Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Birgir Olgeirsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. febrúar 2018 17:12 Ásmundur Einar Daðason. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði niðurstöðu á athugun velferðarráðuneytisins á máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, leiða í ljós að hvorki hann né Barnaverndarstofu hefðu brotið af sér. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði á þingfundi í dag hvers vegna niðurstaða þessarar athugunar hefði ekki legið fyrir áður en ríkisstjórnin ákvað að styðja Braga til framboðs í Barnaverndarréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Þorsteinn Víglundsson spurði einnig út í málið á þingi. Athugunin var sett í gang af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra í fyrra eftir að formenn barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu með kvörtunum á hendur Braga. Var hann meðal annars sakaður um óeðlileg afskipti í einstaka málum. Ásmundur sagðist sammála þeirri niðurstöðu velferðarráðuneytisins að ekkert brot hafi átt sér stað. Hann telur ekki þörf á frekari rannsókn á málinu en hefur óskað eftir fundi með velferðarnefnd. Þar mun hann gera nefndinni grein fyrir málinu og sitja fyrir svörum. Velferðarráðuneytið birti í dag fjögur bréf á vefsíðu sinni varðandi kvartanirnar vegna Braga. Bréfin eru skrifuð til barnaverndar Reykjavíkur, barnaverndar Kópavogs og barnaverndar Hafnarfjarðar en síðasta bréfið var sent á Braga og Barnaverndarstofu. Í bréfunum kemur fram að augljóslega liggi ekki sá trúnaður og það traust milli aðila í málaflokknum sem þarf að vera til staðar til að tryggja nauðsynlega virkni og framþróun. Þurfi því aðgerðir til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Í bréfunum kemur fram að í janúar á þessu ári hafi ráðuneytið átt tvo fundi með barnaverndarnefndum Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs þar sem farið var yfir málið í heild sinni. Í öllum fjórum bréfunum kemur meðal annars fram: „Vinna þarf að því að aðilar málaflokksins leggi ágreining sinn til hliðar og komi sér saman um ákveðnar samskiptareglur og vinni í sameiningu samkvæmt þeim að framgangi barnavernarstarfs. Ráðuneytið mun fela utanaðkomandi aðila að leiða til samtals og samráðs og miðla málum þannig að unnt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ásættanlega samskiptahætti og samstarf.“ Bréfin má finna hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir en bréf með niðurstöðunum hafa verið send á formenn barnaverndarnefndanna á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2018 14:04 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði niðurstöðu á athugun velferðarráðuneytisins á máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, leiða í ljós að hvorki hann né Barnaverndarstofu hefðu brotið af sér. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði á þingfundi í dag hvers vegna niðurstaða þessarar athugunar hefði ekki legið fyrir áður en ríkisstjórnin ákvað að styðja Braga til framboðs í Barnaverndarréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Þorsteinn Víglundsson spurði einnig út í málið á þingi. Athugunin var sett í gang af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra í fyrra eftir að formenn barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu með kvörtunum á hendur Braga. Var hann meðal annars sakaður um óeðlileg afskipti í einstaka málum. Ásmundur sagðist sammála þeirri niðurstöðu velferðarráðuneytisins að ekkert brot hafi átt sér stað. Hann telur ekki þörf á frekari rannsókn á málinu en hefur óskað eftir fundi með velferðarnefnd. Þar mun hann gera nefndinni grein fyrir málinu og sitja fyrir svörum. Velferðarráðuneytið birti í dag fjögur bréf á vefsíðu sinni varðandi kvartanirnar vegna Braga. Bréfin eru skrifuð til barnaverndar Reykjavíkur, barnaverndar Kópavogs og barnaverndar Hafnarfjarðar en síðasta bréfið var sent á Braga og Barnaverndarstofu. Í bréfunum kemur fram að augljóslega liggi ekki sá trúnaður og það traust milli aðila í málaflokknum sem þarf að vera til staðar til að tryggja nauðsynlega virkni og framþróun. Þurfi því aðgerðir til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Í bréfunum kemur fram að í janúar á þessu ári hafi ráðuneytið átt tvo fundi með barnaverndarnefndum Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs þar sem farið var yfir málið í heild sinni. Í öllum fjórum bréfunum kemur meðal annars fram: „Vinna þarf að því að aðilar málaflokksins leggi ágreining sinn til hliðar og komi sér saman um ákveðnar samskiptareglur og vinni í sameiningu samkvæmt þeim að framgangi barnavernarstarfs. Ráðuneytið mun fela utanaðkomandi aðila að leiða til samtals og samráðs og miðla málum þannig að unnt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ásættanlega samskiptahætti og samstarf.“ Bréfin má finna hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir en bréf með niðurstöðunum hafa verið send á formenn barnaverndarnefndanna á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2018 14:04 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15
Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir en bréf með niðurstöðunum hafa verið send á formenn barnaverndarnefndanna á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2018 14:04
Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42
Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent