Seacrest neitar sök Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 15:11 Ryan Seacrest er sakaður um að hafa káfað á kynfærum stílista síns og slegið hana á rasskinnina. Vísir/Getty Á dögunum steig stílistinn Suzie Hardy fram með ásakanir á hendur þáttastjórnandann Ryan Seacrest. Hún segir að þáttastjórnandinn hafi yfir langt skeið áreitt sig kynferðislega. Hún starfaði sem persónulegur stílisti Seacrests þegar hann stýrir þættinum E News á árunum 2007-2013. Hardy segir að hún hafi haft góð laun sem stílisti þáttarins og að henni hafi auðnast það svigrúm sem hún þurfti til þess að sækja dóttur sína í skólann. Hún hafi þurft á því að halda því hún væri einstæð móðir. Á að hafa káfað á kynfærum, þrýst sér upp henni og rassskellt hana Í einkaviðtali við Variety lýsir Hardy því hvernig Seacreast á að hafa þrýst sér upp að henni með reistan getnaðarlim, káfað á kynfærum hennar og slegið hana svo fast á rasskinnina að hún bólgnaði og sást verulega á henni í nokkurn tíma. Ryan Seacrest hefur verið áberandi í skemmtanaiðnaðinum í Hollywood. Hann er þekktur fyrir að vera kynnir í hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð American Idol og fyrir að stýra E News.Vísir/Getty Hardy segist hafa leyft hegðuninni að viðgangast í allan þennan tíma vegna þess að hún var hrædd um lífsviðurværi sitt og sína stöðu sem einstæð móðir. Hún vildi geta átt til hnífs og skeiðar fyrir dóttur sína. „Ég sagði ekki frá þessu í öll þessi ár vegna þess að ég var hrædd um að mér yrði ekki trúað og að ég yrði höfð að háði og spotti fyrir að stíga fram,“ segir Hardy. Segir Seacrest ekki vera fórnarlamb „Ég fann styrk í hugrekki annarra og ákvað loksins að fara með mína sögu til NBC. Ryan kaus að fara opinberlega með söguna mína en að breyta frásögninni á þá leið að hann væri saklaus og í raun fórnarlamb einhvers konar fjárkúgunar. Hann er ekkert fórnarlamb og ég neita líka að láta hann komast upp með það að taka mig fyrir, fyrir það eitt að segja sannleikann,“ segir Hardy. Áhyggjur Hardy reyndust á rökum reistar því þegar hún fór með málið til mannauðsstjóra var henni sagt upp árið 2013. „Sama hversu stolt ég er, sama hversu sterk kona ég er, sama hversu mikið ég hef unnið með sálfræðingum þá hefur þetta enn áhrif á mig í dag,“ segir Hardy um meint kynferðislegt ofbeldi. Seacrest neitar sök Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar „E!“ segja, í tilkynningu, að NBCUniversal hafi hafi ráðið utanaðkomandi aðila til þess að rannsaka hvort eitthvað væri hæft í ásökunum á hendur Seacrest. Í tilkynningunni segir jafnframt að ekki hafi fundist fullnægjandi sannanir fyrir ásökunum og var þeim þess vegna vísað frá. Þá hefur Seacrest sjálfur vísað ásökunum á bug og kallað þær ófyrirleitnar. Hardy segist hafa upplifað mikla reiði þegar hún hafi heyrt af niðurstöðum athugunarinnar. Hún hafi þrívegis verið boðuð í viðtal. Í lokaviðtalinu hafði Hardy á tilfinningunni að sá sem færi fyrir athuguninni stæði með Seacrest. Hann hafi ekki haft samband við fjögur vitni sem gætu upplýst frekar um meinta kynferðislega áreitni. Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Á dögunum steig stílistinn Suzie Hardy fram með ásakanir á hendur þáttastjórnandann Ryan Seacrest. Hún segir að þáttastjórnandinn hafi yfir langt skeið áreitt sig kynferðislega. Hún starfaði sem persónulegur stílisti Seacrests þegar hann stýrir þættinum E News á árunum 2007-2013. Hardy segir að hún hafi haft góð laun sem stílisti þáttarins og að henni hafi auðnast það svigrúm sem hún þurfti til þess að sækja dóttur sína í skólann. Hún hafi þurft á því að halda því hún væri einstæð móðir. Á að hafa káfað á kynfærum, þrýst sér upp henni og rassskellt hana Í einkaviðtali við Variety lýsir Hardy því hvernig Seacreast á að hafa þrýst sér upp að henni með reistan getnaðarlim, káfað á kynfærum hennar og slegið hana svo fast á rasskinnina að hún bólgnaði og sást verulega á henni í nokkurn tíma. Ryan Seacrest hefur verið áberandi í skemmtanaiðnaðinum í Hollywood. Hann er þekktur fyrir að vera kynnir í hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð American Idol og fyrir að stýra E News.Vísir/Getty Hardy segist hafa leyft hegðuninni að viðgangast í allan þennan tíma vegna þess að hún var hrædd um lífsviðurværi sitt og sína stöðu sem einstæð móðir. Hún vildi geta átt til hnífs og skeiðar fyrir dóttur sína. „Ég sagði ekki frá þessu í öll þessi ár vegna þess að ég var hrædd um að mér yrði ekki trúað og að ég yrði höfð að háði og spotti fyrir að stíga fram,“ segir Hardy. Segir Seacrest ekki vera fórnarlamb „Ég fann styrk í hugrekki annarra og ákvað loksins að fara með mína sögu til NBC. Ryan kaus að fara opinberlega með söguna mína en að breyta frásögninni á þá leið að hann væri saklaus og í raun fórnarlamb einhvers konar fjárkúgunar. Hann er ekkert fórnarlamb og ég neita líka að láta hann komast upp með það að taka mig fyrir, fyrir það eitt að segja sannleikann,“ segir Hardy. Áhyggjur Hardy reyndust á rökum reistar því þegar hún fór með málið til mannauðsstjóra var henni sagt upp árið 2013. „Sama hversu stolt ég er, sama hversu sterk kona ég er, sama hversu mikið ég hef unnið með sálfræðingum þá hefur þetta enn áhrif á mig í dag,“ segir Hardy um meint kynferðislegt ofbeldi. Seacrest neitar sök Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar „E!“ segja, í tilkynningu, að NBCUniversal hafi hafi ráðið utanaðkomandi aðila til þess að rannsaka hvort eitthvað væri hæft í ásökunum á hendur Seacrest. Í tilkynningunni segir jafnframt að ekki hafi fundist fullnægjandi sannanir fyrir ásökunum og var þeim þess vegna vísað frá. Þá hefur Seacrest sjálfur vísað ásökunum á bug og kallað þær ófyrirleitnar. Hardy segist hafa upplifað mikla reiði þegar hún hafi heyrt af niðurstöðum athugunarinnar. Hún hafi þrívegis verið boðuð í viðtal. Í lokaviðtalinu hafði Hardy á tilfinningunni að sá sem færi fyrir athuguninni stæði með Seacrest. Hann hafi ekki haft samband við fjögur vitni sem gætu upplýst frekar um meinta kynferðislega áreitni.
Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira