Merkel finnur arftaka sinn í Saarlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. febrúar 2018 08:00 Angela Merkel og Annegret Kramp-Karrenbauer á góðri stund. Sú síðarnefnda hefur oft verið nefnd sem mögulegur arftaki Angelu Merkel. Vísir/AFP Annegret Kramp-Karrenbauer, forsætisráðherra í Saarlandi, einu af minnstu sambandsríkjum Þýskalands, hefur lengi verið orðuð við að verða arftaki Angelu Merkel kanslara í þýskum stjórnmálum. Þýskir miðlar hafa kallað hana „Mini-Merkel“ og hún er vinsæl innan raða flokks þeirra, Kristilegra demókrata (CDU), eftir kosningasigur í Saarlandi í fyrra þar sem CDU jók meirihluta sinn þrátt fyrir að útlit væri fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) bæri sigur úr býtum. Nú virðist enn líklegra að Kramp-Karrenbauer sé væntanlegur arftaki Merkel en kanslarinn lýsti í gær yfir stuðningi við hana í baráttunni um aðalritarastól flokksins. Frá þessu greindu fjölmargir þýskir miðlar. Peter Tauber, fráfarandi aðalritari, segir af sér í dag og sagði Deutsche Welle að hann hafi tekið þá ákvörðun vegna baráttu sinnar við alvarleg veikindi. Fyrir það þvertóku þó heimildarmenn DPA og sögðu veikindi ekki ástæðuna. Kjörtímabili Taubers átti að ljúka í desember næstkomandi en nú er útlit fyrir að eftirmaður hans verði valinn á flokksþingi þann 26. febrúar næstkomandi. Á þinginu munu flokksmenn jafnframt greiða atkvæði um hvort mynda eigi ríkisstjórn með SPD en samkomulag náðist á milli flokkanna fyrr í mánuðinum eftir margra mánaða stjórnarkreppu. Nokkur óánægja er sögð ríkja í flokknum með samkomulagið, einkum vegna þess að SPD fær fjármálaráðuneytið. Óánægja með samkomulagið og væntanlegt samstarf er einnig greinileg á meðal jafnaðarmanna. Martin Schulz, þáverandi leiðtogi flokksins, sagði á kosninganótt í ljósi afhroðsins sem flokkurinn galt í kosningum síðasta árs að flokkurinn yrði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Schulz gekk á bak orða sinna eftir mánaðalanga stjórnarkreppu og komst að samkomulagi við CDU um áframhaldandi samstarf hins svokallaða stórbandalags.Marin Schulz gekk á bak orða sinna við litla hrifningu stuðningsmanna sinna.Vísir/AFPÓljóst er hvort SPD samþykkir samstarf við CDU. Atkvæðagreiðsla um samstarfið hefst í dag á meðal nærri 500.000 flokksmanna SPD og greiða þeir atkvæði með pósti. Líklegt þykir að samstarfið verði samþykkt. Bild am Sonntag greindi frá því um helgina að 26 af þeim 35 borgarstjórum sem SPD á í stórum borgum og bæjum styðji samstarfið. Þá sýndi könnun Kantar Emnid á föstudag að tveir af hverjum þremur styddu samstarfið. Nú mælist Jafnaðarmannaflokkurinn með um sextán prósenta fylgi ef marka má könnun Forsa frá því á föstudag. Svo lítið fylgi hefur flokkurinn ekki fengið í kosningum frá því 1887 þegar hann fékk 10,1 prósent greiddra atkvæða, að undanskildum þeim tvennu kosningum á síðustu öld þar sem nasistar voru einir í framboði. Merkel lagði til á fundi framkvæmdastjórnar flokksins í gær að Kramp-Karrenbauer yrði nýr aðalritari og samkvæmt heimildarmanni Reuters af fundinum var einróma stuðningur við þá hugmynd kanslarans. Þykir því líklegt að Kramp-Karrenbauer verði valin aðalritari á flokksþinginu. „Við höfum þekkst lengi og treystum hvor annarri, þrátt fyrir ólíkar skoðanir á hinu og þessu,“ sagði Merkel við blaðamenn í gær. Aðspurð um hvort Kramp-Karrenbauer væri væntanlegur arftaki hennar sagði Merkel: „Ykkar forréttindi eru að þið getið verið þrjá hringi á undan öðrum. Við stjórnmálamenn þurfum að fást við viðfangsefni dagsins í dag.“ Sjálf var Merkel aðalritari CDU áður en hún varð kanslari og þykir stuðningur kanslarans því benda sterklega til þess að Merkel hafi fundið arftaka sinn. Tengdar fréttir Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Merkel vill yngja upp í ráðherraliðinu Þýskalandskanslari segir að Kristilegir demókratar hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar. 12. febrúar 2018 11:36 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Annegret Kramp-Karrenbauer, forsætisráðherra í Saarlandi, einu af minnstu sambandsríkjum Þýskalands, hefur lengi verið orðuð við að verða arftaki Angelu Merkel kanslara í þýskum stjórnmálum. Þýskir miðlar hafa kallað hana „Mini-Merkel“ og hún er vinsæl innan raða flokks þeirra, Kristilegra demókrata (CDU), eftir kosningasigur í Saarlandi í fyrra þar sem CDU jók meirihluta sinn þrátt fyrir að útlit væri fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) bæri sigur úr býtum. Nú virðist enn líklegra að Kramp-Karrenbauer sé væntanlegur arftaki Merkel en kanslarinn lýsti í gær yfir stuðningi við hana í baráttunni um aðalritarastól flokksins. Frá þessu greindu fjölmargir þýskir miðlar. Peter Tauber, fráfarandi aðalritari, segir af sér í dag og sagði Deutsche Welle að hann hafi tekið þá ákvörðun vegna baráttu sinnar við alvarleg veikindi. Fyrir það þvertóku þó heimildarmenn DPA og sögðu veikindi ekki ástæðuna. Kjörtímabili Taubers átti að ljúka í desember næstkomandi en nú er útlit fyrir að eftirmaður hans verði valinn á flokksþingi þann 26. febrúar næstkomandi. Á þinginu munu flokksmenn jafnframt greiða atkvæði um hvort mynda eigi ríkisstjórn með SPD en samkomulag náðist á milli flokkanna fyrr í mánuðinum eftir margra mánaða stjórnarkreppu. Nokkur óánægja er sögð ríkja í flokknum með samkomulagið, einkum vegna þess að SPD fær fjármálaráðuneytið. Óánægja með samkomulagið og væntanlegt samstarf er einnig greinileg á meðal jafnaðarmanna. Martin Schulz, þáverandi leiðtogi flokksins, sagði á kosninganótt í ljósi afhroðsins sem flokkurinn galt í kosningum síðasta árs að flokkurinn yrði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Schulz gekk á bak orða sinna eftir mánaðalanga stjórnarkreppu og komst að samkomulagi við CDU um áframhaldandi samstarf hins svokallaða stórbandalags.Marin Schulz gekk á bak orða sinna við litla hrifningu stuðningsmanna sinna.Vísir/AFPÓljóst er hvort SPD samþykkir samstarf við CDU. Atkvæðagreiðsla um samstarfið hefst í dag á meðal nærri 500.000 flokksmanna SPD og greiða þeir atkvæði með pósti. Líklegt þykir að samstarfið verði samþykkt. Bild am Sonntag greindi frá því um helgina að 26 af þeim 35 borgarstjórum sem SPD á í stórum borgum og bæjum styðji samstarfið. Þá sýndi könnun Kantar Emnid á föstudag að tveir af hverjum þremur styddu samstarfið. Nú mælist Jafnaðarmannaflokkurinn með um sextán prósenta fylgi ef marka má könnun Forsa frá því á föstudag. Svo lítið fylgi hefur flokkurinn ekki fengið í kosningum frá því 1887 þegar hann fékk 10,1 prósent greiddra atkvæða, að undanskildum þeim tvennu kosningum á síðustu öld þar sem nasistar voru einir í framboði. Merkel lagði til á fundi framkvæmdastjórnar flokksins í gær að Kramp-Karrenbauer yrði nýr aðalritari og samkvæmt heimildarmanni Reuters af fundinum var einróma stuðningur við þá hugmynd kanslarans. Þykir því líklegt að Kramp-Karrenbauer verði valin aðalritari á flokksþinginu. „Við höfum þekkst lengi og treystum hvor annarri, þrátt fyrir ólíkar skoðanir á hinu og þessu,“ sagði Merkel við blaðamenn í gær. Aðspurð um hvort Kramp-Karrenbauer væri væntanlegur arftaki hennar sagði Merkel: „Ykkar forréttindi eru að þið getið verið þrjá hringi á undan öðrum. Við stjórnmálamenn þurfum að fást við viðfangsefni dagsins í dag.“ Sjálf var Merkel aðalritari CDU áður en hún varð kanslari og þykir stuðningur kanslarans því benda sterklega til þess að Merkel hafi fundið arftaka sinn.
Tengdar fréttir Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Merkel vill yngja upp í ráðherraliðinu Þýskalandskanslari segir að Kristilegir demókratar hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar. 12. febrúar 2018 11:36 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00
Merkel vill yngja upp í ráðherraliðinu Þýskalandskanslari segir að Kristilegir demókratar hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar. 12. febrúar 2018 11:36