Fær að minnsta kosti að borða í himnaríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. febrúar 2018 21:00 Börn fá aðhlynningu á bráðabirgðasjúkrahúsi í Austur-Ghouta eftir árásir Assad-liða. Vísir/Epa „Ég er að bíða eftir að sonur minn deyi. Þá verður hann allavega laus við sársaukann. Ég var bara að reyna að baka brauð fyrir hann þegar þakið á húsinu okkar hrundi. Hann er að fara beint til himna. Það er að minnsta kosti matur á himnum.“ Þetta sagði móðir sjúklings í myndbandi sem BBC birti í gær en miðillinn fylgdist með störfum læknisins Amani Balour í Austur-Ghouta í Sýrlandi. Árásir bandamanna Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, á Austur-Ghouta héldu áfram í gær og hafa nú að minnsta kosti 462 farist eftir að Assad-liðar settu aukinn þunga í sókn sína á sunnudaginn. Stór hluti hinna látnu var á barnsaldri. Svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus og er umkringt yfirráðasvæðum stjórnarliða. Eru því um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta þar sem hjálparsamtök segja að matur, vatn, lyf og aðrar nauðsynjavörur séu á þrotum. Á annan tug sjúkrahúsa hafa orðið fyrir sprengjum svo illa gengur að koma særðum undir læknishendur. Samtökin Læknar án landamæra sögðu í yfirlýsingu í gær að árásir stjórnarliða kæmu í veg fyrir að samtökin gætu aðstoðað íbúa. Blóðbankinn væri tómur, sýklalyf og deyfilyf ekki til. Til stóð að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gengi til atkvæðagreiðslu í gær um ályktun um vopnahlé í Sýrlandi en henni var frestað til dagsins í dag að því er Al Jazeera greinir frá. Í drögunum, sem Kúveit og Svíþjóð lögðu fram, er kveðið á um þrjátíu daga vopnahlé í öllu Sýrlandi sem myndi hefjast þremur sólarhringum eftir samþykkt ályktunarinnar. Tveimur sólarhringum eftir það myndu hjálparsamtök flytja nauðsynjar til íbúa og flytja særða á brott. Enn fremur segir í drögunum að 5,6 milljónir Sýrlendinga þurfi aðstoð. Einnig er kveðið á um að vopnahléið nái ekki til hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og al-Nusra, fyrrverandi bandamanna al-Kaída. Rússar, sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu, vilja ganga lengra og sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að útiloka þyrfti samtök sem ynnu með þeim fyrrnefndum samtökum og þeim sem hefðu skotið á Damaskus. Fyrri vopnahlé hafa sjaldan borið mikinn árangur, að því er kemur fram í umfjöllun Reuters. Viðræður Rússa við önnur ríki sem eiga sæti í ráðinu voru ástæða frestunarinnar. Sagði Mansour Ayyad al-Otaibi, sendiherra Kúveits, við Reuters í gær að unnið væri enn að nokkrum greinum. Kröfu Rússa er hægt að túlka þannig að þeir vilji að tvær stærstu fylkingar uppreisnarmanna í Austur-Ghouta verði líka útilokaðar. Þær eru annars vegar Jaish al-Islam og andstæðingar þeirra í Faylaq al-Rahman. Síðarnefnda hreyfingin hefur áður barist við hlið öfgasamtakanna Hayat Tahrir al-Sham sem er undir forystu al-Nusra. „Við höfum ekki fengið það tryggt að uppreisnarmenn haldi ekki áfram að skjóta á íbúabyggðir í Damaskus,“ sagði Lavrov í yfirlýsingu um viðræðurnar í gær. Sagði hann að Rússar væru tilbúnir að samþykkja drögin en ekki í óbreyttri mynd. „Til þess að ályktunin beri árangur leggjum við til breytingar sem myndu tryggja raunverulegt vopnahlé. Tillögur okkar krefjast ákveðinna trygginga frá þeim sem eru innan Austur-Ghouta jafnt sem utan,“ sagði Lavrov. Vesturveldunum í öryggisráðinu þótti lítið til um málflutning Rússa. Ef marka má frétt BBC grunar vesturveldin að Rússar hafi einfaldlega verið að reyna að tefja ferlið svo stjórnarherinn gæti unnið fullnaðarsigur og tekið Austur-Ghouta af uppreisnarmönnum. Kölluðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland eftir því að ályktunin yrði samþykkt tafarlaust. Birtist í Fréttablaðinu Kúveit Sýrland Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
„Ég er að bíða eftir að sonur minn deyi. Þá verður hann allavega laus við sársaukann. Ég var bara að reyna að baka brauð fyrir hann þegar þakið á húsinu okkar hrundi. Hann er að fara beint til himna. Það er að minnsta kosti matur á himnum.“ Þetta sagði móðir sjúklings í myndbandi sem BBC birti í gær en miðillinn fylgdist með störfum læknisins Amani Balour í Austur-Ghouta í Sýrlandi. Árásir bandamanna Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, á Austur-Ghouta héldu áfram í gær og hafa nú að minnsta kosti 462 farist eftir að Assad-liðar settu aukinn þunga í sókn sína á sunnudaginn. Stór hluti hinna látnu var á barnsaldri. Svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus og er umkringt yfirráðasvæðum stjórnarliða. Eru því um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta þar sem hjálparsamtök segja að matur, vatn, lyf og aðrar nauðsynjavörur séu á þrotum. Á annan tug sjúkrahúsa hafa orðið fyrir sprengjum svo illa gengur að koma særðum undir læknishendur. Samtökin Læknar án landamæra sögðu í yfirlýsingu í gær að árásir stjórnarliða kæmu í veg fyrir að samtökin gætu aðstoðað íbúa. Blóðbankinn væri tómur, sýklalyf og deyfilyf ekki til. Til stóð að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gengi til atkvæðagreiðslu í gær um ályktun um vopnahlé í Sýrlandi en henni var frestað til dagsins í dag að því er Al Jazeera greinir frá. Í drögunum, sem Kúveit og Svíþjóð lögðu fram, er kveðið á um þrjátíu daga vopnahlé í öllu Sýrlandi sem myndi hefjast þremur sólarhringum eftir samþykkt ályktunarinnar. Tveimur sólarhringum eftir það myndu hjálparsamtök flytja nauðsynjar til íbúa og flytja særða á brott. Enn fremur segir í drögunum að 5,6 milljónir Sýrlendinga þurfi aðstoð. Einnig er kveðið á um að vopnahléið nái ekki til hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og al-Nusra, fyrrverandi bandamanna al-Kaída. Rússar, sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu, vilja ganga lengra og sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að útiloka þyrfti samtök sem ynnu með þeim fyrrnefndum samtökum og þeim sem hefðu skotið á Damaskus. Fyrri vopnahlé hafa sjaldan borið mikinn árangur, að því er kemur fram í umfjöllun Reuters. Viðræður Rússa við önnur ríki sem eiga sæti í ráðinu voru ástæða frestunarinnar. Sagði Mansour Ayyad al-Otaibi, sendiherra Kúveits, við Reuters í gær að unnið væri enn að nokkrum greinum. Kröfu Rússa er hægt að túlka þannig að þeir vilji að tvær stærstu fylkingar uppreisnarmanna í Austur-Ghouta verði líka útilokaðar. Þær eru annars vegar Jaish al-Islam og andstæðingar þeirra í Faylaq al-Rahman. Síðarnefnda hreyfingin hefur áður barist við hlið öfgasamtakanna Hayat Tahrir al-Sham sem er undir forystu al-Nusra. „Við höfum ekki fengið það tryggt að uppreisnarmenn haldi ekki áfram að skjóta á íbúabyggðir í Damaskus,“ sagði Lavrov í yfirlýsingu um viðræðurnar í gær. Sagði hann að Rússar væru tilbúnir að samþykkja drögin en ekki í óbreyttri mynd. „Til þess að ályktunin beri árangur leggjum við til breytingar sem myndu tryggja raunverulegt vopnahlé. Tillögur okkar krefjast ákveðinna trygginga frá þeim sem eru innan Austur-Ghouta jafnt sem utan,“ sagði Lavrov. Vesturveldunum í öryggisráðinu þótti lítið til um málflutning Rússa. Ef marka má frétt BBC grunar vesturveldin að Rússar hafi einfaldlega verið að reyna að tefja ferlið svo stjórnarherinn gæti unnið fullnaðarsigur og tekið Austur-Ghouta af uppreisnarmönnum. Kölluðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland eftir því að ályktunin yrði samþykkt tafarlaust.
Birtist í Fréttablaðinu Kúveit Sýrland Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent