Innlent

Evrópulögreglan óskar eftir aðstoð almennings við að hafa uppi á barnaníðingum

Kjartan Kjartansson skrifar
Ein myndanna sem Europol birtir á vefsíðu sinni og óskar eftir aðstoð almennings um að bera kennsl á.
Ein myndanna sem Europol birtir á vefsíðu sinni og óskar eftir aðstoð almennings um að bera kennsl á. Europol
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deildi í kvöld ákalli Evrópulögreglunnar um aðstoð almennings við að hafa uppi á barnaníðingum. Á vefsíðu Evrópulögreglunnar getur fólk skoða myndir sem gætu komið lögreglu á spor níðinganna.

Í upphaflegri færslu Evrópulögreglunnar (Europol) kemur fram að hlutirnir á myndunum sem hún deilir birtist í bakgrunni barnaklámefnis. Myndirnar eru birtar á síðunni þegar allar aðrar leiðir til að rannsaka málin hafa engu skilað.

Þeir sem telja sig kannast við eitthvað á myndunum eru beðnir um að hafa samband við lögregluna. Sérstakan áhuga hefur Europol á að rekja staðsetningu hlutanna og staðanna sem birtast á myndunum.

Hægt er að senda Europol nafnlausar ábendingar í gegnum vefsíðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×