Situr fyrir í íbúð Coco Chanel Ritstjórn skrifar 27. febrúar 2018 10:00 Glamour/Skjáskot Hin unga fyrirsæta Kaia Gerber er orðin andlit Chanel, og hafa fyrstu myndirnar frá herferðinni verið birtar. Svarthvítar myndirnar, sem teknar eru af Karl Lagerfeld, sýna Kaiu mjög slaka og liggjandi á sófa. Myndirnar eru teknar í íbúð Coco Chanel í París. Myndirnar eru aðallega til að sýna töskurnar frá merkinu, og er aðaláherslan lögð á plasttöskurnar frægu. Kaia er fljótt orðin ein vinsælasta fyrirsæta heims, en það hefur gerst á mjög stuttum tíma. Kaia er nú orðið eitt aðal-andlit Karl Lagerfeld og hefur gengið tískupalla merkisins í vetur. Nú er Kaia væntanlega komin til Parísar þar sem hún gengur fyrir tískuhúsið á næstu dögum. Mest lesið Var uppgötvuð á Justin Bieber tónleikum Glamour Peysurnar hans Daða brátt fáanlegar almenningi Glamour Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour Heidi Klum óþekkjanleg á Halloween Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour Nýr ritstjóri, nýir tímar breska Vogue Glamour Anna Wintour og Gwyneth Paltrow búa til tímarit saman Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Lena Dunham selur fataskápinn sinn Glamour "Ég hef alltaf verið tískudrós“ Glamour
Hin unga fyrirsæta Kaia Gerber er orðin andlit Chanel, og hafa fyrstu myndirnar frá herferðinni verið birtar. Svarthvítar myndirnar, sem teknar eru af Karl Lagerfeld, sýna Kaiu mjög slaka og liggjandi á sófa. Myndirnar eru teknar í íbúð Coco Chanel í París. Myndirnar eru aðallega til að sýna töskurnar frá merkinu, og er aðaláherslan lögð á plasttöskurnar frægu. Kaia er fljótt orðin ein vinsælasta fyrirsæta heims, en það hefur gerst á mjög stuttum tíma. Kaia er nú orðið eitt aðal-andlit Karl Lagerfeld og hefur gengið tískupalla merkisins í vetur. Nú er Kaia væntanlega komin til Parísar þar sem hún gengur fyrir tískuhúsið á næstu dögum.
Mest lesið Var uppgötvuð á Justin Bieber tónleikum Glamour Peysurnar hans Daða brátt fáanlegar almenningi Glamour Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour Heidi Klum óþekkjanleg á Halloween Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour Nýr ritstjóri, nýir tímar breska Vogue Glamour Anna Wintour og Gwyneth Paltrow búa til tímarit saman Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Lena Dunham selur fataskápinn sinn Glamour "Ég hef alltaf verið tískudrós“ Glamour