Átta bíla árekstur í Kópavogi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 13:52 Tanja situr föst í bíl rétt fyrir aftan áreksturinn. Hún reiknar með því að vera þar í nokkurn tíma í viðbót. Tanja Teresa Leifsdóttir Átta bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópabogi klukkan tíu mínútur fyrir eitt í dag. Mikil umferðarteppa varð á svæðinu og var veginum lokað til suðurs. „Þeir eru byrjaðir að losa bílana núna og við verðum hérna örugglega í klukkutíma í viðbót,“ segir Tanja Teresa Leifsdóttir en hún situr föst í bílaröðinni aftan við áreksturinn. Hún segir mikið mildi að ekki hafi farið verr. „Það voru engin alvarleg slys á fólki, bara minniháttar en ein í sjokki,“ segir Tanja. Sjálf var hún á leið í vinnu en hvetur aðra til að fara ekki út úr húsi á meðan óveðrinu stendur. Frá árekstrinum á Kringlumýrarbraut sunnan við Kópavogsháls í dag.Vísir/Jói K„Ekki fara neitt. Þetta er bara bilun. Það kemur blindbylur allt í einu. Það er ekkert vit í því." Viðbragðsaðilar eru nú að störfum á vettvangi en aðstæður eru erfiðar og skyggnið takmarkað. „Við viljum koma því til fólks að halda sig heima því það er mannskaðaveður í Reykjavík eins og er,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort Hafnarfjarðarvegur verði opnuð aftur. „Við þurfum að byrja á því að koma bílunum í burtu og svo sjáum við til. Fólk á bara að halda sig heima, það eru skilaboðin frá slökkviliði og lögreglu.“ Löng bílaröð á Kringlumýrarbraut.Vísir/Jói KEyþór segir að allar björgunarsveitir séu komnar með hópa í hús en eins og kom fram á Vísi voru þær allar kallaðar út núna eftir hádegið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum í höfuðborginni í dag. „Menn eru viðbúnir hinu versta.“Nánar er fjallað um veðrið á veðurvef Vísis og í Veðurvaktinni hér að neðan.
Átta bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópabogi klukkan tíu mínútur fyrir eitt í dag. Mikil umferðarteppa varð á svæðinu og var veginum lokað til suðurs. „Þeir eru byrjaðir að losa bílana núna og við verðum hérna örugglega í klukkutíma í viðbót,“ segir Tanja Teresa Leifsdóttir en hún situr föst í bílaröðinni aftan við áreksturinn. Hún segir mikið mildi að ekki hafi farið verr. „Það voru engin alvarleg slys á fólki, bara minniháttar en ein í sjokki,“ segir Tanja. Sjálf var hún á leið í vinnu en hvetur aðra til að fara ekki út úr húsi á meðan óveðrinu stendur. Frá árekstrinum á Kringlumýrarbraut sunnan við Kópavogsháls í dag.Vísir/Jói K„Ekki fara neitt. Þetta er bara bilun. Það kemur blindbylur allt í einu. Það er ekkert vit í því." Viðbragðsaðilar eru nú að störfum á vettvangi en aðstæður eru erfiðar og skyggnið takmarkað. „Við viljum koma því til fólks að halda sig heima því það er mannskaðaveður í Reykjavík eins og er,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort Hafnarfjarðarvegur verði opnuð aftur. „Við þurfum að byrja á því að koma bílunum í burtu og svo sjáum við til. Fólk á bara að halda sig heima, það eru skilaboðin frá slökkviliði og lögreglu.“ Löng bílaröð á Kringlumýrarbraut.Vísir/Jói KEyþór segir að allar björgunarsveitir séu komnar með hópa í hús en eins og kom fram á Vísi voru þær allar kallaðar út núna eftir hádegið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum í höfuðborginni í dag. „Menn eru viðbúnir hinu versta.“Nánar er fjallað um veðrið á veðurvef Vísis og í Veðurvaktinni hér að neðan.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu opnum Lögregla hvetur fólk til að halda sig heima. 11. febrúar 2018 13:20 Búið að kalla út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu Vonskuveður er á höfuðborgarsvæðinu í dag og er fólk beðið að fara ekki út að óþörfu. 11. febrúar 2018 12:49 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32
Ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu opnum Lögregla hvetur fólk til að halda sig heima. 11. febrúar 2018 13:20
Búið að kalla út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu Vonskuveður er á höfuðborgarsvæðinu í dag og er fólk beðið að fara ekki út að óþörfu. 11. febrúar 2018 12:49