Innlent

Fjögurra bíla árekstur nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Valli
Fjögurra bifreiða árekstur varð á Reykjanesbraut, nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar, í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Ökumaður einnar bifreiðarinnar kenndi eymsla eftir óhappið og var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Atvikið átti sér stað með þeim hætti að ökumaður fremsta bílsins nauðhemlaði í talsverðum umferðarþunga þar sem hann ók í átt að flugstöðinni. Ökumaður næstu bifreiðar náði ekki að stöðva og ók aftan á hina fyrrnefndu. Sama máli gegndi um þriðju og fjórðu bifreiðina í röðinni þannig að úr varð fjögurra bifreiða árekstur.

Ein bifreiðin reyndist óökufær eftir óhappið og var hún fjarlægð með dráttarbifreið af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×