Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2018 21:15 Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson. Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum frá upphaflegri tillögu. Þannig er núna gert ráð fyrir að skerðing skóglendis verði innan við þrjú prósent og að brýr yfir firði verði stærri til að hleypa sjávarföllum betur í gegn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti með fjórum atkvæðum gegn einu í gær að framtíðarlega Vestfjarðavegar skuli vera um Teigsskóg en hafnaði um leið göngum undir Hjallaháls. Loftmyndin sýnir firðina þrjá og nesin, sem vegurinn mun liggja um, en deilan snýst ekki aðeins um skóglendi heldur einnig um fjarðaþveranir.Séð yfir mynni Gufufjarðar, Djúpafjarðar og Þorskafjarðar.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Með veglínu um Teigsskóg færist vegurinn af hálsunum og verður allur á láglendi en jafnframt fæst 22 kílómetra stytting. Athygli vekur í tillögu Vegagerðarinnar að leiðin, sem nú er áformað að setja á aðalskipulag, er talsvert frábrugðin þeirri tillögu sem rætt var um fyrir nokkrum árum. Fyrirhuguð brú yfir Gufufjörð hefur verið lengd úr 120 metrum upp í 130 metra, brú yfir Djúpafjörð lengist úr 182 metrum upp í 300 metra og brú yfir Þorskafjörð fer úr 182 metrum upp í 260 metra, í því skyni að draga sem mest úr straumhraða undir brýrnar.Þá gerði fyrri veglína ráð fyrir að 7,5 prósentum af skógarþekju, eða 50 hekturum, yrði raskað en ný veglína þýðir að 2,8 prósentum verður raskað, eða 19 hekturum. Fyrri hugmynd gerði ráð fyrir að vegurinn lægi í gegnum skóginn á 6 kílómetra kafla en nú er gert ráð fyrir að 2,15 kílómetrar verði í gegnum skóglendi. Vegagerðin áætlar núna að leiðin um Teigsskóg kosti 7,3 milljarða króna en jarðgangaleið undir Hjallaháls kosti 13,3 milljarða króna. Þessi sex milljarða króna kostnaðarmunur er að mati sveitarstjórnar slíkur að hann sé líklegur til að hafa afgerandi áhrif á tímasetningar samgöngubóta. Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í bókun sveitarstjórnar er dregið fram að leið um Teigsskóg auki umferðaröryggi meira heldur en jarðgangaleiðin, en það er mat Vegagerðarinnar. Þar munar miklu að, þrátt fyrir göng undir Hjallaháls, yrði áfram gert ráð fyrir vegi yfir Ódrjúgsháls sem færi í 168 metra hæð yfir sjávarmáli og kallaði á meiri brekkur. Í beinni útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi eftir fund hreppsnefndarinnar kvaðst Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, vonast til að framkvæmdir hæfust í haust. „Ef allt gengur að óskum ætti að vera hægt að veita framkvæmdaleyfi bara núna á fyrstu haustdögum,” sagði sveitarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Tengdar fréttir Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum frá upphaflegri tillögu. Þannig er núna gert ráð fyrir að skerðing skóglendis verði innan við þrjú prósent og að brýr yfir firði verði stærri til að hleypa sjávarföllum betur í gegn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti með fjórum atkvæðum gegn einu í gær að framtíðarlega Vestfjarðavegar skuli vera um Teigsskóg en hafnaði um leið göngum undir Hjallaháls. Loftmyndin sýnir firðina þrjá og nesin, sem vegurinn mun liggja um, en deilan snýst ekki aðeins um skóglendi heldur einnig um fjarðaþveranir.Séð yfir mynni Gufufjarðar, Djúpafjarðar og Þorskafjarðar.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Með veglínu um Teigsskóg færist vegurinn af hálsunum og verður allur á láglendi en jafnframt fæst 22 kílómetra stytting. Athygli vekur í tillögu Vegagerðarinnar að leiðin, sem nú er áformað að setja á aðalskipulag, er talsvert frábrugðin þeirri tillögu sem rætt var um fyrir nokkrum árum. Fyrirhuguð brú yfir Gufufjörð hefur verið lengd úr 120 metrum upp í 130 metra, brú yfir Djúpafjörð lengist úr 182 metrum upp í 300 metra og brú yfir Þorskafjörð fer úr 182 metrum upp í 260 metra, í því skyni að draga sem mest úr straumhraða undir brýrnar.Þá gerði fyrri veglína ráð fyrir að 7,5 prósentum af skógarþekju, eða 50 hekturum, yrði raskað en ný veglína þýðir að 2,8 prósentum verður raskað, eða 19 hekturum. Fyrri hugmynd gerði ráð fyrir að vegurinn lægi í gegnum skóginn á 6 kílómetra kafla en nú er gert ráð fyrir að 2,15 kílómetrar verði í gegnum skóglendi. Vegagerðin áætlar núna að leiðin um Teigsskóg kosti 7,3 milljarða króna en jarðgangaleið undir Hjallaháls kosti 13,3 milljarða króna. Þessi sex milljarða króna kostnaðarmunur er að mati sveitarstjórnar slíkur að hann sé líklegur til að hafa afgerandi áhrif á tímasetningar samgöngubóta. Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í bókun sveitarstjórnar er dregið fram að leið um Teigsskóg auki umferðaröryggi meira heldur en jarðgangaleiðin, en það er mat Vegagerðarinnar. Þar munar miklu að, þrátt fyrir göng undir Hjallaháls, yrði áfram gert ráð fyrir vegi yfir Ódrjúgsháls sem færi í 168 metra hæð yfir sjávarmáli og kallaði á meiri brekkur. Í beinni útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi eftir fund hreppsnefndarinnar kvaðst Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, vonast til að framkvæmdir hæfust í haust. „Ef allt gengur að óskum ætti að vera hægt að veita framkvæmdaleyfi bara núna á fyrstu haustdögum,” sagði sveitarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Tengdar fréttir Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39
Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35