Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2018 16:40 Í texta um son sinn sem Eva skrifaði árið 2003 má sjá Haukur var frá fyrstu tíð fullur réttlætiskenndar og byltingin ólgaði í æðum hans. Haukur Hilmarsson, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar, var alla tíð uppreisnargjarn og fullur réttlætiskenndar. Þetta kemur fram í hjartnæmum minningum Evu Hauksdóttur frá árinu 2003, móður Hauks, sem hún birti á vefsíðu sinni, norn.is nú síðdegis. „Sonur minn Byltingamaðurinn ætlar að verða Che Guevara þegar hann er orðinn stór. Honum eru nú sprottin 5 skegghár og fátt þykir honum skemmtilegra en mótmælagöngur. Hann er harmi sleginn yfir neysluhyggju móður sinnar sem telur sig þurfa að eiga fleiri en 4 matardiska fyrir 3ja manna hemili og álítur að sófagarmur á fertugsaldri sé ónýtur, bara af því að botninn er dottinn úr honum. Slík viðhorf þykja syni mínum Byltingamanninum bera vott um spillingu,“ segir í ljóðrænn texta þar sem Eva lýsir syni sínum, fyrir fimmtán árum. Eva hefur upplýst vini og velunnara um baráttu sína fyrir upplýsingum á vefsíðu sinni. Vísir hefur fylgst með baráttu Evu fyrir því að fá upplýsingar um hvað kom fyrir Hauk en hún telur sig nú vera komna með dágóða mynd af því hvað á daga hans dreif frá því að hann fór frá Grikklandi til Sýrlands til að taka þátt í frelsisbaráttu Kúrda. Þúsundir hafa sent Evu samúðar- og baráttukveðjur á samfélagsmiðlum. Hvað varð þess valdandi að Haukur fór til að taka þátt í stríði sem flestir á Íslandi höfðu sáralitla sem enga hugmynd um? Svörin má að verulegu leyti finna í lýsingum móður hans á uppreisnargjörnu eðli sonar hennar í áðurnefndum pistli: Sonur minn Byltingamaðurinn. Eva segir að í huga sonar hennar hafi eingyðistrúarbrögð verið aðferð myrkraverkamanna veraldarinnar til að kúga og heilaþvo einfeldninga og halda almenningi í fátækt og fáfræði. Eva telur það ekki úr vegi þó framsetning hugmynda hans hafi á köflum mátt heita ungæðisleg. „Byltingin ólgar í æðum hans. Hugarheimur hans hefur svosem ýmsa afkima en á stóra sviðinu fer fram heilagt stríð gegn óhamingju veraldarinnar sem hann skrifar ýmist á alheimsstjórn Bush Bandaríkjaforseta, almenna neysluhyggju Vesturlandabúa eða útsendara Landsvirkjunar sem hvísla í hjörtum mannanna.“ Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Haukur Hilmarsson, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar, var alla tíð uppreisnargjarn og fullur réttlætiskenndar. Þetta kemur fram í hjartnæmum minningum Evu Hauksdóttur frá árinu 2003, móður Hauks, sem hún birti á vefsíðu sinni, norn.is nú síðdegis. „Sonur minn Byltingamaðurinn ætlar að verða Che Guevara þegar hann er orðinn stór. Honum eru nú sprottin 5 skegghár og fátt þykir honum skemmtilegra en mótmælagöngur. Hann er harmi sleginn yfir neysluhyggju móður sinnar sem telur sig þurfa að eiga fleiri en 4 matardiska fyrir 3ja manna hemili og álítur að sófagarmur á fertugsaldri sé ónýtur, bara af því að botninn er dottinn úr honum. Slík viðhorf þykja syni mínum Byltingamanninum bera vott um spillingu,“ segir í ljóðrænn texta þar sem Eva lýsir syni sínum, fyrir fimmtán árum. Eva hefur upplýst vini og velunnara um baráttu sína fyrir upplýsingum á vefsíðu sinni. Vísir hefur fylgst með baráttu Evu fyrir því að fá upplýsingar um hvað kom fyrir Hauk en hún telur sig nú vera komna með dágóða mynd af því hvað á daga hans dreif frá því að hann fór frá Grikklandi til Sýrlands til að taka þátt í frelsisbaráttu Kúrda. Þúsundir hafa sent Evu samúðar- og baráttukveðjur á samfélagsmiðlum. Hvað varð þess valdandi að Haukur fór til að taka þátt í stríði sem flestir á Íslandi höfðu sáralitla sem enga hugmynd um? Svörin má að verulegu leyti finna í lýsingum móður hans á uppreisnargjörnu eðli sonar hennar í áðurnefndum pistli: Sonur minn Byltingamaðurinn. Eva segir að í huga sonar hennar hafi eingyðistrúarbrögð verið aðferð myrkraverkamanna veraldarinnar til að kúga og heilaþvo einfeldninga og halda almenningi í fátækt og fáfræði. Eva telur það ekki úr vegi þó framsetning hugmynda hans hafi á köflum mátt heita ungæðisleg. „Byltingin ólgar í æðum hans. Hugarheimur hans hefur svosem ýmsa afkima en á stóra sviðinu fer fram heilagt stríð gegn óhamingju veraldarinnar sem hann skrifar ýmist á alheimsstjórn Bush Bandaríkjaforseta, almenna neysluhyggju Vesturlandabúa eða útsendara Landsvirkjunar sem hvísla í hjörtum mannanna.“
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03
Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51
Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00