Húseigendur á móti íbúðum í Skeifunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Megingönguás um Skeifuna á að liggja milli húsa númer 5 og 7 og ná út að Suðurlandsbraut þar sem biðstöð Borgarlínu verður. Kanon Arkitektar „Veigamikil grundvallaratriði í tillögunni eru algerlega órökstudd og forsendur ekki ljósar,“ segja eigendur yfir helmings húsnæðis í Skeifunni í sameiginlegu bréfi vegna tillagna um breytingar á skipulagi hverfisins. Samkvæmt tillögu að rammaskipulagi sem Kanon Arkitektar hafa unnið fyrir Reykjavíkurborg á að rísa á grunni núverandi byggðar í Skeifunni „virkur miðkjarni í borginni, blönduð borgarbyggð með sjálfbærni að leiðarljósi“, eins og segir um meginmarkmiðin. Í stað dreifðrar byggðar verði „til fjölbreytt, hagkvæm og sveigjanleg byggð, þróuð og unnin í samráði við hagsmunaaðila á svæðinu“. Þá segir að hugmyndin sé „að Skeifan þróist hægum, öruggum skrefum í átt að heildstæðu borgarhverfi, samblandi íbúða, atvinnu og þjónustu“ sem verði í góðum tengslum við nærliggjandi hverfi. „Ásýnd Skeifunnar og starfsemi mun smám saman verða fjölbreyttari og höfða betur til borgarbúa.“ Fyrrnefndir fasteignaeigendur segja að í gagnrýni þeirra vegi þyngst að ekki sé með neinum hætti farið yfir skipulagsforsendurnar með hliðsjón af efnahagslegum forsendum þess umbreytingarferlis sem Reykjavíkurborg sjái fyrir sér að þarna verði.Umræða hófst um framtíðarskipulag Skeifunnar eftir stórbruna sem þar varð að kvöldi dags 6. júlí árið 2014.Vísir/vilhelm„Það er mikið hagsmunamál fyrir eigendur og rekstraraðila að slík þróun verði ekki tilviljanakennd enda getur ómarkvisst skipulag og uppbygging eyðilagt svæðið í nútíð og framtíð og þau verðmæti og rekstur sem þar er í dag,“ segja húseigendurnir. „Af þessum sökum er mjög erfitt að leggja mat á hvort tillagan sé raunhæf og hvaða áhrif hún hefur til lengri og skemmri tíma.“ Húseigendurnir varpa fram nokkrum spurningum sem þeir segja dæmi um mikilvæg atriði sem svara þurfi. Benda þeir meðal annars á sérstöðu Skeifunnar sem 20 hektara svæðis sem afmarkað sé af mjög fjölförnum umferðargötum og steinsnar frá skurðpunkti meginarma höfuðborgarsvæðisins. „Hvers vegna ætti ekki að nýta þessa sérstöðu og leggja áherslu á aðgengilega verslun og þjónustu sem skírskotar til höfuðborgarsvæðisins alls, auk mögulega skrifstofurýmis?“ spyrja eigendur í Skeifunni sem undirstrika þó að þeir séu ekki andsnúnir nýju skipulagi. Það þurfi hins vegar að „byggja á ítarlegri skoðun á eðli núverandi starfsemi og rekstrar á svæðinu og þeim hagrænu þáttum sem munu, óháð skipulagslegri sýn, hafa áhrif á uppbyggingu og rekstur“. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
„Veigamikil grundvallaratriði í tillögunni eru algerlega órökstudd og forsendur ekki ljósar,“ segja eigendur yfir helmings húsnæðis í Skeifunni í sameiginlegu bréfi vegna tillagna um breytingar á skipulagi hverfisins. Samkvæmt tillögu að rammaskipulagi sem Kanon Arkitektar hafa unnið fyrir Reykjavíkurborg á að rísa á grunni núverandi byggðar í Skeifunni „virkur miðkjarni í borginni, blönduð borgarbyggð með sjálfbærni að leiðarljósi“, eins og segir um meginmarkmiðin. Í stað dreifðrar byggðar verði „til fjölbreytt, hagkvæm og sveigjanleg byggð, þróuð og unnin í samráði við hagsmunaaðila á svæðinu“. Þá segir að hugmyndin sé „að Skeifan þróist hægum, öruggum skrefum í átt að heildstæðu borgarhverfi, samblandi íbúða, atvinnu og þjónustu“ sem verði í góðum tengslum við nærliggjandi hverfi. „Ásýnd Skeifunnar og starfsemi mun smám saman verða fjölbreyttari og höfða betur til borgarbúa.“ Fyrrnefndir fasteignaeigendur segja að í gagnrýni þeirra vegi þyngst að ekki sé með neinum hætti farið yfir skipulagsforsendurnar með hliðsjón af efnahagslegum forsendum þess umbreytingarferlis sem Reykjavíkurborg sjái fyrir sér að þarna verði.Umræða hófst um framtíðarskipulag Skeifunnar eftir stórbruna sem þar varð að kvöldi dags 6. júlí árið 2014.Vísir/vilhelm„Það er mikið hagsmunamál fyrir eigendur og rekstraraðila að slík þróun verði ekki tilviljanakennd enda getur ómarkvisst skipulag og uppbygging eyðilagt svæðið í nútíð og framtíð og þau verðmæti og rekstur sem þar er í dag,“ segja húseigendurnir. „Af þessum sökum er mjög erfitt að leggja mat á hvort tillagan sé raunhæf og hvaða áhrif hún hefur til lengri og skemmri tíma.“ Húseigendurnir varpa fram nokkrum spurningum sem þeir segja dæmi um mikilvæg atriði sem svara þurfi. Benda þeir meðal annars á sérstöðu Skeifunnar sem 20 hektara svæðis sem afmarkað sé af mjög fjölförnum umferðargötum og steinsnar frá skurðpunkti meginarma höfuðborgarsvæðisins. „Hvers vegna ætti ekki að nýta þessa sérstöðu og leggja áherslu á aðgengilega verslun og þjónustu sem skírskotar til höfuðborgarsvæðisins alls, auk mögulega skrifstofurýmis?“ spyrja eigendur í Skeifunni sem undirstrika þó að þeir séu ekki andsnúnir nýju skipulagi. Það þurfi hins vegar að „byggja á ítarlegri skoðun á eðli núverandi starfsemi og rekstrar á svæðinu og þeim hagrænu þáttum sem munu, óháð skipulagslegri sýn, hafa áhrif á uppbyggingu og rekstur“.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira