Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax Sveinn Arnarsson skrifar 21. febrúar 2018 06:00 Kristín Linda, forstjóri UST, hefur kallað eftir gögnum um málið. vísir/gva Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar (UST), gagnrýnir að stofnuninni hafi ekki borist erindi um tvö aðskilin óhöpp hjá Arnarlaxi sem áttu sér stað fyrir rúmri viku. Matvælastofnun (MAST), sem hefur eftirlitshlutverk með búnaði í fiskeldi hér á landi, barst hins vegar tilkynning frá fyrirtækinu þann 12. febrúar, um skemmd á sjókví í Tálknafirði og um að gat hefði komið á sjókví í Arnarfirði, en MAST hefur enn ekki tekið út kvíarnar sem um ræðir líkt og blaðið greindi frá í gær. Upplýsingafulltrúi MAST tjáði Fréttablaðinu í gær að regluleg samskipti hafi verið milli stofnunarinnar og Arnarlax eftir að slysin voru tilkynnt. Fréttablaðið aflaði þeirra gagna sem fóru milli fyrirtækisins og MAST frá þeim degi til dagsins í gær. Einungis tveir tölvupóstar fundust frá Arnarlaxi um skýringar fyrirtækisins og tvö minnisblöð starfsmanns MAST um málið. Engin samskipti hafa farið fram frá 13. febrúar. Engar myndir hafa verið sendar MAST og því hefur stofnunin ekki getað glöggvað sig á aðstæðum eða hversu mikið umrædd kví sökk, eða seig eftir tilvikum, í Tálknafirði. Kristín Linda hefur komið því á framfæri að hún vilji að tilkynningar á borð við þær sem MAST fékk frá Arnarlaxi komi inn á hennar borð. „Það sé þá okkar að meta hvort mengunarhætta sé til staðar,“ útskýrir Kristín, en mengunarslys er skylt að tilkynna til UST. Hún gagnrýnir að stofnunin hafi ekki verið upplýst um stöðu mála fyrr en segist þegar hafa kallað eftir frekari upplýsingum.Sjá einnig: MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax Upplýsingafulltrúi UST, Björn Þorláksson, spyr sig af hverju atvikið hafi ekki verið tilkynnt til stofnunarinnar, í ljósi þess að það mátti finna göt á annarri kvínni. „Ef þetta atvik hefði komið upp í kví í Faxaflóa þá mætti spyrja sig hvort viðbrögð, aðhald og eftirfylgni yrði með markvissari hætti.“ Landssamband veiðifélaga óskaði eftir því við sjávarútvegsráðherra í gær að gerð yrði stjórnsýsluúttekt á eftirliti þeirra stofnana sem lögum samkvæmt hafa eftirlit með sjókvíaeldi. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu, segir Fiskistofu aðeins koma að málinu þegar fiskur hefur sloppið úr eldisstöð og stjórni þá veiðum á honum. „Við höfum ekki grundvöll til annars en að tilkynning Arnarlax sé rétt nema ef eftirlit Matvælastofnunar leiðir annað í ljós, þá myndum við kalla eftir því að viðbragðsáætlun sé virkjuð. Aðkoma Fiskistofu er háð þeim upplýsingum sem við fáum frá rekstraraðilum, þar sem við höfum enga eftirlitsmenn sem sinna þessu eftirliti. Það er alfarið hjá Matvælastofnun.“ Ekki náðist í Víking Gunnarsson, framkvæmdastjóra Arnarlax, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir annan daginn í röð. Fram kom í gær að fyrirtækið hefði kallað eftir úttekt óháðrar stofnunar á atviki þegar sjókví varð fyrir skemmdum fyrr í mánuðinum. Fyrirtækið segir engan lax hafa sloppið. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00 Segja eftirliti með fiskeldi verulega ábótavant Engin eftirlitsstofnun hefur enn gert úttekt á laxeldi á Vestfjörðum, þar sem tvö óhöpp urðu við eldið fyrir átta dögum. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund, sem lætur sig heilbrigði villtra laxastofna varða, segir að eftirlit og reglur um laxeldi séu í megnasta ólagi. 20. febrúar 2018 12:50 MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax Matvælastofnun (MAST) hefur enn ekki rannsakað búnað Arnarlax á Vestfjörðum þrátt fyrir að hafa fengið tilkynningu um tvö óhöpp hjá fyrirtækinu þann 12. febrúar. Segjast ætla að taka kvíarnar út "eins fljótt og unnt er“. 20. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar (UST), gagnrýnir að stofnuninni hafi ekki borist erindi um tvö aðskilin óhöpp hjá Arnarlaxi sem áttu sér stað fyrir rúmri viku. Matvælastofnun (MAST), sem hefur eftirlitshlutverk með búnaði í fiskeldi hér á landi, barst hins vegar tilkynning frá fyrirtækinu þann 12. febrúar, um skemmd á sjókví í Tálknafirði og um að gat hefði komið á sjókví í Arnarfirði, en MAST hefur enn ekki tekið út kvíarnar sem um ræðir líkt og blaðið greindi frá í gær. Upplýsingafulltrúi MAST tjáði Fréttablaðinu í gær að regluleg samskipti hafi verið milli stofnunarinnar og Arnarlax eftir að slysin voru tilkynnt. Fréttablaðið aflaði þeirra gagna sem fóru milli fyrirtækisins og MAST frá þeim degi til dagsins í gær. Einungis tveir tölvupóstar fundust frá Arnarlaxi um skýringar fyrirtækisins og tvö minnisblöð starfsmanns MAST um málið. Engin samskipti hafa farið fram frá 13. febrúar. Engar myndir hafa verið sendar MAST og því hefur stofnunin ekki getað glöggvað sig á aðstæðum eða hversu mikið umrædd kví sökk, eða seig eftir tilvikum, í Tálknafirði. Kristín Linda hefur komið því á framfæri að hún vilji að tilkynningar á borð við þær sem MAST fékk frá Arnarlaxi komi inn á hennar borð. „Það sé þá okkar að meta hvort mengunarhætta sé til staðar,“ útskýrir Kristín, en mengunarslys er skylt að tilkynna til UST. Hún gagnrýnir að stofnunin hafi ekki verið upplýst um stöðu mála fyrr en segist þegar hafa kallað eftir frekari upplýsingum.Sjá einnig: MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax Upplýsingafulltrúi UST, Björn Þorláksson, spyr sig af hverju atvikið hafi ekki verið tilkynnt til stofnunarinnar, í ljósi þess að það mátti finna göt á annarri kvínni. „Ef þetta atvik hefði komið upp í kví í Faxaflóa þá mætti spyrja sig hvort viðbrögð, aðhald og eftirfylgni yrði með markvissari hætti.“ Landssamband veiðifélaga óskaði eftir því við sjávarútvegsráðherra í gær að gerð yrði stjórnsýsluúttekt á eftirliti þeirra stofnana sem lögum samkvæmt hafa eftirlit með sjókvíaeldi. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu, segir Fiskistofu aðeins koma að málinu þegar fiskur hefur sloppið úr eldisstöð og stjórni þá veiðum á honum. „Við höfum ekki grundvöll til annars en að tilkynning Arnarlax sé rétt nema ef eftirlit Matvælastofnunar leiðir annað í ljós, þá myndum við kalla eftir því að viðbragðsáætlun sé virkjuð. Aðkoma Fiskistofu er háð þeim upplýsingum sem við fáum frá rekstraraðilum, þar sem við höfum enga eftirlitsmenn sem sinna þessu eftirliti. Það er alfarið hjá Matvælastofnun.“ Ekki náðist í Víking Gunnarsson, framkvæmdastjóra Arnarlax, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir annan daginn í röð. Fram kom í gær að fyrirtækið hefði kallað eftir úttekt óháðrar stofnunar á atviki þegar sjókví varð fyrir skemmdum fyrr í mánuðinum. Fyrirtækið segir engan lax hafa sloppið.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00 Segja eftirliti með fiskeldi verulega ábótavant Engin eftirlitsstofnun hefur enn gert úttekt á laxeldi á Vestfjörðum, þar sem tvö óhöpp urðu við eldið fyrir átta dögum. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund, sem lætur sig heilbrigði villtra laxastofna varða, segir að eftirlit og reglur um laxeldi séu í megnasta ólagi. 20. febrúar 2018 12:50 MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax Matvælastofnun (MAST) hefur enn ekki rannsakað búnað Arnarlax á Vestfjörðum þrátt fyrir að hafa fengið tilkynningu um tvö óhöpp hjá fyrirtækinu þann 12. febrúar. Segjast ætla að taka kvíarnar út "eins fljótt og unnt er“. 20. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00
Segja eftirliti með fiskeldi verulega ábótavant Engin eftirlitsstofnun hefur enn gert úttekt á laxeldi á Vestfjörðum, þar sem tvö óhöpp urðu við eldið fyrir átta dögum. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund, sem lætur sig heilbrigði villtra laxastofna varða, segir að eftirlit og reglur um laxeldi séu í megnasta ólagi. 20. febrúar 2018 12:50
MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax Matvælastofnun (MAST) hefur enn ekki rannsakað búnað Arnarlax á Vestfjörðum þrátt fyrir að hafa fengið tilkynningu um tvö óhöpp hjá fyrirtækinu þann 12. febrúar. Segjast ætla að taka kvíarnar út "eins fljótt og unnt er“. 20. febrúar 2018 08:00