Útlendinganefnd leysi lýðræðisvandann? Ögmundur Jónasson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Þegar borgaryfirvöld tóku tilneydd að velta því fyrir sér hvernig brjóta mætti niður lýðræðislegan vilja Reykvíkinga til að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýrinni í Reykjavík varð niðurstaða sú að skipa nefnd til að finna nýja staðsetningu fyrir flugvöllinn – en þó á höfuðborgarsvæðinu. Að sjálfsögðu ætti að virða vilja Reykvíkinga um flugvöll í Reykjavík! Hann ætti bara ekki að þvælast fyrir fasteignabröskurum sem vildu byggja á verðmætasta byggingalandinu svo vísað sé í nýlegan leiðara Fréttablaðsins. Þar var líka talað um hnúta sem þyrfti að leysa og skotgrafir sem þyrfti að komast upp úr. Og hvernig? Með því að fá nefnd útlendinga sem hefði skýrt umboð: „Stjórnmálamenn verða að una niðurstöðunum“, sagði leiðarahöfundur.Staðráðin að virða ekki meirihlutaviljann Allt orkar þetta nú heldur tvímælis. Ítrekaðar skoðanakannanir á mörgum undanförnum árum hafa bent til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna – einnig yfirgnæfandi meirihluti Reykjavíkinga – vill hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Hvaða hnút þarf þá að höggva á? Hnúturinn sem þarf að leysa er sá vandi sem lýðræðið skapar borgaryfirvöldum í þessu máli. Löngu er nefnilega orðið ljóst að meirihlutaviljann á ekki að virða.Illa gert gagnvart Rögnu Alltaf finnst mér það heldur illa gert gagnvart þeirri ágætu konu, Rögnu Árnadóttur, að kenna við hennar nafn rannsóknarnefnd sem hún var í forsvari fyrir og kom fram með einhverja alvafasömustu tillögu sem fram hefur komið í þessu máli. Nefndinni var falið að kanna hvað væri skásti kosturinn fyrir flugvöll innan höfuðborgarsvæðisins ef flugvöllurinn yrði fluttur úr Vatnsmýrinni – nota bene ekki hver væri besti kosturinn fyrir innanlandsflugvöll, heldur hvar á höfuðborgarsvæðinu mætti koma flugvelli fyrir ef hann yrði hrakinn úr Vatnsmýrinni. Þannig varð til hugmyndin um Hvassahraun.Vilja loka málinu þvert á almannavilja En til þess að reka smiðshöggið á þessa ráðagerð er svo að skilja að ríkisstjórnin hyggist nú fá útlenda menn til að koma með tillöguna og hafi leiðarahöfundur Fréttablaðsins sitt fram yrði málinu þar með lokað. Una verði niðurstöðum aðkeyptra málaliða! En það eru ekki bara braskararnir sem myndu hrósa sigri.Hvernig flugfélögin vilja ráðstafa skattfé Talsmenn flugfélaganna segja að þeir geti vel hugsað sér að láta skattborgara landsins kosta nýjan flugvöll í Hvassahrauni með öllu tilheyrandi. Fjármunum sé betur varið þannig en sóa þeim í menntun barnanna og umönnun aldraðra. Svo sé Reykjanesið varla til annars en að slétta það og malbika. Þarna held ég nú samt að einhverjir eigi eftir að rísa upp. Reykjanesið er nefnilega með fegurstu landsvæðum Íslands. Hver hefur ekki ekið með ferðamenn frá Keflavíkurflugvelli og orðið vitni að hrifningu þeirra af úfnu hrauninu sem ekið er um.Förum vel með landið Við eigum að fara vel með landið okkar og varast í lengstu lög að ráðast í óafturkræf landspjöll. Síðan er náttúrlega hitt að svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll – Miðnesheiðin – býður upp á talsverða möguleika á útvíkkun og þá einnig fyrir innanlandsflugið ef í harðbakkann slær.Vatnsmýrin og Manhattan Og síðan er það braskið. Ég hef áður vakið á því athygli að á ólíklegustu stöðum hafa menn staðist áhlaup byggingabraskara eða hvað skyldi leiðarahöfundur Fréttablaðsins segja um verðmæti byggingalandsins í Hyde Park í London eða Central Park á Manhattan í New York. Seint myndu íbúar þessara borga sætta sig við að „útlendinganefnd“ svipti þá valdi yfir þessum opnu svæðum sem gráðugustu braskarar jarðkringlunnar hafa lengi rennt girndaraugum til.Höfundur er fv. alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar borgaryfirvöld tóku tilneydd að velta því fyrir sér hvernig brjóta mætti niður lýðræðislegan vilja Reykvíkinga til að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýrinni í Reykjavík varð niðurstaða sú að skipa nefnd til að finna nýja staðsetningu fyrir flugvöllinn – en þó á höfuðborgarsvæðinu. Að sjálfsögðu ætti að virða vilja Reykvíkinga um flugvöll í Reykjavík! Hann ætti bara ekki að þvælast fyrir fasteignabröskurum sem vildu byggja á verðmætasta byggingalandinu svo vísað sé í nýlegan leiðara Fréttablaðsins. Þar var líka talað um hnúta sem þyrfti að leysa og skotgrafir sem þyrfti að komast upp úr. Og hvernig? Með því að fá nefnd útlendinga sem hefði skýrt umboð: „Stjórnmálamenn verða að una niðurstöðunum“, sagði leiðarahöfundur.Staðráðin að virða ekki meirihlutaviljann Allt orkar þetta nú heldur tvímælis. Ítrekaðar skoðanakannanir á mörgum undanförnum árum hafa bent til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna – einnig yfirgnæfandi meirihluti Reykjavíkinga – vill hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Hvaða hnút þarf þá að höggva á? Hnúturinn sem þarf að leysa er sá vandi sem lýðræðið skapar borgaryfirvöldum í þessu máli. Löngu er nefnilega orðið ljóst að meirihlutaviljann á ekki að virða.Illa gert gagnvart Rögnu Alltaf finnst mér það heldur illa gert gagnvart þeirri ágætu konu, Rögnu Árnadóttur, að kenna við hennar nafn rannsóknarnefnd sem hún var í forsvari fyrir og kom fram með einhverja alvafasömustu tillögu sem fram hefur komið í þessu máli. Nefndinni var falið að kanna hvað væri skásti kosturinn fyrir flugvöll innan höfuðborgarsvæðisins ef flugvöllurinn yrði fluttur úr Vatnsmýrinni – nota bene ekki hver væri besti kosturinn fyrir innanlandsflugvöll, heldur hvar á höfuðborgarsvæðinu mætti koma flugvelli fyrir ef hann yrði hrakinn úr Vatnsmýrinni. Þannig varð til hugmyndin um Hvassahraun.Vilja loka málinu þvert á almannavilja En til þess að reka smiðshöggið á þessa ráðagerð er svo að skilja að ríkisstjórnin hyggist nú fá útlenda menn til að koma með tillöguna og hafi leiðarahöfundur Fréttablaðsins sitt fram yrði málinu þar með lokað. Una verði niðurstöðum aðkeyptra málaliða! En það eru ekki bara braskararnir sem myndu hrósa sigri.Hvernig flugfélögin vilja ráðstafa skattfé Talsmenn flugfélaganna segja að þeir geti vel hugsað sér að láta skattborgara landsins kosta nýjan flugvöll í Hvassahrauni með öllu tilheyrandi. Fjármunum sé betur varið þannig en sóa þeim í menntun barnanna og umönnun aldraðra. Svo sé Reykjanesið varla til annars en að slétta það og malbika. Þarna held ég nú samt að einhverjir eigi eftir að rísa upp. Reykjanesið er nefnilega með fegurstu landsvæðum Íslands. Hver hefur ekki ekið með ferðamenn frá Keflavíkurflugvelli og orðið vitni að hrifningu þeirra af úfnu hrauninu sem ekið er um.Förum vel með landið Við eigum að fara vel með landið okkar og varast í lengstu lög að ráðast í óafturkræf landspjöll. Síðan er náttúrlega hitt að svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll – Miðnesheiðin – býður upp á talsverða möguleika á útvíkkun og þá einnig fyrir innanlandsflugið ef í harðbakkann slær.Vatnsmýrin og Manhattan Og síðan er það braskið. Ég hef áður vakið á því athygli að á ólíklegustu stöðum hafa menn staðist áhlaup byggingabraskara eða hvað skyldi leiðarahöfundur Fréttablaðsins segja um verðmæti byggingalandsins í Hyde Park í London eða Central Park á Manhattan í New York. Seint myndu íbúar þessara borga sætta sig við að „útlendinganefnd“ svipti þá valdi yfir þessum opnu svæðum sem gráðugustu braskarar jarðkringlunnar hafa lengi rennt girndaraugum til.Höfundur er fv. alþingismaður
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun