Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2018 11:59 Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ. Vísir/Vilhelm Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Forseti Alþýðusambandsins segir að ef koma eigi í veg fyrir uppsögn samnnga þurfi að koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrrmálið. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfranar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að seinni partinn í dag og í kvöld muni einstök aðildarfélög innan ASÍ funda með sínu félagsfólki fyrir fund um sextíu formanna verkalýðsfélaga innan ASÍ sem hefst klukkan ellefu í fyrramálið. Ögurstund vegna mögulegra uppsagna kjarasamninga nálgast því frestur til uppsagna rennur út klukkan fjögur á morgun. „Já, já. Þetta ár sem við frestuðum þessum forsendubresti í fyrra er bara að líða núna og þá þarf að taka afstöðu og við erum að vinna í því.“Það er eins og komið hefur fram; að ef það yrði niðurstaðan að samningum verði sagt upp þá gildir það strax frá og með 1. mars? „Já, þá eru félögin laus af því mog geta þá hafið bæði undirbúning kröfugerðar og sett fram. Kröfur. Launahækkun samkvæmt kjarasamningi ætti að vera 1. maí þannig að menn hafa þá tíma til að setja ferlið í gang til að freista þess að ná að ljúka samningi ef til þess kemur fyrir þann tíma,“ segir Gylfi. Miðstjórn Alþýðusambandsins komst að þeirri niðurstöðu um miðja síðustu viku að forsendur gildandi samninga væru brostnar að óbreyttu en Samtök atvinnulífsins segja svo ekki vera. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax. Gylfi segir skiptar skoðanir innan félaganna í Alþýðusambandinu um hvort segja beri upp samningum. „Það hefur alla vega legið ljíst fyrir. Það er meðal annars þess vegna sem við erum að boða til formannafundar með tillögu um að þessi ákvörðun verði tekin í atkvæðagreiðslu á þeim fundi. Einfaldlega til að virða að það eru um þetta skiptar skoðanir. En það breytir því ekki að í lýðræðislegri hreyfingu er það meirihlutinn sem verður að fá að ráða niðurstöðunni. Í hvora áttina sem það er,“ segir forseti ASÍ. Viðræðuskylda hvíli á ASÍ þegar sambandið komist að þeirri niðurstöðu að forsendur samninga hafi brostið. Því sé beðið svara bæði frá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum eftir fundi með þeim. „Það sem hefur farið út af á þessu tímabili er að stjórnvöld hafa verið að skerða í gegnum skattleysismörk, barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisbætur ýmislegt af því sem við máttum reikna með að yrði þessu fólki aðgengilegt. En hefur ekki verið það,“ segir Gylfi. Forsendubresturinn verði því þrátt fyrir að tekist hafi að hækka lægstu launin og gera betur fyrir þá tekjulægstu. „Þá hafa stjórnvöld tekið það til baka með ýmsum skerðingum. Þess vegna höfum við kallað stjórnvöld til ábyrgðar um aðkomu á lausn á þessum vanda,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Forseti Alþýðusambandsins segir að ef koma eigi í veg fyrir uppsögn samnnga þurfi að koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrrmálið. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfranar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að seinni partinn í dag og í kvöld muni einstök aðildarfélög innan ASÍ funda með sínu félagsfólki fyrir fund um sextíu formanna verkalýðsfélaga innan ASÍ sem hefst klukkan ellefu í fyrramálið. Ögurstund vegna mögulegra uppsagna kjarasamninga nálgast því frestur til uppsagna rennur út klukkan fjögur á morgun. „Já, já. Þetta ár sem við frestuðum þessum forsendubresti í fyrra er bara að líða núna og þá þarf að taka afstöðu og við erum að vinna í því.“Það er eins og komið hefur fram; að ef það yrði niðurstaðan að samningum verði sagt upp þá gildir það strax frá og með 1. mars? „Já, þá eru félögin laus af því mog geta þá hafið bæði undirbúning kröfugerðar og sett fram. Kröfur. Launahækkun samkvæmt kjarasamningi ætti að vera 1. maí þannig að menn hafa þá tíma til að setja ferlið í gang til að freista þess að ná að ljúka samningi ef til þess kemur fyrir þann tíma,“ segir Gylfi. Miðstjórn Alþýðusambandsins komst að þeirri niðurstöðu um miðja síðustu viku að forsendur gildandi samninga væru brostnar að óbreyttu en Samtök atvinnulífsins segja svo ekki vera. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax. Gylfi segir skiptar skoðanir innan félaganna í Alþýðusambandinu um hvort segja beri upp samningum. „Það hefur alla vega legið ljíst fyrir. Það er meðal annars þess vegna sem við erum að boða til formannafundar með tillögu um að þessi ákvörðun verði tekin í atkvæðagreiðslu á þeim fundi. Einfaldlega til að virða að það eru um þetta skiptar skoðanir. En það breytir því ekki að í lýðræðislegri hreyfingu er það meirihlutinn sem verður að fá að ráða niðurstöðunni. Í hvora áttina sem það er,“ segir forseti ASÍ. Viðræðuskylda hvíli á ASÍ þegar sambandið komist að þeirri niðurstöðu að forsendur samninga hafi brostið. Því sé beðið svara bæði frá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum eftir fundi með þeim. „Það sem hefur farið út af á þessu tímabili er að stjórnvöld hafa verið að skerða í gegnum skattleysismörk, barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisbætur ýmislegt af því sem við máttum reikna með að yrði þessu fólki aðgengilegt. En hefur ekki verið það,“ segir Gylfi. Forsendubresturinn verði því þrátt fyrir að tekist hafi að hækka lægstu launin og gera betur fyrir þá tekjulægstu. „Þá hafa stjórnvöld tekið það til baka með ýmsum skerðingum. Þess vegna höfum við kallað stjórnvöld til ábyrgðar um aðkomu á lausn á þessum vanda,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15