Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. febrúar 2018 19:30 Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti.Forsaga málsins er sú að að barninu hafði verið dæmdar bætur eftir að upp komst um kynferðislega misnotkun kennara. Þegar börn eru undir lögaldri og ófjárráða þegar þeim eru dæmdar bætur eru þær lagðar inn á fjárvöslureikning í umsjón lögfræðings eða réttargæslumanns þeirra.Haustið er brotaþoli varð átján ára var gert tilkall til bótanna og reyndu aðstandendur að ná sambandi við Sif en án árangurs. Þá var hún flutt búferlum til Belgíu þar sem hún hafði tekið við nýju starfi.Í frétt Vísis frá 2008 kemur fram að brotaþoli hafi kært Sif til Lögmannafélags Íslands vegna málsins. Í viðtali við Vísi árið sagði Björn Bergsson, lögfræðingur á Mandat lögmannsstofu að róðarí hafi verið í rekstri Sifjar, en hann sá um frágang á bókhaldi og rekstri hennar eftir að hún flutti út.Hann segir í viðtalinu að hann hafi sjálfur náð í Sif og fengið hana til þess til að senda honum pening sem hann greiddi út til fólksins. Kæran hjá Lögmannafélaginu var því á endanum dregin til baka.Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfisráðherra.vísir/ErnirGuðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra staðfesti í viðtali við fréttastofu í dag að hann hafi vitað af málinu áður en hún var ráðin til starfa. „Við fórum yfir þetta saman og bæði eins og sjá má á fréttinni og eins það sem hún sagði við mig, fullvissaði hún mig um það að þarna væri mál sem var gengið frá á sínum tíma,“ segir Guðmundur Ingi GuðbranssonHvað finnst þér um þetta mál?„Mér finnst þettta í fyrsta lagi leiðinlegt ef þetta mögulega gæti ýft upp einhverjar tilfinningar hjá brotaþolanum,“ segir Guðmundur Ingi.Samkvæmt heimildum okkar fékk brotaþoli greiddar bæturnar eftir að hafa þurft að ganga á eftir þeim.Hefurðu fullvissu fyrir því frá Sif að bæturnar hafi verið greiddar beint út af fjárvörslureikningi? „Ég hef þær heimildir að þetta hafi verið greitt af reikningum hérna heima sem að ég stend í þeirri trú um að séu þessir svokölluðu fjárvörslureikningar.“Þú hefur ekki fengið það staðfest?„Ég veit ekki betur en að svo sé.“ Er eðlilegt að einstaklingur starfi við svo ábyrgðarmikið starfieins og Sif er í þegar hægt er að efast um hæfni hennar með þessum hætti þegar allar upplýsingar liggja ekki fyrir.„Ég myndi ekki segja að upplýsingar liggi ekki fyrir.“Þú ert ekki með það staðfest að það hafi verið greitt beint af fjárvörslureikningunum, þú hefur bara orð fyrir því?„Já, ég hef orð fyrir því en það er sjálfsagt hægt að skoða það og komast að því. Það var hennar vinur og félagi og samstarfsmaður til margra ára sem gekk frá þessu máli eins og kemur fram í fréttinni 2008.“En hann talar um að það hafi verið róðarí á rekstrinum?„Ég þekki það svo sem ekki betur en málinu var lokað, sem betur fer, og ég held að það sé það sem skiptir mestu máli.“Umhverfisráðherra segir Sif njóta trausts í starfi. Stj.mál Tengdar fréttir Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn Lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. 4. júlí 2008 16:24 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti.Forsaga málsins er sú að að barninu hafði verið dæmdar bætur eftir að upp komst um kynferðislega misnotkun kennara. Þegar börn eru undir lögaldri og ófjárráða þegar þeim eru dæmdar bætur eru þær lagðar inn á fjárvöslureikning í umsjón lögfræðings eða réttargæslumanns þeirra.Haustið er brotaþoli varð átján ára var gert tilkall til bótanna og reyndu aðstandendur að ná sambandi við Sif en án árangurs. Þá var hún flutt búferlum til Belgíu þar sem hún hafði tekið við nýju starfi.Í frétt Vísis frá 2008 kemur fram að brotaþoli hafi kært Sif til Lögmannafélags Íslands vegna málsins. Í viðtali við Vísi árið sagði Björn Bergsson, lögfræðingur á Mandat lögmannsstofu að róðarí hafi verið í rekstri Sifjar, en hann sá um frágang á bókhaldi og rekstri hennar eftir að hún flutti út.Hann segir í viðtalinu að hann hafi sjálfur náð í Sif og fengið hana til þess til að senda honum pening sem hann greiddi út til fólksins. Kæran hjá Lögmannafélaginu var því á endanum dregin til baka.Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfisráðherra.vísir/ErnirGuðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra staðfesti í viðtali við fréttastofu í dag að hann hafi vitað af málinu áður en hún var ráðin til starfa. „Við fórum yfir þetta saman og bæði eins og sjá má á fréttinni og eins það sem hún sagði við mig, fullvissaði hún mig um það að þarna væri mál sem var gengið frá á sínum tíma,“ segir Guðmundur Ingi GuðbranssonHvað finnst þér um þetta mál?„Mér finnst þettta í fyrsta lagi leiðinlegt ef þetta mögulega gæti ýft upp einhverjar tilfinningar hjá brotaþolanum,“ segir Guðmundur Ingi.Samkvæmt heimildum okkar fékk brotaþoli greiddar bæturnar eftir að hafa þurft að ganga á eftir þeim.Hefurðu fullvissu fyrir því frá Sif að bæturnar hafi verið greiddar beint út af fjárvörslureikningi? „Ég hef þær heimildir að þetta hafi verið greitt af reikningum hérna heima sem að ég stend í þeirri trú um að séu þessir svokölluðu fjárvörslureikningar.“Þú hefur ekki fengið það staðfest?„Ég veit ekki betur en að svo sé.“ Er eðlilegt að einstaklingur starfi við svo ábyrgðarmikið starfieins og Sif er í þegar hægt er að efast um hæfni hennar með þessum hætti þegar allar upplýsingar liggja ekki fyrir.„Ég myndi ekki segja að upplýsingar liggi ekki fyrir.“Þú ert ekki með það staðfest að það hafi verið greitt beint af fjárvörslureikningunum, þú hefur bara orð fyrir því?„Já, ég hef orð fyrir því en það er sjálfsagt hægt að skoða það og komast að því. Það var hennar vinur og félagi og samstarfsmaður til margra ára sem gekk frá þessu máli eins og kemur fram í fréttinni 2008.“En hann talar um að það hafi verið róðarí á rekstrinum?„Ég þekki það svo sem ekki betur en málinu var lokað, sem betur fer, og ég held að það sé það sem skiptir mestu máli.“Umhverfisráðherra segir Sif njóta trausts í starfi.
Stj.mál Tengdar fréttir Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn Lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. 4. júlí 2008 16:24 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn Lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. 4. júlí 2008 16:24