegar að því leyti,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Í aðgerðum lögreglunnar í desember var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi. Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. Mun maðurinn sæta farbanni til 9. mars næstkomandi. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir í samtali við Vísi að maðurinn sætti sig við úrskurð héraðsdóms og að hann verði ekki kærður til Landsréttar. Fimm Pólverjar voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu hér á landi þann 12. desember síðastliðinn grunaðir um aðild að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Þremur þeirra var fljótlega sleppt og voru þá tveir eftir í varðhaldi, annars vegar verslunarstjóri Euro Market og hins vegar annar eiganda keðjunnar. Var verslunarstjóranum sleppt úr haldi í janúar en eigandinn úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og var maðurinn úrskurðaður í farbann.Í verkahring dómara að taka afstöðu til hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar Þann 19. janúar krafðist lögregla þess að manninum yrði gert að tilkynna sig tvisvar á dag í eigin persónu á lögreglustöðina við Hlemm. Héraðsdómur felldi þá ákvörðun úr gildi. Var þá lagt til að manninum yrði gert að tilkynna sig einu sinni á dag í eigin persónu á lögreglustöðina Í Kópavogi. Féllst héraðsdómur ekki á þá tillögu. Manninum var þó gert að ganga með staðsetningarbúnað svo unnt sé að fylgjast með ferðum hans.Sagði í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að með ákvörðuninni hefði lögreglan gengið of langt gagnvart hinum grunaða og að ekki verði séð að nauðsyn sé til að leggja jafn íþyngjandi skyldur á hann og þær sem felast í ákvörðun lögreglu. Í rökstuðningi sínum sagði lögreglan að tilkynningarskyldan væri nauðsynleg vegna þess að maðurinn hafi mikil tengsl erlendis og að ákvörðun um farbann sem slík nægði ekki til að varna því að hann reyndi að komast úr landi. „Af þessu tilefni áréttar dómurinn að það leiðir af ákvæði 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. b-lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga, að ef talin er nauðsyn á að skerða frelsi sakbornings með ákvörðun um farbann vegna þess að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, þá er það í verkahring dómara að taka afstöðu til þess í úrskurði hvaða ráðstafanir eru taldar nauðsynlegar að því leyti,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Í aðgerðum lögreglunnar í desember var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi.
Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17