Tillagan er gerð í tilefni þess að Guðmundur hefur ákveðið á grundvelli stjórnsýslulaga að víkja sæti við meðferð og töku ákvarðana sem varða félagasamtökin Landvernd, þar sem ráðherrann hafi á þeim tíma er málin bárust umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, gegnt stöðu framkvæmdastjóra félagsins.
Um er að ræða eftirfarandi mál:
- Erindi Landverndar, dags. 23. maí 2017, þar sem skortur á eftirliti Umhverfisstofnunar með framkvæmdum Landsnets hf., við lagningu háspennulínu frá Kröflu, Þeistareykjum að Bakka, er kærður.
- Erindi Landverndar, dags. 12. september 2017, þar sem farið er fram á að umhverfis- og auðlindaráðuneytið fjalli um lögmæti álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar.
- Umsóknir Landverndar til umhverfis- og auðlindaráðuneytis um verkefnastyrki, dags. 18. – 22. nóvember 2017, ásamt umsóknum annarra aðila um styrkina.
- Erindi nokkurra eigenda Reykjahlíðar í Mývatnssveit, dags. 8. desember 2017, um fyrirhugaðar friðlýsingar á jörðinni.