Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Jakob Bjarnar skrifar 8. mars 2018 10:56 Ómar lenti heldur betur í hremmingum í Rússlandi hvar hann var að huga að aðstæðum ásamt öðrum í sendinefnd KSÍ. visir/gva „Já, ég lenti í smá veseni,“ segir Ómar Smárason, starfsmaður KSÍ í samtali við Vísi. Fæstir myndu reyndar flokka þetta sem „smá vesen“ því Ómar fékk á dögunum heilablóðfall þá er hann var staddur í Rússlandi ásamt sendinefnd KSÍ í aðdraganda HM í knattspyrnu sem fram fer þar í landi í sumar. Okkar strákar verða í fyrsta skipti meðal keppnisþjóða og að mörgu að hyggja fyrir starfsfólk KSÍ. „Þetta var ráðstefna og vinnuferð – við vorum að skoða hótel og æfingasvæðið. Þegar þangað var komið, en við vorum búin með vinnustofuna í Sochi og fórum þaðan niður eftir til Gelendzhik, þar sem æfingabúðirnar eru, þegar ég lenti í þessu.“Ætlar alls ekki að missa af HMÓmar segist hafa verið fluttur með þyrlu frá Gelendzhik á hátæknisjúkrahúsið í Krasnodar, þar sem hann eyddi nokkrum dögum á gjörgæsludeild. „Já, ég var aðeins lengur í Rússlandi en ég ætlaði mér.“Ómar í Rússlandi. Hann gefur rússneskri heilbrigðisþjónustu toppeinkunn.Ómar er brattur. Hann er nú í endurhæfingu, segist fílhraustur ungur maður, 45 ára gamall og þetta sé vissulega nokkuð sem hann hafði ekki reiknað með. Né hafi hann af þessu reynslu. Hann er þrekaður og orkulítill en það er allt að koma.En, þýðir þetta ekki óhjákvæmilega það að þú munir missa af HM í Rússlandi í sumar? „Nei,“ segir Ómar harðákveðinn. Og lýsir því yfir að það þurfi mannskap í það ef það á að halda honum frá HM. „Ég fer á HM. Þetta tekur mig nokkrar vikur að ná fullum styrk. Maður verður að vera skynsamur.“Rússnesk heilbrigðisþjónusta fær topp einkunnEitt er að fá heilablóðfall, annað er að fá heilablóðfall og vera staddur í Rússlandi. „Já, það var svolítið langt heim. Þetta var erfiðast fyrir konuna mína. En ég var í góðum höndum, góðum félagsskap og ég gef rússneskri heilbrigðisþjónustu topp einkunn. Ekki undan neinu að kvarta. Rússarnir hugsuðu vel um mig og þeim fannst stórmerkilegt að vera með Íslending hjá sér. Frændi minn og starfsfélagi Víðir Reynisson var mér svo til halds og trausts,“ segir Ómar. Og heldur áfram: „Bara vera með Google translate í símanum og tryggingaskírteini út prentað, þá eru manni allir vegir færir,“ segir Ómar og má líta á þetta sem ráðleggingu frá honum til handa öllum þeim Íslendingum sem eru á leið til Rússlands í sumar. Þar sem Ómar og auðvitað landsmenn allir, gera ráð fyrir að íslenska liðið sé að fara að gera góða hluti. Og styttist nú óðum í þá stóru stund. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Já, ég lenti í smá veseni,“ segir Ómar Smárason, starfsmaður KSÍ í samtali við Vísi. Fæstir myndu reyndar flokka þetta sem „smá vesen“ því Ómar fékk á dögunum heilablóðfall þá er hann var staddur í Rússlandi ásamt sendinefnd KSÍ í aðdraganda HM í knattspyrnu sem fram fer þar í landi í sumar. Okkar strákar verða í fyrsta skipti meðal keppnisþjóða og að mörgu að hyggja fyrir starfsfólk KSÍ. „Þetta var ráðstefna og vinnuferð – við vorum að skoða hótel og æfingasvæðið. Þegar þangað var komið, en við vorum búin með vinnustofuna í Sochi og fórum þaðan niður eftir til Gelendzhik, þar sem æfingabúðirnar eru, þegar ég lenti í þessu.“Ætlar alls ekki að missa af HMÓmar segist hafa verið fluttur með þyrlu frá Gelendzhik á hátæknisjúkrahúsið í Krasnodar, þar sem hann eyddi nokkrum dögum á gjörgæsludeild. „Já, ég var aðeins lengur í Rússlandi en ég ætlaði mér.“Ómar í Rússlandi. Hann gefur rússneskri heilbrigðisþjónustu toppeinkunn.Ómar er brattur. Hann er nú í endurhæfingu, segist fílhraustur ungur maður, 45 ára gamall og þetta sé vissulega nokkuð sem hann hafði ekki reiknað með. Né hafi hann af þessu reynslu. Hann er þrekaður og orkulítill en það er allt að koma.En, þýðir þetta ekki óhjákvæmilega það að þú munir missa af HM í Rússlandi í sumar? „Nei,“ segir Ómar harðákveðinn. Og lýsir því yfir að það þurfi mannskap í það ef það á að halda honum frá HM. „Ég fer á HM. Þetta tekur mig nokkrar vikur að ná fullum styrk. Maður verður að vera skynsamur.“Rússnesk heilbrigðisþjónusta fær topp einkunnEitt er að fá heilablóðfall, annað er að fá heilablóðfall og vera staddur í Rússlandi. „Já, það var svolítið langt heim. Þetta var erfiðast fyrir konuna mína. En ég var í góðum höndum, góðum félagsskap og ég gef rússneskri heilbrigðisþjónustu topp einkunn. Ekki undan neinu að kvarta. Rússarnir hugsuðu vel um mig og þeim fannst stórmerkilegt að vera með Íslending hjá sér. Frændi minn og starfsfélagi Víðir Reynisson var mér svo til halds og trausts,“ segir Ómar. Og heldur áfram: „Bara vera með Google translate í símanum og tryggingaskírteini út prentað, þá eru manni allir vegir færir,“ segir Ómar og má líta á þetta sem ráðleggingu frá honum til handa öllum þeim Íslendingum sem eru á leið til Rússlands í sumar. Þar sem Ómar og auðvitað landsmenn allir, gera ráð fyrir að íslenska liðið sé að fara að gera góða hluti. Og styttist nú óðum í þá stóru stund.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira