Ofanflóðahætta sem skapaðist yfir Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð er talin liðin hjá að mati lögreglunnar á Vestfjörðum. Hættustiginu hefur því verið aflýst og vegurinn er opinn. Fólk er hvatt til þess að fylgst sé með færð og veðri á síðu Vegagerðarinnar og einnig má hringja í upplýsingasíma hennar, 1777.
Hvassviðri og vatnselgur er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Mikið hvassviðri er á Suðurstrandavegi. Krapi er á Hellisheiði og unnið að útmokstri og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát í kringum moksturstæki. Á Suðvestur- og Suðurlandi er krapi og hálkublettir en flughált er í Grafningi.
Á Vesturlandi er víðast hvar snjóþekja, krapi, hálka eða hálkublettir. Hálka, snjóþekja og þæfingsfærð er á flestum vegum á Vestfjörðum. Ófært er á Klettsháls og Kleifaheiði en unnið er að mokstri.
Á Norðurlandi er hálka, skafrenningur og mikið hvassviðri. Hálka, hvassviðri og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Það er víða hálka, hálkublettir og éljagangur á Austurlandi og mikið hvassviðri. Með suðausturströndinni eru hálkublettir.
Búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð

Tengdar fréttir

Opnað fyrir umferð um Reykjanesbraut
Vegagerðin hefur opnað veginn um Reykjanesbraut en þar er þó mikið hvassviðri og vatnselgur.

Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið
Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist.

Ökumenn í stökustu vandræðum vegna vatnselgs á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan biður vegfarendur um að fara varlega.