Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag. Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. Fulltrúi Vinstri grænna segir að um skýrt brot á alþjóðasáttmálum sé að ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var gestur utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem lög og alþjóðasamningar um vopnaflutninga voru rædd.Áslaug Arna formaður utanríkismálanefndarvisir/stefán„Við áttum góðan fund í dag, upplýsingafund, með meðal annars samgönguráðherra sem greindi frá því að hann væri byrjaður að breyta verklagi en ætlaði einnig að herða verklagið og breyta reglugerð í samræmi við það sem hefur komið fram,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar íslenska flugfélagsins Air Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu. Samkvæmt íslenskum lögum verða íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda en umsókn félagsins var hafnað í gær.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í tíu fréttum RÚV í gærkvöldi að fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nái til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Hún sagðist þó ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd og fyrsti varaformaður nefndarinnar segir ljóst að um sé að ræða brot á alþjóðasáttmálum. „Það er ljóst að þegar eru veittar heimildir af íslenskum stjórnvöldum til íslenskra fyrirtækja um að flytja vopn til svæða þar sem ríkir grafalvarlegt stríðsástand þá er það brot á alþjóðasáttmálum,“ segir Rósa Björk. Alþingi Tengdar fréttir Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. Fulltrúi Vinstri grænna segir að um skýrt brot á alþjóðasáttmálum sé að ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var gestur utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem lög og alþjóðasamningar um vopnaflutninga voru rædd.Áslaug Arna formaður utanríkismálanefndarvisir/stefán„Við áttum góðan fund í dag, upplýsingafund, með meðal annars samgönguráðherra sem greindi frá því að hann væri byrjaður að breyta verklagi en ætlaði einnig að herða verklagið og breyta reglugerð í samræmi við það sem hefur komið fram,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar íslenska flugfélagsins Air Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu. Samkvæmt íslenskum lögum verða íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda en umsókn félagsins var hafnað í gær.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í tíu fréttum RÚV í gærkvöldi að fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nái til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Hún sagðist þó ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd og fyrsti varaformaður nefndarinnar segir ljóst að um sé að ræða brot á alþjóðasáttmálum. „Það er ljóst að þegar eru veittar heimildir af íslenskum stjórnvöldum til íslenskra fyrirtækja um að flytja vopn til svæða þar sem ríkir grafalvarlegt stríðsástand þá er það brot á alþjóðasáttmálum,“ segir Rósa Björk.
Alþingi Tengdar fréttir Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28