Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2018 06:00 Xi Jinping nýtur mikillar hylli í heimalandinu. Vísir/AFP Kommúnistaflokkur Kína hefur lagt til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin myndi gera sitjandi forseta, Xi Jinping, kleift að sitja á valdastóli eins og ævi hans leyfir. Staða forsetans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Fyrri leiðtogar flokksins höfðu fengið ýmsar hugmyndir og stefnur í stjórnarskrá flokksins en Xi er sá fyrsti síðan Maó Zedong var og hét sem fær nafn sitt og sérstaka hugmyndafræði festa í plaggið. „Miðstjórn Kínverska kommúnistaflokksins leggur til að ákvæði þess efnis að forseti og varaforseti lýðveldisins Kína „skuli ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil“ verði fellt úr stjórnarskrá landsins,“ segir í tilkynningu frá Kommúnistaflokknum. Kínverska þingið mun þurfa að samþykkja breytinguna en flestir telja að það muni aðeins vera formsatriði. Xi, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Hann gekk í flokkinn árið 1974 og hefur síðan þá klifið til æðstu metorða innan hans. Árið 2013 varð hann forseti landsins en síðan þá hefur hagvöxtur í Kína verið gífurlegur og barist hefur verið gegn spillingu í landinu. Á móti hefur þjóðernishyggju vaxið ásmegin og mannréttindi eru reglulega fótum troðin. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum. Ráðamenn í flokknum hafa sagt í kínverskum miðlum að ekki sé stefnt að því að forsetinn verði ævikjörinn en hins vegar liggi ekki fyrir hve lengi er gert ráð fyrir að hann sitji. Ýmsir hræðast breytinguna og það sem hún gæti haft í för með sér. „Ég tel að hann muni verða keisari síðar meir,“ hefur AFP eftir Willy Lam, stjórnmálafræðiprófessor í kínverska háskólanum í Hong Kong. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Kommúnistaflokkur Kína hefur lagt til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin myndi gera sitjandi forseta, Xi Jinping, kleift að sitja á valdastóli eins og ævi hans leyfir. Staða forsetans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Fyrri leiðtogar flokksins höfðu fengið ýmsar hugmyndir og stefnur í stjórnarskrá flokksins en Xi er sá fyrsti síðan Maó Zedong var og hét sem fær nafn sitt og sérstaka hugmyndafræði festa í plaggið. „Miðstjórn Kínverska kommúnistaflokksins leggur til að ákvæði þess efnis að forseti og varaforseti lýðveldisins Kína „skuli ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil“ verði fellt úr stjórnarskrá landsins,“ segir í tilkynningu frá Kommúnistaflokknum. Kínverska þingið mun þurfa að samþykkja breytinguna en flestir telja að það muni aðeins vera formsatriði. Xi, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Hann gekk í flokkinn árið 1974 og hefur síðan þá klifið til æðstu metorða innan hans. Árið 2013 varð hann forseti landsins en síðan þá hefur hagvöxtur í Kína verið gífurlegur og barist hefur verið gegn spillingu í landinu. Á móti hefur þjóðernishyggju vaxið ásmegin og mannréttindi eru reglulega fótum troðin. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum. Ráðamenn í flokknum hafa sagt í kínverskum miðlum að ekki sé stefnt að því að forsetinn verði ævikjörinn en hins vegar liggi ekki fyrir hve lengi er gert ráð fyrir að hann sitji. Ýmsir hræðast breytinguna og það sem hún gæti haft í för með sér. „Ég tel að hann muni verða keisari síðar meir,“ hefur AFP eftir Willy Lam, stjórnmálafræðiprófessor í kínverska háskólanum í Hong Kong.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira