Hefur áhyggjur af stéttaskiptingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 12:31 Davíð er þungavigtarmaður í Sjálfstæðisflokknum og honum líst ekki á blikuna í menntamálum. „Þetta er í rauninni grafalvarleg staða. Í rauninni er það þannig að maður skilur ekki í því að ekki sé verið að stofna rannsóknarnefndir og að draga fólk til ábyrgðar fyrir þessa stöðu.“ Þetta segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgunni um stöðuna í menntamálum á Íslandi. Davíð var gestur ásamt Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Samfylkinguna og formanni Skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. „Við sjáum það að frá 2003 hefur stærðfræðikunnáttu hrakað um 3,5%. Lestri hefur hrakað um 5% frá árinu 2000 og í náttúruvísindum hefur þessum fimmtán ára krökkum hrakað um 3,6% frá 2006. Við erum að dragast aftur úr öðrum þjóðum,“ segir Davíð. Í ljósi þess að Ísland væri með dýrustu grunnskóla í heimi væri ljóst að peningar væru ekki skýringin á því að meðalstig íslenskra ungmenna væri 473 en meðaltal OECD-ríkjanna væri 493. „Það er eitthvað annað sem er að.“Davíð hefur áhyggjur af stéttaskiptinguHelst hefur Davíð áhyggjur af læsisvanda drengja því 30% þeirra geta ekki lesið sér til gagns. “Þarna held ég að sé stærsta hættan hvað varðar ójöfnuð, að við séum að búa til stéttaskiptingu byggða á þessu. Þrjátíu prósent drengja eru augljóslega ekki að fara að ná – því miður líklega ekki - góðum árangri í námi, ekki bara stúdentspróf eða háskóla heldur líka í iðnnámi. Menn þurfa auðvitað að kunna að lesa vel, sér til gagns, ef þeir ætla að vera í iðnnámi. Þetta er að fara að hafa veruleg slæm áhrif á lífsgæði alls þessa fólks og okkar allra því aukið menntunarstig eykur hagvöxt.“ Staðan verst á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum upprunaSkúli Helgason, sem fer fyrir Skóla-og frístundaráði Reykjavíkurborgar, segir að það sé alveg rétt að þegar horft sé til lengra tímabils sé ljóst að leiðin hafi legið niður á við hjá íslenskum ungmennum. Það sé tilefni til þess að bregðast við. Aftur á móti telur Skúli mikilvægt að greina stöðuna í menntamálum eftir landshluta og uppruna. Þegar rýnt sé í þær tölur liggi það ljóst fyrir að staðan sé mun verri á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum uppruna.Skúli Helgason, borgarfulltrúi, telur brýnt að ríkið grípi inní til að bæta menntamálin á landsbyggðinni.Íslendingar brugðist börnum af erlendum uppruna„Ég held við verðum bara að viðurkenna það að þarna höfum við ekki staðið okkur nægilega vel, það er að segja að þjónusta þennan hóp, börn af erlendum uppruna,“ segir Skúli. Í samanburði við aðrar þjóðir höfum við – sem samfélag – ekki staðið okkur nægilega vel í því að sinna þörfum barna af erlendum uppruna að sögn Skúla. Bæta verði móðurmáls- og íslenskukennslu barnanna.Mikilvægt að ríkið grípi inn íNiðursveiflan, segir Skúli, sé fyrst of fremst á landsbyggðinni. „Ef þú horfir á stöðuna á landsbyggðinni þá er staðan mun verri þar og þar finnst mér að ríkisvaldið þurfi að grípa inn í,“ segir Skúli sem ítrekar að allra besti árangurinn hljótist af samvinnu ríkis og sveitarfélaga.Í myndspilaranum að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
„Þetta er í rauninni grafalvarleg staða. Í rauninni er það þannig að maður skilur ekki í því að ekki sé verið að stofna rannsóknarnefndir og að draga fólk til ábyrgðar fyrir þessa stöðu.“ Þetta segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgunni um stöðuna í menntamálum á Íslandi. Davíð var gestur ásamt Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Samfylkinguna og formanni Skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. „Við sjáum það að frá 2003 hefur stærðfræðikunnáttu hrakað um 3,5%. Lestri hefur hrakað um 5% frá árinu 2000 og í náttúruvísindum hefur þessum fimmtán ára krökkum hrakað um 3,6% frá 2006. Við erum að dragast aftur úr öðrum þjóðum,“ segir Davíð. Í ljósi þess að Ísland væri með dýrustu grunnskóla í heimi væri ljóst að peningar væru ekki skýringin á því að meðalstig íslenskra ungmenna væri 473 en meðaltal OECD-ríkjanna væri 493. „Það er eitthvað annað sem er að.“Davíð hefur áhyggjur af stéttaskiptinguHelst hefur Davíð áhyggjur af læsisvanda drengja því 30% þeirra geta ekki lesið sér til gagns. “Þarna held ég að sé stærsta hættan hvað varðar ójöfnuð, að við séum að búa til stéttaskiptingu byggða á þessu. Þrjátíu prósent drengja eru augljóslega ekki að fara að ná – því miður líklega ekki - góðum árangri í námi, ekki bara stúdentspróf eða háskóla heldur líka í iðnnámi. Menn þurfa auðvitað að kunna að lesa vel, sér til gagns, ef þeir ætla að vera í iðnnámi. Þetta er að fara að hafa veruleg slæm áhrif á lífsgæði alls þessa fólks og okkar allra því aukið menntunarstig eykur hagvöxt.“ Staðan verst á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum upprunaSkúli Helgason, sem fer fyrir Skóla-og frístundaráði Reykjavíkurborgar, segir að það sé alveg rétt að þegar horft sé til lengra tímabils sé ljóst að leiðin hafi legið niður á við hjá íslenskum ungmennum. Það sé tilefni til þess að bregðast við. Aftur á móti telur Skúli mikilvægt að greina stöðuna í menntamálum eftir landshluta og uppruna. Þegar rýnt sé í þær tölur liggi það ljóst fyrir að staðan sé mun verri á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum uppruna.Skúli Helgason, borgarfulltrúi, telur brýnt að ríkið grípi inní til að bæta menntamálin á landsbyggðinni.Íslendingar brugðist börnum af erlendum uppruna„Ég held við verðum bara að viðurkenna það að þarna höfum við ekki staðið okkur nægilega vel, það er að segja að þjónusta þennan hóp, börn af erlendum uppruna,“ segir Skúli. Í samanburði við aðrar þjóðir höfum við – sem samfélag – ekki staðið okkur nægilega vel í því að sinna þörfum barna af erlendum uppruna að sögn Skúla. Bæta verði móðurmáls- og íslenskukennslu barnanna.Mikilvægt að ríkið grípi inn íNiðursveiflan, segir Skúli, sé fyrst of fremst á landsbyggðinni. „Ef þú horfir á stöðuna á landsbyggðinni þá er staðan mun verri þar og þar finnst mér að ríkisvaldið þurfi að grípa inn í,“ segir Skúli sem ítrekar að allra besti árangurinn hljótist af samvinnu ríkis og sveitarfélaga.Í myndspilaranum að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent