Astori var aðeins 31 árs gamall er hann lést í svefni um síðustu helgi. Mikill harmleikur sem hefur snert ítölsku þjóðina og ekki síst knattspyrnuhreyfinguna í landinu.
Flestir þjálfarar úrvalsdeildarliða á Ítalíu mættu í útförina sem og leikmenn úr flestum liðum. Einnig voru mættar gamlar kempur með tengsl við ítalska boltann sem og stjórnmálaleiðtogar.
Ítalska þjóðin sameinaðist í sorg í morgun eins og myndirnar hér að neðan bera með sér.
Ciao Davide #DA13pic.twitter.com/hTfuiRcVOn
— ACF Fiorentina (@acffiorentina) March 8, 2018





