Sturlaðir tímar Hallgerður Hallgrímsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 20:00 Hallgerður Hallgrímsdóttir Kæri lesandi, áður en þú rýnir í orðin hér að neðan vil ég biðja þig um að setja þig í stellingar. Ekki renna yfir textann eins og hann sé uppskrift að kjötsúpu sem þú ert stödd í Bónus að kaupa í. Ekki skima yfir hann eins og hann sé öryggisbæklingur í flugvél og þú ætlaðir bara að gá hvað rauðvínið kostaði. Þetta hér er uppskrift að framtíðinni, þetta er öryggisbæklingur fyrir geðheilsu okkar. Ímyndaðu þér að þú þrumir hann á sviði í moldarflagi á Austurvelli. Ímyndaðu þér að þú syngir hann hástöfum í sturtu. Ímyndaðu þér að þú öskrir hann á fúlan ístrukall sem reynir að beita síðustu dreggjum forréttinda sinna í örvæntingu yfir framtíðinni sem er allt í einu komin, stór og mjúk og innanpíkubleik. Alltílagi. Vindum okkur í þetta. Við lifum á sturluðum tímum. Sturlungaöld hinni síðari. Að þessu sinni eru stórorrusturnar háðar með beittum orðum og hnitmiðuðum myllumerkjum og nú er það almenningur sem rís upp gegn þeim sem telja sig höfðingja en eru ekkert nema smámenni af dusilætt.Árið 2017 ER ólguár. Árið 2017 minntu þolendur og aðstandendur þeirra linnulaust á sig með #höfumhátt þangað til við fengum botn í uppreistar ærur hræðilegra ofbeldismanna.Árið 2017 féll ríkisstjórn Íslands, ekki út af konum, heldur út af krípum og fylgisveinum þeirra.Árið 2017 myrti maður unga konu og öll þjóðin stóð á öndinni á meðan konunnar og sannleikans var leitað. Héðan í frá þekkt sem Tomas Möller Olsen málið.Árið 2017 myrti maður konu á besta aldri en hún var ekki nógu ung eða ekki nógu íslensk til að við stæðum öll á öndinni.Árið 2017 steig Björk Guðmundsdóttir fram og sagði sína sögu. En meira að segja Björk lendir í því að karlar reyna að kveða hana í kútinn, með viskífösku að vopni.Árið 2017 var skuggi líkamsparta saksóknara gerður að umtalsefni, hún gleymdi að skilja brjóstin eftir heima áður en hún mætti í vinnuna.Árið 2017 dó Hugh Hefner og var grafinn við hlið Marilyn Monroe og sýndi að hægt er að niðurlægja konur með greddukallaáreiti sínu út fyrir gröf og dauða. Eins og hann hefði ekki gert nóg á hennar hlut meðan þau lifðu.Árið 2017 kom í ljós að meira að segja BBC kann ekki að borga konum og körlum það sama fyrir sama starf.Árið 2017 var frumvarp um jafnlaunavottun samþykkt á Alþingi.Árið 2017 var Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni.Árið 2017 var árið sem þessir hlutir gerðust ekki hljóðalaust.Árið 2017 var karlaklíkan afhjúpuð (enn frekar). Svo ég vitni í Nínu Helgadóttur frænku mína: „Weinstein er víða. Bara toppurinn á feðraveldisísjakanum. Loftslagsbreytingar koma þeim nú í koll.“ Já, ísjakinn er byrjaður að bráðna hér og annars staðar. Skrúfum upp í ofnunum!Megi 2018 vera árið sem við gleymum ekki.Megi 2018 vera árið sem við höldum ótrauð áfram.Megi 2018 vera árið sem við hættum að segja karlrembu og rasistabrandara.Megi 2018 vera árið sem við spyrjum hvað eigi eiginlega að vera svona fyndið.Megi 2018 vera árið sem við lærum að vera með vesen.Megi 2018 vera árið sem Polanski og allir hinir verða reknir út Óskarsakademíunni. Ekki vegna þess að það er viðeigandi refsing fyrir brot þeirra, heldur svo að það sé hluti af raunverulegum viðbrögðum við svona málum en ekki plástur á stungusár.Megi 2018 vera árið sem við klárum þessa endalausu vitundarvakningu og hefjum byltinguna.Megi 2018 vera árið sem við förum að tala um hve stórt hlutfall manna nauðgar í stað þess hversu mörgum er nauðgað.Megi 2018 vera árið sem okkur hættir að finnast hversdagsleg áreitni hversdagsleg.Megi 2018 vera árið sem menn hætta að ímynda sér hvernig þeim liði ef dóttir þeirra væri áreitt eða nauðgað og fara að ímynda sér hvernig þeim liði ef þeir væru áreittir eða nauðgað.Megi 2018 vera árið sem fólk hættir að segja „ekki allir karlar...“. Það vita það allir.Megi 2018 vera árið sem við gefumst ekki upp. Þessi pistill birtist fyrst í desember/janúar tölublaði Glamour. Hallgerður Hallgrímsdóttir er verkefnastjóri og myndlistarmaður og hefur sýnt ljósmyndir sínar víða um heim. Hún er nýflutt með fjölskyldu sinni til Gautaborgar í nám og sést þar oft á ferðinni með fleiri en eina myndavél um hálsinn. Tengdar fréttir Mér finnst og þess vegna er ég Hversu oft hafið þið heyrt einhver segja að hann hafi bara enga skoðun á flugvellinum? Hve oft hafið þið heyrt einhvern segja að hann sé bara ekki búinn að kynna sér málið nóg til að hafa skoðun? 4. júlí 2016 00:01 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Flestir vita að sumar konur kalla klósettgólfið í vinnunni sitt annað heimili fyrstu vikur meðgöngu (akkúrat þegar enginn má vita neitt!). Hér er sjónum beint að öllum hinum ógeðslegu smáatriðunum sem fylgja dásemdinni. 4. október 2016 20:00 Sena: Bleik og mjúk "Jafn falleg innan sem utan!,“ segir hann um leið og hann fjarlægir gogginn úr leghálsinum á mér og gefur bendingu um að ég megi standa upp. 4. júní 2016 15:00 Veðrið elt Hvað gerist þegar þetta skapandi en óskipulagða fólk tekur á móti gestum utan úr heimi? Hallgerður um ferðamannabransann. 16. apríl 2017 10:00 Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Hallgerður Hallgrímsdóttir skrifar um helgisiði nútímans. 31. júlí 2017 20:00 Passa sig Nokkrum sinnum hef ég upplifað augnablik þar sem mér hefur fundist munurinn á mínum heimi og hinna, í þessum tilfellum karlmannanna, kristallast. 4. ágúst 2016 00:01 Að vera vansvefta Hallgerður Hallgrímsdóttir skrifar um svefn og engan svefn. 19. október 2017 20:30 RosaLEGar samsæriskenningar Karlapillan situr ennþá sneypt á bekknum eins og barn sem enginn vill hafa með í sínu fótboltaliði. Á meðan er meiri peningum varið í að finna bestu leiðina til að vana hunda en að stýra frjósemi Homo sapiens. 5. desember 2016 21:00 Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Það er svo merkilegt að margar konur sem ég þekki eru í stjórnunarstöðu. Reyndar er ekki um að ræða eiginlega stjórn, nema mæður þeirra og tengdamæður teljist sem meðstjórnendur, heldur eru þær einar ritari, gjaldkeri og formaður stjórnar. Heimili og fjölskylda ehf. 3. september 2017 20:00 #virðing Ég er ótrúlega, mergjaðslega óþolinmóð. Ég dreg það í lengstu lög að taka bensín. Ég bursta aldrei bara tennurnar og í raun myndi ég helst vilja getað burstað á meðan ég tek bensín og bíð eftir brauðristinni. 4. september 2016 15:00 Róninn Ég heiti Hallgerður og barnið mitt er drykkjusjúklingur. 13. apríl 2017 09:00 Fyrirheitna landið Við erum að flytjast til Svíþjóðar. Þar ætla ég að læra meira og maður og barn fylgja með. Það er bara eitt: Ég er með Skandinavíufordóma. 13. desember 2017 21:00 Mest lesið Bestu snyrtivörur ársins Glamour Rita Ora tekur við af Tyra Banks í America's Next Top Model Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Blandar saman dýrum og ódýrum vörumerkjum Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Gleðin við völd í partý Swimslow og Geysi Glamour Gestirnir á Wimbledon Glamour Amy Schumer fékk ekki hlutverk í Girls Glamour Steven Meisel myndaði vorherferð Zara Glamour Í viðræðum um að leika Janis Joplin Glamour
Kæri lesandi, áður en þú rýnir í orðin hér að neðan vil ég biðja þig um að setja þig í stellingar. Ekki renna yfir textann eins og hann sé uppskrift að kjötsúpu sem þú ert stödd í Bónus að kaupa í. Ekki skima yfir hann eins og hann sé öryggisbæklingur í flugvél og þú ætlaðir bara að gá hvað rauðvínið kostaði. Þetta hér er uppskrift að framtíðinni, þetta er öryggisbæklingur fyrir geðheilsu okkar. Ímyndaðu þér að þú þrumir hann á sviði í moldarflagi á Austurvelli. Ímyndaðu þér að þú syngir hann hástöfum í sturtu. Ímyndaðu þér að þú öskrir hann á fúlan ístrukall sem reynir að beita síðustu dreggjum forréttinda sinna í örvæntingu yfir framtíðinni sem er allt í einu komin, stór og mjúk og innanpíkubleik. Alltílagi. Vindum okkur í þetta. Við lifum á sturluðum tímum. Sturlungaöld hinni síðari. Að þessu sinni eru stórorrusturnar háðar með beittum orðum og hnitmiðuðum myllumerkjum og nú er það almenningur sem rís upp gegn þeim sem telja sig höfðingja en eru ekkert nema smámenni af dusilætt.Árið 2017 ER ólguár. Árið 2017 minntu þolendur og aðstandendur þeirra linnulaust á sig með #höfumhátt þangað til við fengum botn í uppreistar ærur hræðilegra ofbeldismanna.Árið 2017 féll ríkisstjórn Íslands, ekki út af konum, heldur út af krípum og fylgisveinum þeirra.Árið 2017 myrti maður unga konu og öll þjóðin stóð á öndinni á meðan konunnar og sannleikans var leitað. Héðan í frá þekkt sem Tomas Möller Olsen málið.Árið 2017 myrti maður konu á besta aldri en hún var ekki nógu ung eða ekki nógu íslensk til að við stæðum öll á öndinni.Árið 2017 steig Björk Guðmundsdóttir fram og sagði sína sögu. En meira að segja Björk lendir í því að karlar reyna að kveða hana í kútinn, með viskífösku að vopni.Árið 2017 var skuggi líkamsparta saksóknara gerður að umtalsefni, hún gleymdi að skilja brjóstin eftir heima áður en hún mætti í vinnuna.Árið 2017 dó Hugh Hefner og var grafinn við hlið Marilyn Monroe og sýndi að hægt er að niðurlægja konur með greddukallaáreiti sínu út fyrir gröf og dauða. Eins og hann hefði ekki gert nóg á hennar hlut meðan þau lifðu.Árið 2017 kom í ljós að meira að segja BBC kann ekki að borga konum og körlum það sama fyrir sama starf.Árið 2017 var frumvarp um jafnlaunavottun samþykkt á Alþingi.Árið 2017 var Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni.Árið 2017 var árið sem þessir hlutir gerðust ekki hljóðalaust.Árið 2017 var karlaklíkan afhjúpuð (enn frekar). Svo ég vitni í Nínu Helgadóttur frænku mína: „Weinstein er víða. Bara toppurinn á feðraveldisísjakanum. Loftslagsbreytingar koma þeim nú í koll.“ Já, ísjakinn er byrjaður að bráðna hér og annars staðar. Skrúfum upp í ofnunum!Megi 2018 vera árið sem við gleymum ekki.Megi 2018 vera árið sem við höldum ótrauð áfram.Megi 2018 vera árið sem við hættum að segja karlrembu og rasistabrandara.Megi 2018 vera árið sem við spyrjum hvað eigi eiginlega að vera svona fyndið.Megi 2018 vera árið sem við lærum að vera með vesen.Megi 2018 vera árið sem Polanski og allir hinir verða reknir út Óskarsakademíunni. Ekki vegna þess að það er viðeigandi refsing fyrir brot þeirra, heldur svo að það sé hluti af raunverulegum viðbrögðum við svona málum en ekki plástur á stungusár.Megi 2018 vera árið sem við klárum þessa endalausu vitundarvakningu og hefjum byltinguna.Megi 2018 vera árið sem við förum að tala um hve stórt hlutfall manna nauðgar í stað þess hversu mörgum er nauðgað.Megi 2018 vera árið sem okkur hættir að finnast hversdagsleg áreitni hversdagsleg.Megi 2018 vera árið sem menn hætta að ímynda sér hvernig þeim liði ef dóttir þeirra væri áreitt eða nauðgað og fara að ímynda sér hvernig þeim liði ef þeir væru áreittir eða nauðgað.Megi 2018 vera árið sem fólk hættir að segja „ekki allir karlar...“. Það vita það allir.Megi 2018 vera árið sem við gefumst ekki upp. Þessi pistill birtist fyrst í desember/janúar tölublaði Glamour. Hallgerður Hallgrímsdóttir er verkefnastjóri og myndlistarmaður og hefur sýnt ljósmyndir sínar víða um heim. Hún er nýflutt með fjölskyldu sinni til Gautaborgar í nám og sést þar oft á ferðinni með fleiri en eina myndavél um hálsinn.
Tengdar fréttir Mér finnst og þess vegna er ég Hversu oft hafið þið heyrt einhver segja að hann hafi bara enga skoðun á flugvellinum? Hve oft hafið þið heyrt einhvern segja að hann sé bara ekki búinn að kynna sér málið nóg til að hafa skoðun? 4. júlí 2016 00:01 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Flestir vita að sumar konur kalla klósettgólfið í vinnunni sitt annað heimili fyrstu vikur meðgöngu (akkúrat þegar enginn má vita neitt!). Hér er sjónum beint að öllum hinum ógeðslegu smáatriðunum sem fylgja dásemdinni. 4. október 2016 20:00 Sena: Bleik og mjúk "Jafn falleg innan sem utan!,“ segir hann um leið og hann fjarlægir gogginn úr leghálsinum á mér og gefur bendingu um að ég megi standa upp. 4. júní 2016 15:00 Veðrið elt Hvað gerist þegar þetta skapandi en óskipulagða fólk tekur á móti gestum utan úr heimi? Hallgerður um ferðamannabransann. 16. apríl 2017 10:00 Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Hallgerður Hallgrímsdóttir skrifar um helgisiði nútímans. 31. júlí 2017 20:00 Passa sig Nokkrum sinnum hef ég upplifað augnablik þar sem mér hefur fundist munurinn á mínum heimi og hinna, í þessum tilfellum karlmannanna, kristallast. 4. ágúst 2016 00:01 Að vera vansvefta Hallgerður Hallgrímsdóttir skrifar um svefn og engan svefn. 19. október 2017 20:30 RosaLEGar samsæriskenningar Karlapillan situr ennþá sneypt á bekknum eins og barn sem enginn vill hafa með í sínu fótboltaliði. Á meðan er meiri peningum varið í að finna bestu leiðina til að vana hunda en að stýra frjósemi Homo sapiens. 5. desember 2016 21:00 Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Það er svo merkilegt að margar konur sem ég þekki eru í stjórnunarstöðu. Reyndar er ekki um að ræða eiginlega stjórn, nema mæður þeirra og tengdamæður teljist sem meðstjórnendur, heldur eru þær einar ritari, gjaldkeri og formaður stjórnar. Heimili og fjölskylda ehf. 3. september 2017 20:00 #virðing Ég er ótrúlega, mergjaðslega óþolinmóð. Ég dreg það í lengstu lög að taka bensín. Ég bursta aldrei bara tennurnar og í raun myndi ég helst vilja getað burstað á meðan ég tek bensín og bíð eftir brauðristinni. 4. september 2016 15:00 Róninn Ég heiti Hallgerður og barnið mitt er drykkjusjúklingur. 13. apríl 2017 09:00 Fyrirheitna landið Við erum að flytjast til Svíþjóðar. Þar ætla ég að læra meira og maður og barn fylgja með. Það er bara eitt: Ég er með Skandinavíufordóma. 13. desember 2017 21:00 Mest lesið Bestu snyrtivörur ársins Glamour Rita Ora tekur við af Tyra Banks í America's Next Top Model Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Blandar saman dýrum og ódýrum vörumerkjum Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Gleðin við völd í partý Swimslow og Geysi Glamour Gestirnir á Wimbledon Glamour Amy Schumer fékk ekki hlutverk í Girls Glamour Steven Meisel myndaði vorherferð Zara Glamour Í viðræðum um að leika Janis Joplin Glamour
Mér finnst og þess vegna er ég Hversu oft hafið þið heyrt einhver segja að hann hafi bara enga skoðun á flugvellinum? Hve oft hafið þið heyrt einhvern segja að hann sé bara ekki búinn að kynna sér málið nóg til að hafa skoðun? 4. júlí 2016 00:01
16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Flestir vita að sumar konur kalla klósettgólfið í vinnunni sitt annað heimili fyrstu vikur meðgöngu (akkúrat þegar enginn má vita neitt!). Hér er sjónum beint að öllum hinum ógeðslegu smáatriðunum sem fylgja dásemdinni. 4. október 2016 20:00
Sena: Bleik og mjúk "Jafn falleg innan sem utan!,“ segir hann um leið og hann fjarlægir gogginn úr leghálsinum á mér og gefur bendingu um að ég megi standa upp. 4. júní 2016 15:00
Veðrið elt Hvað gerist þegar þetta skapandi en óskipulagða fólk tekur á móti gestum utan úr heimi? Hallgerður um ferðamannabransann. 16. apríl 2017 10:00
Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Hallgerður Hallgrímsdóttir skrifar um helgisiði nútímans. 31. júlí 2017 20:00
Passa sig Nokkrum sinnum hef ég upplifað augnablik þar sem mér hefur fundist munurinn á mínum heimi og hinna, í þessum tilfellum karlmannanna, kristallast. 4. ágúst 2016 00:01
RosaLEGar samsæriskenningar Karlapillan situr ennþá sneypt á bekknum eins og barn sem enginn vill hafa með í sínu fótboltaliði. Á meðan er meiri peningum varið í að finna bestu leiðina til að vana hunda en að stýra frjósemi Homo sapiens. 5. desember 2016 21:00
Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Það er svo merkilegt að margar konur sem ég þekki eru í stjórnunarstöðu. Reyndar er ekki um að ræða eiginlega stjórn, nema mæður þeirra og tengdamæður teljist sem meðstjórnendur, heldur eru þær einar ritari, gjaldkeri og formaður stjórnar. Heimili og fjölskylda ehf. 3. september 2017 20:00
#virðing Ég er ótrúlega, mergjaðslega óþolinmóð. Ég dreg það í lengstu lög að taka bensín. Ég bursta aldrei bara tennurnar og í raun myndi ég helst vilja getað burstað á meðan ég tek bensín og bíð eftir brauðristinni. 4. september 2016 15:00
Fyrirheitna landið Við erum að flytjast til Svíþjóðar. Þar ætla ég að læra meira og maður og barn fylgja með. Það er bara eitt: Ég er með Skandinavíufordóma. 13. desember 2017 21:00