Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 17:33 Eyjólfur Magnús er forstjóri gagnavera Advania. Hann segir að innbrotið hafi ekki sett stórt strik í reikninginn í framkvæmdum við nýbyggingu á svæðinu. Vísir/Anton Brink Forstjóri gagnavera Advania telur líklegt að myndir úr öryggismyndavélum við gagnaver fyrirtækisins í Reykjanesbæ hafi komið lögreglu á spor þjófa sem stálu verðmætum tækjabúnaði þaðan og úr öðru gagnaveri í síðasta mánuði. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því fyrr í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið í desember og janúar. Í tilkynningu frá Advania kemur fram að þjófarnir hafi meðal annars brotist inn í nýbyggingu á framkvæmdasvæði við gagnver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ um miðjan janúar. Nokkrir menn brutust inn í álmu í gagnaverinu sem ekki var tilbúin að fullu og höfðu á brott verðmætan tækjabúnað. Ekki var um að ræða búnað sem geymir gögn og því var aðeins um fjárhagslegt tjón að ræða, að sögn fyrirtækisins. Málið er sagt rannsakað sem skipulögð glæpastarfsemi. Að ósk lögreglu var ekki unnt að upplýsa um innbrotið fyrr en nú.Minnstu stolið frá AdvaniaAtvikið náðist á öryggismyndavélar. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri Advania Data Centers, segir að sem betur fer hafi svæðið verið vel varið með öryggismyndavélum og vörðum. „Mér finnst mjög líklegt að þær upplýsingar hafi komið lögreglu á sporið,“ segir forstjórinn. Hann segist ekki geta upplýst hvers konar búnaði var stolið vegna rannsóknarhagsmuna lögreglu. Þegar brotist var inn í gagnaver við Heiðatröð í Reykjanesbæ í desember greindi lögregla frá því að 600 skjákortum, 100 aflgjöfum, 100 móðurborðum, 100 minniskubbum og 100 örgjörvum hefði verið stolið. Alls telur lögregla að verðmæti þýfisins úr innbrotunum þremur nemi um 200 milljónum króna. Eyjólfur Magnús segir að minnstum hluta hafi verið stolið frá Advania, líklega um fjórðungi eða fimmtungi heildarverðmætis þýfisins. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Forstjóri gagnavera Advania telur líklegt að myndir úr öryggismyndavélum við gagnaver fyrirtækisins í Reykjanesbæ hafi komið lögreglu á spor þjófa sem stálu verðmætum tækjabúnaði þaðan og úr öðru gagnaveri í síðasta mánuði. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því fyrr í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið í desember og janúar. Í tilkynningu frá Advania kemur fram að þjófarnir hafi meðal annars brotist inn í nýbyggingu á framkvæmdasvæði við gagnver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ um miðjan janúar. Nokkrir menn brutust inn í álmu í gagnaverinu sem ekki var tilbúin að fullu og höfðu á brott verðmætan tækjabúnað. Ekki var um að ræða búnað sem geymir gögn og því var aðeins um fjárhagslegt tjón að ræða, að sögn fyrirtækisins. Málið er sagt rannsakað sem skipulögð glæpastarfsemi. Að ósk lögreglu var ekki unnt að upplýsa um innbrotið fyrr en nú.Minnstu stolið frá AdvaniaAtvikið náðist á öryggismyndavélar. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri Advania Data Centers, segir að sem betur fer hafi svæðið verið vel varið með öryggismyndavélum og vörðum. „Mér finnst mjög líklegt að þær upplýsingar hafi komið lögreglu á sporið,“ segir forstjórinn. Hann segist ekki geta upplýst hvers konar búnaði var stolið vegna rannsóknarhagsmuna lögreglu. Þegar brotist var inn í gagnaver við Heiðatröð í Reykjanesbæ í desember greindi lögregla frá því að 600 skjákortum, 100 aflgjöfum, 100 móðurborðum, 100 minniskubbum og 100 örgjörvum hefði verið stolið. Alls telur lögregla að verðmæti þýfisins úr innbrotunum þremur nemi um 200 milljónum króna. Eyjólfur Magnús segir að minnstum hluta hafi verið stolið frá Advania, líklega um fjórðungi eða fimmtungi heildarverðmætis þýfisins.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00
Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55
Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42