Kornið sem fyllt mælinn: Sagði leikmenn vera búna að bóka flugmiða heim fyrir Íslandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 15:39 Íslensku leikmennirnir eftir Serbíuleikinn. Vísir/Ernir Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta hafa komið fram og sagt frá ótrúlegri framgöngu landsliðsþjálfara síns á meðan Evrópumótið í handbolta fór fram í Króatía. Það var mikið í gangi á bak við tjöldin hjá liðinu sem sendi strákana okkar heim af mótinu. Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta stigu fram og sendu frá sér yfirlýsingu eftir að landsliðsþjálfarinn Jovica Cvetkovic hafði kennt hegðun þeirra og ófagmennsku um hvernig fór á EM. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins. Það sem fór hvað mest fyrir brjóstið á leikmönnunum var það það Jovica Cvetkovic sagði að sjö leikmenn liðsins hafi verið búnir að breyta flugmiðanum sínum fyrir lokaleik riðlakeppninnar á móti Íslandi. Þetta átti að þýða að þeir voru búnir að gefast upp fyrir leikinn og bóka heimferðina fyrr. Serbarnir höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu með samtals fimmtán mörkum. Íslenska landsliðinu nægði jafntefli til að komast áfram í milliriðilinn en tapaði leiknum og sat eftir. Serbarnir fóru hinsvegar áfram í milliriðilinn þar sem þeir töpuðu öllum leikjunum sínum. Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu í raun á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb og þessar fréttir af þjálfaranum.Jovica Cvetkovic á hliðarlínunni á móti Íslandi.Vísir/ErnirLeikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum. Leikmennirnir Petar Nenadic, Darko Đukic, Dobrivoje Markovic and Nemanja Zelenovic áttu einnig að hafa farið á næturklúbb á miðju Evrópumótinu. Íslenska liðið fjórum mörkum yfir á móti Serbum, 20-16, þegar aðeins 19 mínútur voru eftir en íslensku strákarnir töpuðu lokakaflanum með sjö marka mun, 6-13. Serbar unnu þessar tæpu tuttugu mínútur þannig með sjö mörkum (13-6) en hafa tapað hinum 340 mínútunum á mótinu með 38 mörkum.Leikir Serba á EM í Króatíu 2018: 10 marka tap á móti Króatíu (22-32) 5 marka tap á móti Svíþjóð (25-30) 3 marka sigur á Íslandi (29-26) 5 marka tap á móti Noregi (27-32) 9 marka tap á móti Frakklandi (30-39) 5 marka tap á móti Hvíta Rússlandi (27-32)Serbar á EM í Króatíu 2018: Síðustu 20 mínúturnar á móti Íslandi: +7 (13-6) Hinar 340 mínúturnar á Evrópumótinu: -38 (147-185) EM 2018 í handbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira
Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta hafa komið fram og sagt frá ótrúlegri framgöngu landsliðsþjálfara síns á meðan Evrópumótið í handbolta fór fram í Króatía. Það var mikið í gangi á bak við tjöldin hjá liðinu sem sendi strákana okkar heim af mótinu. Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta stigu fram og sendu frá sér yfirlýsingu eftir að landsliðsþjálfarinn Jovica Cvetkovic hafði kennt hegðun þeirra og ófagmennsku um hvernig fór á EM. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins. Það sem fór hvað mest fyrir brjóstið á leikmönnunum var það það Jovica Cvetkovic sagði að sjö leikmenn liðsins hafi verið búnir að breyta flugmiðanum sínum fyrir lokaleik riðlakeppninnar á móti Íslandi. Þetta átti að þýða að þeir voru búnir að gefast upp fyrir leikinn og bóka heimferðina fyrr. Serbarnir höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu með samtals fimmtán mörkum. Íslenska landsliðinu nægði jafntefli til að komast áfram í milliriðilinn en tapaði leiknum og sat eftir. Serbarnir fóru hinsvegar áfram í milliriðilinn þar sem þeir töpuðu öllum leikjunum sínum. Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu í raun á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb og þessar fréttir af þjálfaranum.Jovica Cvetkovic á hliðarlínunni á móti Íslandi.Vísir/ErnirLeikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum. Leikmennirnir Petar Nenadic, Darko Đukic, Dobrivoje Markovic and Nemanja Zelenovic áttu einnig að hafa farið á næturklúbb á miðju Evrópumótinu. Íslenska liðið fjórum mörkum yfir á móti Serbum, 20-16, þegar aðeins 19 mínútur voru eftir en íslensku strákarnir töpuðu lokakaflanum með sjö marka mun, 6-13. Serbar unnu þessar tæpu tuttugu mínútur þannig með sjö mörkum (13-6) en hafa tapað hinum 340 mínútunum á mótinu með 38 mörkum.Leikir Serba á EM í Króatíu 2018: 10 marka tap á móti Króatíu (22-32) 5 marka tap á móti Svíþjóð (25-30) 3 marka sigur á Íslandi (29-26) 5 marka tap á móti Noregi (27-32) 9 marka tap á móti Frakklandi (30-39) 5 marka tap á móti Hvíta Rússlandi (27-32)Serbar á EM í Króatíu 2018: Síðustu 20 mínúturnar á móti Íslandi: +7 (13-6) Hinar 340 mínúturnar á Evrópumótinu: -38 (147-185)
EM 2018 í handbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira