Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Þórdís Valsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 23:43 Ivanka Trump segir að hún trúir því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega, þrátt fyrir fjölda ásakana. Vísir/getty Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. Ivanka sagði í viðtali á NBC fréttastöðinni að henni þætti „nokkuð óviðeigandi“ að blaðamaður skyldi spurja hana hvort hún trúi þeim konum sem hafa sakað föður hennar um kynferðislega áreitni þegar faðir hennar hefur með ótvíræðum hætti neitað slíkum ásökunum. „Ég held að þetta sé ekki spurning sem þú myndir spyrja margar aðrar dætur,“ sagði hún í viðtalinu. “Do you believe your father's [sexual misconduct] accusers?” -@PeterAlexander“I think it's a pretty inappropriate question to ask a daughter if she believes the accusers of her father when he's affirmatively stated there's no truth to it.” -@IvankaTrump pic.twitter.com/23AVPgcOdE— TODAY (@TODAYshow) February 26, 2018 Ásakanir á hendur Trump hafa verið þess efnis að hann hafi snert og kysst konurnar án þeirra samþykkis. Donald Trump hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér en brotin eiga að hafa átt sér stað áður en hann tók við embætti forseta. Á meðan á kosningabaráttu hans stóð hótaði hann því að lögsækja þær konur sem ásökuðu hann um áreitni en gerði það þó ekki. „Ég trúi föður mínum, ég þekki föður minn. Ég held að ég hafi þann rétt, sem dóttir, að trúa föður mínum,“ segir Ivanka Trump í viðtalinu. Rachel Crooks, ein af þeim konum sem hafa stigið fram og sagt frá áreitni af hálfu Trump, tjáði sig um téð viðtal á Twitter. „Ég skil þá óheppilegu stöðu sem hún er í, að þurfa að viðurkenna að faðir hennar er kvenhatari og „kynferðislegt rándýr“, en þeir sem halda áfram að vera samsekir honum eru einnig hluti af vandanum,“ segir Crooks í Twitter færslu sinni. I understand the unfortunate position someone would be in to have to admit their father is a misogynist and a sexual predator, but those who remain complicit in his actions are also part of the problem. #metoo #TimesUp https://t.co/hCMUnuVUn6 https://t.co/ux6FEJ41tE— Rachel Crooks for Ohio (@RachelforOhio) February 26, 2018 Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum. 21. janúar 2017 21:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. Ivanka sagði í viðtali á NBC fréttastöðinni að henni þætti „nokkuð óviðeigandi“ að blaðamaður skyldi spurja hana hvort hún trúi þeim konum sem hafa sakað föður hennar um kynferðislega áreitni þegar faðir hennar hefur með ótvíræðum hætti neitað slíkum ásökunum. „Ég held að þetta sé ekki spurning sem þú myndir spyrja margar aðrar dætur,“ sagði hún í viðtalinu. “Do you believe your father's [sexual misconduct] accusers?” -@PeterAlexander“I think it's a pretty inappropriate question to ask a daughter if she believes the accusers of her father when he's affirmatively stated there's no truth to it.” -@IvankaTrump pic.twitter.com/23AVPgcOdE— TODAY (@TODAYshow) February 26, 2018 Ásakanir á hendur Trump hafa verið þess efnis að hann hafi snert og kysst konurnar án þeirra samþykkis. Donald Trump hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér en brotin eiga að hafa átt sér stað áður en hann tók við embætti forseta. Á meðan á kosningabaráttu hans stóð hótaði hann því að lögsækja þær konur sem ásökuðu hann um áreitni en gerði það þó ekki. „Ég trúi föður mínum, ég þekki föður minn. Ég held að ég hafi þann rétt, sem dóttir, að trúa föður mínum,“ segir Ivanka Trump í viðtalinu. Rachel Crooks, ein af þeim konum sem hafa stigið fram og sagt frá áreitni af hálfu Trump, tjáði sig um téð viðtal á Twitter. „Ég skil þá óheppilegu stöðu sem hún er í, að þurfa að viðurkenna að faðir hennar er kvenhatari og „kynferðislegt rándýr“, en þeir sem halda áfram að vera samsekir honum eru einnig hluti af vandanum,“ segir Crooks í Twitter færslu sinni. I understand the unfortunate position someone would be in to have to admit their father is a misogynist and a sexual predator, but those who remain complicit in his actions are also part of the problem. #metoo #TimesUp https://t.co/hCMUnuVUn6 https://t.co/ux6FEJ41tE— Rachel Crooks for Ohio (@RachelforOhio) February 26, 2018
Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum. 21. janúar 2017 21:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45
Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum. 21. janúar 2017 21:00