Ekki lengur dóttir morðingja Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 19:30 Ákvörðun setts ríkissaksóknara í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins um að krefjast þess að sakborningarnir verði sýknaðir er eins og sýkna á lífi Kristínar Önnu Tryggvadóttur, dóttur Tryggva Rúnars Leifssonar. Í viðtali við Stöð 2 í kvöld sagði hún það létti að vera ekki lengur dóttir morðingja. Kristín Anna sagði að hún hafi lengi falið þá staðreynd að hún væri dóttir Tryggva Rúnars en hann var sakfelldur fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar árið 1974. Málið hafi haft mikil áhrif á hana, jafnvel meiri en hún myndi nokkru sinni gera sér grein fyrir. Aðeins fimm eða sex ár séu liðin frá því að hún kom fyrst fram sem hún sjálf, sem dóttir Tryggva Rúnars. Hann lést árið 2009. „Þó að þetta tengist pabbba mínum er þetta líka viss sýknun á mitt líf því ég er búin að ganga með þetta. Í dag er ég allavegana ekki dóttir morðingjans samkvæmt þessu. Það er léttir,“ sagði Kristín Anna í viðtalinu.Vonast til að fjölskyldurnar fái einhvern tímann sálarró Auk Tryggva Rúnars krefst Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu, að Sævar Marinó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Guðmundar og að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenningana með því að aðstoða þá við að losa sig við lík Guðmundar. Eins er farið fram á að Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Geirfinns Einarssonar í nóvember árið 1974. Sævar lést árið 2011. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist. Kristín Anna sagði að henni þætti leitt að hugsa til fjölskyldna þeirra nú. „Þau fá ekki sömu lokun og við fáum í dag. Vonandi fá þau hana einhvern tímann en við erum búin að fá það sem við vorum að sækjast eftir í dag. Þau sitja eftir og hafa ekki hugmynd um hvað varð um mennina sína. Það finnst mér leiðinlegt. Mér finnst leiðinlegt að hugsa til þess. Ég veit hvernig það er að vera í svona óvissu,“ sagði Kristín Anna. Spurð að því hvort að hún myndi fylgja málinu eftir eða sækjast eftir skaðabætum sagði Kristín Anna að hún vissi ekki hvort að hægt væri að falast eftir bótum fyrir látna menn. „Við urðum að fara fram á lagabreytingu til að fá að endurupptaka málið. Ég hef ekki hugmynd um það eins og staðan er núna hvort að hægt verður að sækja skaðabætur,“ sagði hún. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira
Ákvörðun setts ríkissaksóknara í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins um að krefjast þess að sakborningarnir verði sýknaðir er eins og sýkna á lífi Kristínar Önnu Tryggvadóttur, dóttur Tryggva Rúnars Leifssonar. Í viðtali við Stöð 2 í kvöld sagði hún það létti að vera ekki lengur dóttir morðingja. Kristín Anna sagði að hún hafi lengi falið þá staðreynd að hún væri dóttir Tryggva Rúnars en hann var sakfelldur fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar árið 1974. Málið hafi haft mikil áhrif á hana, jafnvel meiri en hún myndi nokkru sinni gera sér grein fyrir. Aðeins fimm eða sex ár séu liðin frá því að hún kom fyrst fram sem hún sjálf, sem dóttir Tryggva Rúnars. Hann lést árið 2009. „Þó að þetta tengist pabbba mínum er þetta líka viss sýknun á mitt líf því ég er búin að ganga með þetta. Í dag er ég allavegana ekki dóttir morðingjans samkvæmt þessu. Það er léttir,“ sagði Kristín Anna í viðtalinu.Vonast til að fjölskyldurnar fái einhvern tímann sálarró Auk Tryggva Rúnars krefst Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu, að Sævar Marinó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Guðmundar og að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenningana með því að aðstoða þá við að losa sig við lík Guðmundar. Eins er farið fram á að Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Geirfinns Einarssonar í nóvember árið 1974. Sævar lést árið 2011. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist. Kristín Anna sagði að henni þætti leitt að hugsa til fjölskyldna þeirra nú. „Þau fá ekki sömu lokun og við fáum í dag. Vonandi fá þau hana einhvern tímann en við erum búin að fá það sem við vorum að sækjast eftir í dag. Þau sitja eftir og hafa ekki hugmynd um hvað varð um mennina sína. Það finnst mér leiðinlegt. Mér finnst leiðinlegt að hugsa til þess. Ég veit hvernig það er að vera í svona óvissu,“ sagði Kristín Anna. Spurð að því hvort að hún myndi fylgja málinu eftir eða sækjast eftir skaðabætum sagði Kristín Anna að hún vissi ekki hvort að hægt væri að falast eftir bótum fyrir látna menn. „Við urðum að fara fram á lagabreytingu til að fá að endurupptaka málið. Ég hef ekki hugmynd um það eins og staðan er núna hvort að hægt verður að sækja skaðabætur,“ sagði hún.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10