Gerir sjónvarpsþætti um #metoo byltinguna Ritstjórn skrifar 26. febrúar 2018 20:30 Jennifer Lawrence tekur sér pásu frá leiklistinni. Glamour/Getty Leikkonan Jennifer Lawrence tilkynnti fyrir nokkru síðan að hún ætlar að taka sér árs pásu frá leiklistinni og nú er komi í ljós hvað hún ætlar að gera á þessu ári. Lawrence ætlar að gera heimildamynd um nýju kvennabyltingarnar sem hafa tröllriðið öllu undanfarna mánuði eins og #metoo, #timesup og um launajafnrétti kynjanna. Hún og fyrrum þáttastjórnandinn Cat Sadler frá E!, sem sagði starfi sínu lausu í fyrra eftir að upp komst að karlkynskollegar hennar voru á miklu hærri launum. Þegar Lawrence tilkynnti um pásuna sagðist hún ætla að einbeita sér að pólitík og nota rödd sína á þeim vettvangi. Þetta er heldur betur gott málefni að beina sjónum sínum að og rödd þeirra tveggja sterk. Lawrence og Sadler urðu vinkonur í lok seinasta árs þegar sú fyrrnefnda hafði samband við Sadler í kjölfarið á fréttum af launamisrétti hennar hjá E! sjónvarpstöðinni. Sagan segir að þær séu nú þegar komnar í samband við leikstjórann Stephanie Soechtig sem kannaði byssueign og ofbeldi í Bandaríkjunum í myndinni Under the Gun. Spennandi! Mest lesið Kinnalitur hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Með íslenska skartgripi á Sundance Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Ný herferð Balenciaga markar kaflaskil Glamour
Leikkonan Jennifer Lawrence tilkynnti fyrir nokkru síðan að hún ætlar að taka sér árs pásu frá leiklistinni og nú er komi í ljós hvað hún ætlar að gera á þessu ári. Lawrence ætlar að gera heimildamynd um nýju kvennabyltingarnar sem hafa tröllriðið öllu undanfarna mánuði eins og #metoo, #timesup og um launajafnrétti kynjanna. Hún og fyrrum þáttastjórnandinn Cat Sadler frá E!, sem sagði starfi sínu lausu í fyrra eftir að upp komst að karlkynskollegar hennar voru á miklu hærri launum. Þegar Lawrence tilkynnti um pásuna sagðist hún ætla að einbeita sér að pólitík og nota rödd sína á þeim vettvangi. Þetta er heldur betur gott málefni að beina sjónum sínum að og rödd þeirra tveggja sterk. Lawrence og Sadler urðu vinkonur í lok seinasta árs þegar sú fyrrnefnda hafði samband við Sadler í kjölfarið á fréttum af launamisrétti hennar hjá E! sjónvarpstöðinni. Sagan segir að þær séu nú þegar komnar í samband við leikstjórann Stephanie Soechtig sem kannaði byssueign og ofbeldi í Bandaríkjunum í myndinni Under the Gun. Spennandi!
Mest lesið Kinnalitur hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Með íslenska skartgripi á Sundance Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Ný herferð Balenciaga markar kaflaskil Glamour