SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2018 19:00 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. Markmiðið hljóti að vera að nýr samningur taki við án átaka á vinnumarkaði í haust. Innan Samtaka atvinnulífsins var mönnum augljóslega létt að Alþýðusambandið sagði ekki upp samningum í dag. Enda telja atvinnurekendur ólíkt ASÍ að forsendur samninga séu ekki brostnar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir nauðsynlegt að deiluaðilar tali saman sem fyrst. Það er augljóst þrátt fyrir þessa niðurstöðu að það er mikil gremja innan Alþýðusambandsins með stöðu mála og það er boðuð harka í viðræðum í haust. Heldur þú að þetta verði erfiðir samningar fram undan? „Ég held að dagurinn í dag sé ekki endapunktur neins. Heldur upphafið að því að við þurfum að ná saman og hlusta á þær gagnrýnisraddir sem fram hafa komið. En verkefnið fram undan í mínum huga er alveg skýrt. Það er að standa vörð um þessa miklu kaupmáttaraukningu sem við höfum náð fram í sameiningu á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín. Nú er ljóst að kjarasamningar á almenna markaðnum gilda til áramóta. Almennt hefjast viðræður um nýja samninga formlega um tíu vikum áður en eldri samningar renna út. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að hefja mótun kröfugerðar nú þegar og þeim verði fylgt eftir af hörku í haust.Óttist þið hérna megin að það kunni jafnvel að verða verkföll um áramótin? „Að sjálfsögðu vonum við ekki. Ég held að aðalatriðið sé að við tökum upp samtal núna, aðilar vinnumarkaðarins, með það fyrir augum að vinna jafnt og þétt núna eftir páska, inn í sumarið og haustið með það að markmiði að samningur taki við af samningi fyrir árslok. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. Markmiðið hljóti að vera að nýr samningur taki við án átaka á vinnumarkaði í haust. Innan Samtaka atvinnulífsins var mönnum augljóslega létt að Alþýðusambandið sagði ekki upp samningum í dag. Enda telja atvinnurekendur ólíkt ASÍ að forsendur samninga séu ekki brostnar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir nauðsynlegt að deiluaðilar tali saman sem fyrst. Það er augljóst þrátt fyrir þessa niðurstöðu að það er mikil gremja innan Alþýðusambandsins með stöðu mála og það er boðuð harka í viðræðum í haust. Heldur þú að þetta verði erfiðir samningar fram undan? „Ég held að dagurinn í dag sé ekki endapunktur neins. Heldur upphafið að því að við þurfum að ná saman og hlusta á þær gagnrýnisraddir sem fram hafa komið. En verkefnið fram undan í mínum huga er alveg skýrt. Það er að standa vörð um þessa miklu kaupmáttaraukningu sem við höfum náð fram í sameiningu á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín. Nú er ljóst að kjarasamningar á almenna markaðnum gilda til áramóta. Almennt hefjast viðræður um nýja samninga formlega um tíu vikum áður en eldri samningar renna út. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að hefja mótun kröfugerðar nú þegar og þeim verði fylgt eftir af hörku í haust.Óttist þið hérna megin að það kunni jafnvel að verða verkföll um áramótin? „Að sjálfsögðu vonum við ekki. Ég held að aðalatriðið sé að við tökum upp samtal núna, aðilar vinnumarkaðarins, með það fyrir augum að vinna jafnt og þétt núna eftir páska, inn í sumarið og haustið með það að markmiði að samningur taki við af samningi fyrir árslok. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira