Assad-liðar á leið til Afrin Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2018 16:17 Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn og vilja reka þá Afrinhéraði Sýrlands. Vísir/AFP Herdeildir hliðhollar Sýrlandsstjórn hafa farið inn í Afrinhérað við landamæri Tyrklands en héraðið lútar stjórn Sýrlenskra Kúrda sem verjast nú árásum Tyrkja og uppreisnarmanna sem þeir standa við bakið á. Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. Stjórnarher Sýrlands kemur þó ekki að samkomulaginu, heldur er um að ræða vopnaðar sveitir sem studdar eru af Íran. Samkomulagið er til marks um hið gífurlega flókna stjórnmálalandslag Sýrlands og gæti mögulega leitt til átaka á milli Assad, Íran og mögulega Rússlands gegn Tyrklandi. Ríkismiðlar Sýrlands segja að Tyrkir hafi gert loftárásir og stórskotaárásir á Assad-liða skömmu eftir að þeir fóru inn í héraðið. Tyrkir segja þær árásir hafa verið gerðar í viðvörunarskyni og eru Assad-liðar sagðir hafa snúið við. Þá væru Assad-liðar að berjast með sýrlenskum Kúrdum, sem eru bandamenn Bandaríkjanna, gegn Tyrkjum, sem eru einnig bandamenn Bandaríkjanna í gegnum Atlantshafsbandalagið. Kúrdar sendu frá sér tilkynningu um að Assad-liðarnir myndu taka þátt í vörninni gegn Tyrkjum. Áður höfðu þeir sagt að samkomulag hefði verið gert um að stjórnarherinn myndi fara til Afrin. Þeir segjast hafa neyðst til að leita til Assad þar sem ekkert annað ríki væri tilbúið til að hjálpa þeim að verjast Tyrkjum í héraðinu.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði þó i dag að hann hefði komið í veg fyrir það samkomulag með því að hringja í Vladimir Putin, forseta Rússlands.Government militias officially entered #Afrin pic.twitter.com/CsBcoFALIk— Syrian Civil War Map (@CivilWarMap) February 20, 2018 Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Herdeildir hliðhollar Sýrlandsstjórn hafa farið inn í Afrinhérað við landamæri Tyrklands en héraðið lútar stjórn Sýrlenskra Kúrda sem verjast nú árásum Tyrkja og uppreisnarmanna sem þeir standa við bakið á. Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. Stjórnarher Sýrlands kemur þó ekki að samkomulaginu, heldur er um að ræða vopnaðar sveitir sem studdar eru af Íran. Samkomulagið er til marks um hið gífurlega flókna stjórnmálalandslag Sýrlands og gæti mögulega leitt til átaka á milli Assad, Íran og mögulega Rússlands gegn Tyrklandi. Ríkismiðlar Sýrlands segja að Tyrkir hafi gert loftárásir og stórskotaárásir á Assad-liða skömmu eftir að þeir fóru inn í héraðið. Tyrkir segja þær árásir hafa verið gerðar í viðvörunarskyni og eru Assad-liðar sagðir hafa snúið við. Þá væru Assad-liðar að berjast með sýrlenskum Kúrdum, sem eru bandamenn Bandaríkjanna, gegn Tyrkjum, sem eru einnig bandamenn Bandaríkjanna í gegnum Atlantshafsbandalagið. Kúrdar sendu frá sér tilkynningu um að Assad-liðarnir myndu taka þátt í vörninni gegn Tyrkjum. Áður höfðu þeir sagt að samkomulag hefði verið gert um að stjórnarherinn myndi fara til Afrin. Þeir segjast hafa neyðst til að leita til Assad þar sem ekkert annað ríki væri tilbúið til að hjálpa þeim að verjast Tyrkjum í héraðinu.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði þó i dag að hann hefði komið í veg fyrir það samkomulag með því að hringja í Vladimir Putin, forseta Rússlands.Government militias officially entered #Afrin pic.twitter.com/CsBcoFALIk— Syrian Civil War Map (@CivilWarMap) February 20, 2018
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira