Hinrik prins kvaddur með látlausri athöfn Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2018 12:56 Útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar fór fram frá Hallarkirkjunni við Cristiansborgarhöll í morgun að viðstöddum nánustu ættingjum, vinum og samstarfsfólki. Að ósk Hinriks var útförin látlaus. Útförin hófst klukkan ellefu að að dönskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum tíma með því að klukkum í öllum kirkjum í Danmörku var hringt. Sextíu manns voru gestir við útförina að konungsfjölskyldunni meðtalinni, Margréti Þórhildi drottningu, Friðriki krónprins og Maríu krónprinsessu, Jóakim Prins og eiginkonu hans Maríu prinsessu ásamt börnum þeirra. Vísir/EPA Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims var einnig við útförina. Þá voru systur drottningar og Kostatín konungur Grikklands við athöfnina ásamt níu manns út fjölskyldu Hinriks í Frakklandi, þeirra á meðal systur hans og bræður. Fyrir hönd stjórnvalda voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Þá vakti athygli að þjónustufólk Hinriks var meðal gesta, meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörutíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Vísir/EPA Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu og haldið í franskar hefðir og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hann hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð og gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur „Hinrik naut þess að deila list sinni með drottningunni og síðar með almenningi. En þau þýddu síðan saman skáldsögu Simone De Beauvoir, Allir menn eru dauðlegir,“ sagði Sr. Svendsen. Vísir/EPA Drengjakór Kaupmannahafnar söng m.a. við athöfnina en prinsinn var verndari kórsins í 45 ár. Liðsmenn í lífvarðarsveit drottningar báru kistu Hinriks úr kirkju en lík hans verður brennt. Helmingi öskunnar verður dreift í hafið við strendur Danmerkur en hinn helmingurinn jarðsettur í einkagrafreit konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Fulltrúar út öllum deildum danska hersins stóðu heiðursvörð fyrir utan kirkjuna en prinsinn var bæði generáll og aðmíráll í danska hernum. Danska ríkissjónvarpið var með beina útsendingu frá útförinni nema frá síðustu mínútum hennar þar sem fjölskyldan fékk að kveðja prinsinn í friði fyrir myndavélum. Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. 14. febrúar 2018 20:15 Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. 15. febrúar 2018 13:47 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar fór fram frá Hallarkirkjunni við Cristiansborgarhöll í morgun að viðstöddum nánustu ættingjum, vinum og samstarfsfólki. Að ósk Hinriks var útförin látlaus. Útförin hófst klukkan ellefu að að dönskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum tíma með því að klukkum í öllum kirkjum í Danmörku var hringt. Sextíu manns voru gestir við útförina að konungsfjölskyldunni meðtalinni, Margréti Þórhildi drottningu, Friðriki krónprins og Maríu krónprinsessu, Jóakim Prins og eiginkonu hans Maríu prinsessu ásamt börnum þeirra. Vísir/EPA Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims var einnig við útförina. Þá voru systur drottningar og Kostatín konungur Grikklands við athöfnina ásamt níu manns út fjölskyldu Hinriks í Frakklandi, þeirra á meðal systur hans og bræður. Fyrir hönd stjórnvalda voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Þá vakti athygli að þjónustufólk Hinriks var meðal gesta, meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörutíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Vísir/EPA Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu og haldið í franskar hefðir og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hann hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð og gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur „Hinrik naut þess að deila list sinni með drottningunni og síðar með almenningi. En þau þýddu síðan saman skáldsögu Simone De Beauvoir, Allir menn eru dauðlegir,“ sagði Sr. Svendsen. Vísir/EPA Drengjakór Kaupmannahafnar söng m.a. við athöfnina en prinsinn var verndari kórsins í 45 ár. Liðsmenn í lífvarðarsveit drottningar báru kistu Hinriks úr kirkju en lík hans verður brennt. Helmingi öskunnar verður dreift í hafið við strendur Danmerkur en hinn helmingurinn jarðsettur í einkagrafreit konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Fulltrúar út öllum deildum danska hersins stóðu heiðursvörð fyrir utan kirkjuna en prinsinn var bæði generáll og aðmíráll í danska hernum. Danska ríkissjónvarpið var með beina útsendingu frá útförinni nema frá síðustu mínútum hennar þar sem fjölskyldan fékk að kveðja prinsinn í friði fyrir myndavélum.
Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. 14. febrúar 2018 20:15 Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. 15. febrúar 2018 13:47 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33
Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. 14. febrúar 2018 20:15
Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. 15. febrúar 2018 13:47
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10