Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 17:00 Gummi Ben mun lýsa leikjum Íslands á HM í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar. Hilmar Björnsson er íþróttastjóri RÚV en Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma og segir Hilmar lýsa frati á sína undirmenn með ráðninguna. Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Guðmundar Benediktssonar, dagskrárgerðarmanns og lýsanda á Stöð 2 Sport, sem mun lýsa leikjum Íslands á HM í sumar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Vísis. Gummi Ben lýsti leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 og vakti mikla athygli en RÚV er með sýningarréttinn á HM og var greint frá því fyrr í dag stofnunin hefði ráðið þá Gumma Ben og Eið Smára Guðjohnsen til þess að fjalla um og sinna HM í sumar. Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn og spyr á Facebook-síðu sinni hvort að yfirmaður íþrótta á RÚV gæti hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til. „Hvað er eiginlega í gangi á mínum gamla vinnustað? Gæti yfirmaður íþrótta á RÚV hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM? Það er ekki eins og hann hafi ekki fyllilega hæfa íþróttafréttamenn til verksins. Einn þeirra er yfirburðamaður í lýsingum og annar þar stendur að mínu mati Gumma fyllilega á sporði. Sama hvað mönnum kann að finnast um Gumma Ben heitir þetta að lýsa frati á sína undirmenn,“ segir Adolf Ingi í færslu sinni á Facebook.Gerðu ráð fyrir því að þurfa liðsstyrk umfram fasta starfsmenn Aðspurður hvers vegna sú leið hafi verið að fá Gumma Ben til þess að lýsa leikjum Íslands þar sem á RÚV starfi íþróttafréttamenn sem vel geti lýst leikjunum og hafi jafnvel sóst eftir því segir í svari Hilmars við fyrirspurn Vísis: „Gert var ráð fyrir að þörf yrði fyrir þennan liðstyrk umfram fasta starfsmenn enda dagskrárgerð og þjónusta í kringum HM gríðarlega umfangsmikil. 64 leikir í beinni útsendingu auk umfjöllunar fyrir og eftir alla leik bæði hér heima og í Rússlandi.“ Hilmar kveðst ekki geta svarað því til hver kostnaður RÚV verði við þá Gumma og Eið. Hann segir ráðningarsamninga við þá vera trúnaðarmál en að aðkoma Gumma að verkefninu sé hluti af víðtækara samkomulagi við Vodafone um HM og umfjöllun miðla þess um mótið. „Fjárhagsáætlun verður ekki gefin upp að svo stöddu en verður miðlað síðar. RÚV mun bjóða upp á fjölbreytta umfjöllun af öllu tagi í öllum miðlum RÚV, enda lítur RÚV svo á að hér sé um stórviðburð að ræða sem þorri Íslendinga mun njóta í miðlum RÚV í sumar,“ segir jafnframt í svari Hilmars.Vísir er í eigu Fjarskipta hf. sem einnig eiga Stöð 2 Sport. Fjölmiðlar HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara. 10. janúar 2018 09:15 Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM. 4. janúar 2018 13:46 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Guðmundar Benediktssonar, dagskrárgerðarmanns og lýsanda á Stöð 2 Sport, sem mun lýsa leikjum Íslands á HM í sumar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Vísis. Gummi Ben lýsti leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 og vakti mikla athygli en RÚV er með sýningarréttinn á HM og var greint frá því fyrr í dag stofnunin hefði ráðið þá Gumma Ben og Eið Smára Guðjohnsen til þess að fjalla um og sinna HM í sumar. Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn og spyr á Facebook-síðu sinni hvort að yfirmaður íþrótta á RÚV gæti hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til. „Hvað er eiginlega í gangi á mínum gamla vinnustað? Gæti yfirmaður íþrótta á RÚV hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM? Það er ekki eins og hann hafi ekki fyllilega hæfa íþróttafréttamenn til verksins. Einn þeirra er yfirburðamaður í lýsingum og annar þar stendur að mínu mati Gumma fyllilega á sporði. Sama hvað mönnum kann að finnast um Gumma Ben heitir þetta að lýsa frati á sína undirmenn,“ segir Adolf Ingi í færslu sinni á Facebook.Gerðu ráð fyrir því að þurfa liðsstyrk umfram fasta starfsmenn Aðspurður hvers vegna sú leið hafi verið að fá Gumma Ben til þess að lýsa leikjum Íslands þar sem á RÚV starfi íþróttafréttamenn sem vel geti lýst leikjunum og hafi jafnvel sóst eftir því segir í svari Hilmars við fyrirspurn Vísis: „Gert var ráð fyrir að þörf yrði fyrir þennan liðstyrk umfram fasta starfsmenn enda dagskrárgerð og þjónusta í kringum HM gríðarlega umfangsmikil. 64 leikir í beinni útsendingu auk umfjöllunar fyrir og eftir alla leik bæði hér heima og í Rússlandi.“ Hilmar kveðst ekki geta svarað því til hver kostnaður RÚV verði við þá Gumma og Eið. Hann segir ráðningarsamninga við þá vera trúnaðarmál en að aðkoma Gumma að verkefninu sé hluti af víðtækara samkomulagi við Vodafone um HM og umfjöllun miðla þess um mótið. „Fjárhagsáætlun verður ekki gefin upp að svo stöddu en verður miðlað síðar. RÚV mun bjóða upp á fjölbreytta umfjöllun af öllu tagi í öllum miðlum RÚV, enda lítur RÚV svo á að hér sé um stórviðburð að ræða sem þorri Íslendinga mun njóta í miðlum RÚV í sumar,“ segir jafnframt í svari Hilmars.Vísir er í eigu Fjarskipta hf. sem einnig eiga Stöð 2 Sport.
Fjölmiðlar HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara. 10. janúar 2018 09:15 Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM. 4. janúar 2018 13:46 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara. 10. janúar 2018 09:15
Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM. 4. janúar 2018 13:46
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent