Danmörk

Fréttamynd

Her­nám Græn­lands mögu­leiki

Donald Trump Bandaríkjaforseti og ráðgjafar hans hafa rætt hverjir möguleikar þeirra séu varðandi innlimun Grænlands. Einn af möguleikinum sé að nota bandaríska herinn.

Erlent
Fréttamynd

Óska eftir fundi með Rubio

Utanríkismálanefnd Danmerkur hélt afar leynilegan fund í kvöld um samskipti landsins við Bandaríkin. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Var með fleiri en fimm­tíu hunda á heimilinu

Það var nokkuð óvenjuleg sjón sem blasti við dönskum lögreglumönnum þegar þeir gerðu húsleit á heimili 58 ára gamallar konu í Ribe á Jótlandi í desember. Í húsinu hélt konan fleiri en fimmtíu hunda sem er langt umfram það sem lög heimila í Danmörku. Þar að auki þóttu aðstæður dýranna ekki viðunandi og hefur síðan þurft að lóga nokkrum hundanna.

Erlent
Fréttamynd

At­lants­hafs­banda­lagið gæti aldrei orðið samt

Utanríkisráðherra telur að Íslandi stafi ekki ógn af Bandaríkjaforseta þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar hans um innlimun Grænlands. Mikilvægt sé að taka orð forsetans og annarra bandarískra ráðamanna alvarlega en standi þeir við þau sé Atlantshafsbandalagið í húfi.

Innlent
Fréttamynd

„Ís­land stendur þétt með vinum sínum“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er meðal þeirra norrænu leiðtoga sem lýst hafa yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í framhaldi af enn einum ummælum Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir ósk sinni um að eignast Grænland.

Innlent
Fréttamynd

„Ég neyðist til að segja það hreint út“

„Ég neyðist til að segja það hreint út við Bandaríkin,“ segir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í stuttri en beinskeyttri yfirlýsingu sem hún birti á heimasíðu forsætisráðuneytisins í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

„BRÁÐUM“

„BRÁÐUM“ skrifar Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, hástöfum í færslu á X í gær þar sem hún birtir kort af Grænlandi sem er málað með bandarískum fánalitum.

Erlent
Fréttamynd

Fyrir­tæki Elds með málmana sem Trump girnist á Græn­landi

Málmleitarfélag Elds Ólafssonar, Amaroq, sér fram á að verða stærsti skattgreiðandi Grænlands strax á þarnæsta ári. Gullfundur síðastliðið sumar er talinn einn sá stærsti í heiminum undanfarinn áratug. Tilkynning félagsins í síðasta mánuði um fund sjaldgæfra málma setur félagið í sviðsljós stórveldakapphlaups.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Banda­ríkin eiga ekki að taka yfir Græn­land“

Utanríkisráðherra Danmerkur hyggst boða sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku á fund sinn til að ræða skipun Bandaríkjaforseta á sendifulltrúa fyrir Grænland. Fjöldi leiðtoga í Evrópusambandinu segist standa með Dönum.

Erlent
Fréttamynd

Byrjunarverð hjá NiceAir tæp­lega sex­tíu þúsund krónur

Endurreist NiceAir hefur flugtak í febrúar til þess að kanna áhugann á flugferðum milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Félagið verður rekið með öðrum hætti en fyrirrennari sinn. Höfuðstöðvar þess verða í Þýskalandi. Byrjunarverð á miða fram og til baka verður 400 evrur, eða tæplega 60 þúsund krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldur í Tívolí

Eldur kviknaði í Látbragðsleikhúsinu í Tívólígarðinum í Kaupmannahöfn í morgun. Slökkvilið er á vettvangi en engan hefur sakað. Veitingastaður í Tívolí hefur verið rýmdur.

Erlent
Fréttamynd

Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir

Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins segir fólk geta átt von á því að greiða fyrir gjafir sem það sendir eða tekur við. Hún segir viðmiðið misjafnt eftir löndum og taki ekki endilega mið af verðlagsbreytingum. Þórhildur var til viðtals um póstsendingar í aðdraganda jóla í Reykjavík síðdegis í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ég fæddist inn í pólitískan líkama“

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns tók við sem fyrsti formaður Pírata í lok síðasta mánaðar. Oktavía er jafnframt fyrsti stjórnmálaleiðtoginn sem er kynsegin. Hán leggur mikla áherslu á öryggi, menningu og að fjölbreytileikinn fái að skína. Hán ólst upp í Danmörku og segist stundum eiga erfitt með að skilja íslenska kaldhæðni.

Innlent
Fréttamynd

Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu

Dönsk stjórnvöld hafa með stuðningi breiðs meirihluta danska þingsins gert samkomulag um fjárhæð bótagreiðslu til grænlenskra kvenna sem fengu setta upp getnaðarvarnalykkju gegn vilja sínum og vitund á árunum 1960 til 1991. Gert er ráð fyrir að um 4500 konur sem málið nær til geti sótt um bætur frá danska ríkinu sem nema um sex milljónum íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Fjögur börn á Ís­landi getin með sæði mannsins

Fjögur börn voru getin hér á landi með sæði dansks manns. Sjaldgæf og hættuleg genastökkbreyting fannst í erfðaefni hans sem getur valdið krabbameini. Ekki er vitað hvort þau beri stökkbreytinguna. Þetta kemur fram í umfjöllun Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Sel­foss dreginn til hafnar á Hjalt­lands­eyjum

Flutningaskipið Selfoss var dregið til hafnar á Hjaltlandseyjum á dögunum eftir að bilun kom upp í aðalvél þess. Bilunin varð á sunnudaginn þegar skipið var á leið frá Danmörku til Færeyja og var skipið í kjölfarið dregið til hafnar í Leirvík.

Innlent
Fréttamynd

Þrír Geirar skírðir í Jóns­húsi

Bræðurnir Hjalti Geir, Árni Geir og Tryggvi Geir voru allir þrír skírðir af séra Sigfúsi Kristjánssyni í Jónshúsi í Kaupmannahöfn sunnudaginn 7. desember síðastliðinn. Foreldrarnir Klara og Geir voru kát með Geirana sína þrjá.

Lífið