„Hann hefur staðið í þessari baráttu við bankann núna árum saman“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2018 19:00 Öryrki lagði í dag Arion banka fyrir Hæstarétti í svokölluðu greiðsluskjólsmáli en bankanum var óheimilt að krefjast dráttarvaxta af lánum sem maðurinn var með í greiðsluskjóli í kjölfar bankahrunsins. Hæstaréttarlögmaður segir dóminn fordæmisgefandi og geta snert allt að tvö þúsund lántakendur. Forsaga málsins er sú að maður sem lenti í vandræðum með tvö fasteignalán í kjölfar bankahrunsins árið 2008, stefni Arion Banka vegna þeirrar ákvörðunar bankans að innheimta dráttarvexti af lánunum tveimur en samþykkt var að maðurinn naut frestun greiðslna samkvæmt 1 mgr. 11. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga. Dómur féll í héraðsdómi í lok október 2016 en í dómsorði var viðurkennt að Arion banka hafi verið óheimilt í tæp þrjú ár að krefja skuldara um dráttarvexti af lánum sínum. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms. „Frá upphafi þótti mér með miklum ólíkindum að bankanum teldi sér stætt á því að krefja skuldara sem fór í þetta svokallaða greiðsluskjól um dráttarvexti á greiðsluskjólstíma.“ segir Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður. Einar Hugi segir dóm Hæstaréttar fordæmisgefandi og snerti á annað þúsund einstaklinga og hagsmunirnir séu á annan milljarð. „Það sem ég vona auðvitað er að bankinn sjái að sér í kjölfar þessa dóms og hlutist til um það, að endurgreiða skuldurum þessa of teknu dráttarvexti og geri það fljótt og vel,“ segir Einar Hugi. Einar hvetur fólk sem var í sömu stöðu og umbjóðandi hans í þessu máli, að hafa sótt um greiðsluskjól og ekki lokið því ferli með greiðsluaðlögunarsamningi að skoða réttarstöðu sína og kanna hvort bankinn hafi rukkað dráttarvexti á þeim tíma. „Mér finnst með miklum ólíkindum, verð ég að leyfa mér að segja að bankinn hafi leyft sér að fara fram með þessum hætti. Þá vil ég vísa í þrennt; Í fyrsta lagi í markmið greiðsluaðlögunarlaganna, sem var það að koma skuldsettum einstaklingum í skjól í kjölfar efnahagshrunsins,“ segir Einar Hugi. Í öðru lagi að samkvæmt greiðsluaðlögunarlögunum máttu skuldarar ekki greiða af skuldum sínum og kröfuhafar ekki krefja skuldara um greiðslu og undir þeim kringumstæðum segir Einar með ólíkindum að Arion banka hafi talið sér stætt að krefja skuldara um dráttarvexti sem í eðli sínu séu vanskilavextir. Einar segir umbjóðanda sinn fenginn að málinu sé lokið. „Hann hefur staðið í þessari baráttu við bankann núna árum saman og ég á von á því að hann verði mjög glaður,“ segir Einar. Tengdar fréttir Arion banki mátti ekki krefja viðskiptavin sem hafði notið frestun greiðslna um dráttarvexti Dómur í málinu féll í Hæstarétti í dag. 8. mars 2018 16:24 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Öryrki lagði í dag Arion banka fyrir Hæstarétti í svokölluðu greiðsluskjólsmáli en bankanum var óheimilt að krefjast dráttarvaxta af lánum sem maðurinn var með í greiðsluskjóli í kjölfar bankahrunsins. Hæstaréttarlögmaður segir dóminn fordæmisgefandi og geta snert allt að tvö þúsund lántakendur. Forsaga málsins er sú að maður sem lenti í vandræðum með tvö fasteignalán í kjölfar bankahrunsins árið 2008, stefni Arion Banka vegna þeirrar ákvörðunar bankans að innheimta dráttarvexti af lánunum tveimur en samþykkt var að maðurinn naut frestun greiðslna samkvæmt 1 mgr. 11. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga. Dómur féll í héraðsdómi í lok október 2016 en í dómsorði var viðurkennt að Arion banka hafi verið óheimilt í tæp þrjú ár að krefja skuldara um dráttarvexti af lánum sínum. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms. „Frá upphafi þótti mér með miklum ólíkindum að bankanum teldi sér stætt á því að krefja skuldara sem fór í þetta svokallaða greiðsluskjól um dráttarvexti á greiðsluskjólstíma.“ segir Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður. Einar Hugi segir dóm Hæstaréttar fordæmisgefandi og snerti á annað þúsund einstaklinga og hagsmunirnir séu á annan milljarð. „Það sem ég vona auðvitað er að bankinn sjái að sér í kjölfar þessa dóms og hlutist til um það, að endurgreiða skuldurum þessa of teknu dráttarvexti og geri það fljótt og vel,“ segir Einar Hugi. Einar hvetur fólk sem var í sömu stöðu og umbjóðandi hans í þessu máli, að hafa sótt um greiðsluskjól og ekki lokið því ferli með greiðsluaðlögunarsamningi að skoða réttarstöðu sína og kanna hvort bankinn hafi rukkað dráttarvexti á þeim tíma. „Mér finnst með miklum ólíkindum, verð ég að leyfa mér að segja að bankinn hafi leyft sér að fara fram með þessum hætti. Þá vil ég vísa í þrennt; Í fyrsta lagi í markmið greiðsluaðlögunarlaganna, sem var það að koma skuldsettum einstaklingum í skjól í kjölfar efnahagshrunsins,“ segir Einar Hugi. Í öðru lagi að samkvæmt greiðsluaðlögunarlögunum máttu skuldarar ekki greiða af skuldum sínum og kröfuhafar ekki krefja skuldara um greiðslu og undir þeim kringumstæðum segir Einar með ólíkindum að Arion banka hafi talið sér stætt að krefja skuldara um dráttarvexti sem í eðli sínu séu vanskilavextir. Einar segir umbjóðanda sinn fenginn að málinu sé lokið. „Hann hefur staðið í þessari baráttu við bankann núna árum saman og ég á von á því að hann verði mjög glaður,“ segir Einar.
Tengdar fréttir Arion banki mátti ekki krefja viðskiptavin sem hafði notið frestun greiðslna um dráttarvexti Dómur í málinu féll í Hæstarétti í dag. 8. mars 2018 16:24 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Arion banki mátti ekki krefja viðskiptavin sem hafði notið frestun greiðslna um dráttarvexti Dómur í málinu féll í Hæstarétti í dag. 8. mars 2018 16:24