Innlent

Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lög­reglu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan tólf.
Hádegisfréttir eru klukkan tólf. vísir

Stjórnmálafræðiprófessor segir Samfylkinguna hafa hafnað sitjandi oddvita og borgarstjóra í prófkjörinu í gær. Niðurstaðan sýni að ákall flokksmanna hafi verið um umskipti. Litlu munaði að ekki aðeins einum nýliða tækist að skáka sitjandi borgarstjóra heldur tveimur.

Við rýnum í niðurstöður prófkjörsins í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Meirihluti kærðra heimilisofbeldismála og tæpur helmingur kynferðisbrotamála fellur niður í meðferð lögreglu. Talskona Stígamóta segir tölfræðina staðfesta brotalamir í kerfinu og telur þörf á nýju úrræði sem myndi fela í sér einhvers konar sáttaferli þannig að brotaþoli upplifi að gerandi axli ábyrgð. Við fjöllum nánar um þróunina.

Þá fjöllum við um framgöngu Ice í Bandaríkjunum. Myndefni af vettvangi sýnir að Alex Pretti sem fulltrúi innflytjenda og tollaeftirlits bandaríkjanna, Ice, skaut til bana í Minnesota í gær bar ekki byssu þegar fulltrúi Ice tók í gikkinn.

Þá fjöllum við um nýtt innviðafélag, djúptæknisetur og áður óséða aðsókn í Íslenska dansflokkinn.

Í dag er leikdagur. Strákarnir okkar mæta Svíþjóð á EM í handbolta í dag. Við verðum í beinni frá Malmö þar sem við verðum leidd í allan sannleikann um það sem við getum búist við í leiknum.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×