Snorri Einarsson lauk ekki keppni í síðustu grein sinni á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu. Hann hætti eftir níu kílómetra af 50km skíðagöngu.
Snorri var með rásnúmer 44 en þegar hann hætti var hann í 57. sæti af 71 keppanda. Hann endaði í 56. sæti í báðum hinum greinunum sem hann keppti í 15km göngu með frjálsri aðferð og 30km skiptigöngu.
Íslensku keppendurnir hafa nú lokið keppni á leikunum en þeim lýkur á morgun, sunnudag.
Hinn finnski Iivo Niskanen frá Finnlandi vann gönguna í morgun en hann gekk vegalengdina á 2:08.22 klst, 18,7 sekúndum á undan Alexander Bolshunov frá Rússlandi.
Snorri kláraði ekki 50km gönguna
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn