Hundrað kristnir krossmenn fagna því að vera veðurtepptir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2018 14:15 95 unglingar njóta sín vel í snjónum í Vatnaskógi um helgina. Gunnar Hrafn Sveinsson 95 krakkar á aldrinum þrettán til sextán ára sækja árlega Æskulýðsmótið Friðrik í Vatnaskógi í Hvalfjarðarsveit um helgina. Æskulýðsfulltrúi segir að flestir krakkarnir fagni því að heimkomu hafi verið frestað til mánudags vegna veðurs. Krakkarnir mættu í Vatnaskóg á föstudagskvöldið en rútuferðir voru frá Reykjanesbæ, Grindavík, Hveragerði, Mosfellsbæ, Akranesi og Reykjavík auk þess sem rúta beið barna frá Vestmannaeyjum í Þorklákshöfn. Heimferð var áætluð í dag en vegna veðurs verður ekki lagt í hann fyrr en í fyrramálið. Snjóþungt er í Vatnaskógi en Gamli skáli, sem var vígður 1943, man tímana tvenna.Gunnar Hrafn Sveinsson „Þau eru langflest mjög ánægð og sátt við að missa af skóla á morgun,“ segir Gunnar Hrafn Sveinsson æskulýðsfulltrúi í samtali við Vísi. „Við hættum okkur ekki út í neina vitleysu og reiknum með því að fara héðan í fyrramálið.“ Um árlega samkomu er að ræða en í ár er afmæli Séra Friðriks Friðrikssonar, eins stofnenda KFUM og KFUK auk íþróttafélaganna Vals og Hauka, fagnað sérstaklega. Er afmælið raunar þema hittingsins í Vatnaskógi. Þessir kappar stigu skófludansinn í snjónum.Gunnar Hrafn Sveinsson Veðrið er ekkert sérstaklega slæmt í Vatnaskógi að sögn Gunnars Hrafns. Þar snjóar en vindur er tiltölulega lítill. „Krakkarnir eru úti í fínum fíling,“ segir Gunnar Hrafn. Veðrið hafi þó sett svip sinn á dagskrána í gær en rappsveitin Úlfur Úlfur komst ekki á kvöldvökuna sökum veðurs. Gunnar hlær aðspurður hvort hann hafi ekki fyllt í skarðið og rappað. Krakkarnir hafi skemmt sér mjög vel. Hann segir þetta vera í fyrsta skipti á þessari öld sem einhver verður veðurtepptur í Vatnaskógi. Auk krakkanna 95 eru starfsmenn svo heildarfjöldi er um 130. Þau séu búin að eiga mjög góða helgi.Fylgst er grannt með gangi mála vegna veðurs í veðurvaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
95 krakkar á aldrinum þrettán til sextán ára sækja árlega Æskulýðsmótið Friðrik í Vatnaskógi í Hvalfjarðarsveit um helgina. Æskulýðsfulltrúi segir að flestir krakkarnir fagni því að heimkomu hafi verið frestað til mánudags vegna veðurs. Krakkarnir mættu í Vatnaskóg á föstudagskvöldið en rútuferðir voru frá Reykjanesbæ, Grindavík, Hveragerði, Mosfellsbæ, Akranesi og Reykjavík auk þess sem rúta beið barna frá Vestmannaeyjum í Þorklákshöfn. Heimferð var áætluð í dag en vegna veðurs verður ekki lagt í hann fyrr en í fyrramálið. Snjóþungt er í Vatnaskógi en Gamli skáli, sem var vígður 1943, man tímana tvenna.Gunnar Hrafn Sveinsson „Þau eru langflest mjög ánægð og sátt við að missa af skóla á morgun,“ segir Gunnar Hrafn Sveinsson æskulýðsfulltrúi í samtali við Vísi. „Við hættum okkur ekki út í neina vitleysu og reiknum með því að fara héðan í fyrramálið.“ Um árlega samkomu er að ræða en í ár er afmæli Séra Friðriks Friðrikssonar, eins stofnenda KFUM og KFUK auk íþróttafélaganna Vals og Hauka, fagnað sérstaklega. Er afmælið raunar þema hittingsins í Vatnaskógi. Þessir kappar stigu skófludansinn í snjónum.Gunnar Hrafn Sveinsson Veðrið er ekkert sérstaklega slæmt í Vatnaskógi að sögn Gunnars Hrafns. Þar snjóar en vindur er tiltölulega lítill. „Krakkarnir eru úti í fínum fíling,“ segir Gunnar Hrafn. Veðrið hafi þó sett svip sinn á dagskrána í gær en rappsveitin Úlfur Úlfur komst ekki á kvöldvökuna sökum veðurs. Gunnar hlær aðspurður hvort hann hafi ekki fyllt í skarðið og rappað. Krakkarnir hafi skemmt sér mjög vel. Hann segir þetta vera í fyrsta skipti á þessari öld sem einhver verður veðurtepptur í Vatnaskógi. Auk krakkanna 95 eru starfsmenn svo heildarfjöldi er um 130. Þau séu búin að eiga mjög góða helgi.Fylgst er grannt með gangi mála vegna veðurs í veðurvaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
Hvalfjarðarsveit Veður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira