Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 21:00 Frá aðgerðarstjórnstöðinni í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi í kvöld. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það má gera ráð fyrir því að það verði einhver hundruð sem eru farin af stað eða munu fara af stað í þetta verkefni,“ segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi í samtali við Vísi. Hann segir að leitin á Hofsjökli í kvöld sé ein stærsta björgunaraðgerð sem farið hefur verið í hér á landi síðustu ár. Leitað er að manni sem týndist í íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli. Oddur var í stjórnstöðinni í Slökkvistöðinni á Selfossi að vinna að áætlanagerð vegna leitarinnar þegar fréttastofa náði tali af honum. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld barst útkallið um klukkan 18 í dag. Hann segir að aðstæður á Hofsjökli séu erfiðar. „Það sem gerir aðstæðurnar erfiðar er fyrst og fremst vegalengd og snjór og krapi sem að gerir það að verkum að það tekur tíma að komast frá landi þarna. Svo er skyggnið ekki að hjálpa okkur með flug.“ Lögreglan verst frekari fregna af málinu að svo stöddu en samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn í skipulagðri ferð á jöklinum þegar hann týndist. Sjá einnig: Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Búið að upplýsa aðstandendur Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi voru fyrstu björgunarsveitarmenn komnir á vettvang við íshellinn í Hofsjökli á níunda tímanum í kvöld. Vitað er að styrkleiki brennisteinsvetnis er hár í hellinum enda voru þeir sem voru í samfylgd með manninum sem nú er leitað með mælitæki meðferðis. Verkefni fyrstu manna er að setja upp búnað til björgunaraðgerða en lagt er upp úr því að það gerist hratt og örugglega en að öryggi björgunarmanna sé tryggt segir í tilkynningunni. Þyrla LHG skilaði fyrstu mönnum í Kerlingafjöll en þaðan voru þeir fluttir með snjósleðum starfsmanna í Kerlingafjöllum á vettvang. Á vettvangi eru menn sem þekkja vel til á þessum slóðum og hafa leiðbeint um aðgerðir. Lögregla hefur upplýst aðstandendur mannsins sem leitað er að um stöðu mála. Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis.Mynd/Alta.is Ekki vitað hvað gerðistBjörgunarsveitir á Suður- og Norðurlandi voru kallaðar út til leitar að manninum og voru björgunarsveitir frá Reykjavík einnig kallaðar út rétt í þessu. Ekki er vitað hvort hann hafi fallið í íshellinum eða misst meðvitund vegna brennisteinsvetnis. Eins og kom fram á Vísi í kvöld hafði Veðurstofan varað fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í þennan nýfundna íshelli í Blágnípujökli án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. „Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ sagði meðal annars í tilkynningu Veðurstofu. Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leitinni en þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig send strax á staðinn með reykkafara frá Ísafirði. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi fyrr í kvöld kom fram að gripið var til þess ráðs að manna þyrluna hana með reykköfurum frá Ísafirði vegna þess að hún var stödd þar þegar útkallið kom. Mjög þungfært er á svæðinu og snjóað hefur inn í hellinn svo aðstæður á leitarsvæðinu eru mjög krefjandi. Hrikalegar aðstæður eru fyrir björgunarsveitarmenn á leið á vettvang á Höfsjökli. Krapahöf á leiðinni og gengur á með éljagangi.Mynd/Björgunarsveitin Blanda á Blönduósi. 150 metra langur hellir Leiðangursmenn gengu inn í botn íshellisins á dögunum og er hann 150 metra langur. Framan við jökulinn eru nýleg merki umbrota sem þarna urðu haustið 2017. Lítið jökulhlaup hefur brotist undan jöklinum og skilið eftir jakadreif, sem nær nokkur hundruð metra fram fyrir jökuljaðarinn. Ekki sjást merki hlaupsins á vatnshæðarmælum eða skjálftamælum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Fyrir 15 árum sást ketill myndaður af jarðhita á svipuðum stað í jöklinum og var þá mjög sterk brennisteinslykt á svæðinu. Ekki er því hægt að útiloka að virknin í hellinum færist í aukana. Þegar leiðangursmenn mældu styrk súrefnis, kolmónoxíðs, brennisteinsvetnis (H2S) og brennisteinsdíoxíðs (SO2) var brennisteinsfýla í hellinum. Innst í honum mældist styrkur H2S um 60 ppm. Slíkur styrkur getur valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum ef dvalið er eina klukkustund eða lengur í svo menguðu lofti. Þessi mæling var gerð þann 3. febrúar. Ofan við 20 ppm styrk brennisteinsvetnis (H2S) hætta margir að finna lyktina af því og ef styrkurinn fer yfir 100 ppm er lífshætta á ferðum. Því varaði Veðurstofan við ferðum í hellinn án gasmælitækis. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru samferðamenn mannsins með mælitæki meðferðis. Fréttin hefur verið uppfærð. Banaslys í íshelli á Hofsjökli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
„Það má gera ráð fyrir því að það verði einhver hundruð sem eru farin af stað eða munu fara af stað í þetta verkefni,“ segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi í samtali við Vísi. Hann segir að leitin á Hofsjökli í kvöld sé ein stærsta björgunaraðgerð sem farið hefur verið í hér á landi síðustu ár. Leitað er að manni sem týndist í íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli. Oddur var í stjórnstöðinni í Slökkvistöðinni á Selfossi að vinna að áætlanagerð vegna leitarinnar þegar fréttastofa náði tali af honum. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld barst útkallið um klukkan 18 í dag. Hann segir að aðstæður á Hofsjökli séu erfiðar. „Það sem gerir aðstæðurnar erfiðar er fyrst og fremst vegalengd og snjór og krapi sem að gerir það að verkum að það tekur tíma að komast frá landi þarna. Svo er skyggnið ekki að hjálpa okkur með flug.“ Lögreglan verst frekari fregna af málinu að svo stöddu en samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn í skipulagðri ferð á jöklinum þegar hann týndist. Sjá einnig: Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Búið að upplýsa aðstandendur Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi voru fyrstu björgunarsveitarmenn komnir á vettvang við íshellinn í Hofsjökli á níunda tímanum í kvöld. Vitað er að styrkleiki brennisteinsvetnis er hár í hellinum enda voru þeir sem voru í samfylgd með manninum sem nú er leitað með mælitæki meðferðis. Verkefni fyrstu manna er að setja upp búnað til björgunaraðgerða en lagt er upp úr því að það gerist hratt og örugglega en að öryggi björgunarmanna sé tryggt segir í tilkynningunni. Þyrla LHG skilaði fyrstu mönnum í Kerlingafjöll en þaðan voru þeir fluttir með snjósleðum starfsmanna í Kerlingafjöllum á vettvang. Á vettvangi eru menn sem þekkja vel til á þessum slóðum og hafa leiðbeint um aðgerðir. Lögregla hefur upplýst aðstandendur mannsins sem leitað er að um stöðu mála. Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis.Mynd/Alta.is Ekki vitað hvað gerðistBjörgunarsveitir á Suður- og Norðurlandi voru kallaðar út til leitar að manninum og voru björgunarsveitir frá Reykjavík einnig kallaðar út rétt í þessu. Ekki er vitað hvort hann hafi fallið í íshellinum eða misst meðvitund vegna brennisteinsvetnis. Eins og kom fram á Vísi í kvöld hafði Veðurstofan varað fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í þennan nýfundna íshelli í Blágnípujökli án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. „Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ sagði meðal annars í tilkynningu Veðurstofu. Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leitinni en þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig send strax á staðinn með reykkafara frá Ísafirði. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi fyrr í kvöld kom fram að gripið var til þess ráðs að manna þyrluna hana með reykköfurum frá Ísafirði vegna þess að hún var stödd þar þegar útkallið kom. Mjög þungfært er á svæðinu og snjóað hefur inn í hellinn svo aðstæður á leitarsvæðinu eru mjög krefjandi. Hrikalegar aðstæður eru fyrir björgunarsveitarmenn á leið á vettvang á Höfsjökli. Krapahöf á leiðinni og gengur á með éljagangi.Mynd/Björgunarsveitin Blanda á Blönduósi. 150 metra langur hellir Leiðangursmenn gengu inn í botn íshellisins á dögunum og er hann 150 metra langur. Framan við jökulinn eru nýleg merki umbrota sem þarna urðu haustið 2017. Lítið jökulhlaup hefur brotist undan jöklinum og skilið eftir jakadreif, sem nær nokkur hundruð metra fram fyrir jökuljaðarinn. Ekki sjást merki hlaupsins á vatnshæðarmælum eða skjálftamælum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Fyrir 15 árum sást ketill myndaður af jarðhita á svipuðum stað í jöklinum og var þá mjög sterk brennisteinslykt á svæðinu. Ekki er því hægt að útiloka að virknin í hellinum færist í aukana. Þegar leiðangursmenn mældu styrk súrefnis, kolmónoxíðs, brennisteinsvetnis (H2S) og brennisteinsdíoxíðs (SO2) var brennisteinsfýla í hellinum. Innst í honum mældist styrkur H2S um 60 ppm. Slíkur styrkur getur valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum ef dvalið er eina klukkustund eða lengur í svo menguðu lofti. Þessi mæling var gerð þann 3. febrúar. Ofan við 20 ppm styrk brennisteinsvetnis (H2S) hætta margir að finna lyktina af því og ef styrkurinn fer yfir 100 ppm er lífshætta á ferðum. Því varaði Veðurstofan við ferðum í hellinn án gasmælitækis. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru samferðamenn mannsins með mælitæki meðferðis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57
Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09