Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 13:08 Bjarni Benediktsson í Víglínunni fyrr í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Víglínunni fyrr í dag að hann væri sammála Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að umræðu um kjarasamninga. Alþýðusamband Íslands hefur sagt forsendubrest hafa orðið á kjarasamningum og að heimild til uppsagnar á þeim fyrir lok febrúar sé enn í gildi. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að kaupmáttur lægstu launa hefur aukist um 25 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verði þrjú hundruð þúsund í maí verði samningarnir látnir standa. Bjarni Benediktsson benti á að á síðustu árum hafi tekist að stórbæta kjör hjá öllum Íslendingum og þar vísaði hann til kaupmáttaraukningar. Bjarni sagði ekki víst að það muni nást jafn mikil kaupmáttaraukning á næstu árum og á síðustu fjórum til fimm árum. Bjarni sagði ríkisstjórnina hafa átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins undanfarnar vikur með það að markmiði að skilja betur hvaða kröfur eru uppi og með þeirri von að hægt sé að finna sameiginlegan flöt þannig að hægt sé að ganga samstíga fram veginn og vinna að stöðugleika. Nefndi Bjarni þar sérstaklega að mikilvægt sé að halda verðbólgu niðri og auka kaupmátt. Sagði hann alla finna það hversu miklu máli það skiptir að verðlag sé ekki alltaf hækkandi. Bjarni sagði að mörg teikn væru á lofti um að andrúmsloftið á vinnumarkaði væri að róast og nefndi sem dæmi nokkra samninga sem náðst hafa við nokkrar stéttir að undanförnu, þar á meðal lækna og flugmenn. Kjaramál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Víglínunni fyrr í dag að hann væri sammála Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að umræðu um kjarasamninga. Alþýðusamband Íslands hefur sagt forsendubrest hafa orðið á kjarasamningum og að heimild til uppsagnar á þeim fyrir lok febrúar sé enn í gildi. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að kaupmáttur lægstu launa hefur aukist um 25 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verði þrjú hundruð þúsund í maí verði samningarnir látnir standa. Bjarni Benediktsson benti á að á síðustu árum hafi tekist að stórbæta kjör hjá öllum Íslendingum og þar vísaði hann til kaupmáttaraukningar. Bjarni sagði ekki víst að það muni nást jafn mikil kaupmáttaraukning á næstu árum og á síðustu fjórum til fimm árum. Bjarni sagði ríkisstjórnina hafa átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins undanfarnar vikur með það að markmiði að skilja betur hvaða kröfur eru uppi og með þeirri von að hægt sé að finna sameiginlegan flöt þannig að hægt sé að ganga samstíga fram veginn og vinna að stöðugleika. Nefndi Bjarni þar sérstaklega að mikilvægt sé að halda verðbólgu niðri og auka kaupmátt. Sagði hann alla finna það hversu miklu máli það skiptir að verðlag sé ekki alltaf hækkandi. Bjarni sagði að mörg teikn væru á lofti um að andrúmsloftið á vinnumarkaði væri að róast og nefndi sem dæmi nokkra samninga sem náðst hafa við nokkrar stéttir að undanförnu, þar á meðal lækna og flugmenn.
Kjaramál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira