Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2018 13:11 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Einhverjir muni eflaust líta á þetta sem veikleika í stjórnarsamstarfinu og ræða þurfi þá stöðu nánar innan þingflokksins. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra varðist vantrausti í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gærkvöldi þegar 33 þingmenn greiddu atkvæði á móti vantrauststillögu Samfylkingarinnar og Pírata, 29 greiddu atkvæði með tillögunni en einn þingmaður Miðflokksins sat hjá. Þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem voru mótfallin myndun núverandi ríkisstjórnar greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. „Hér verður ráðherra dómsmála í landinu að bera pólitíska ábyrgð á sínum embættisverkum. Hún hefur ekki gert það. Þrátt fyrir að hún þurfi að fylgja meginreglum íslensku stjórnsýslulaganna eins og aðrir ráðherrar. Þess vegna styð ég þessa vantrauststillögu því ég vil ekki fúin og trénuð vinnubrögð. Ég vil ný vinnubrögð,“ sagði Rósa Björk. „Mér þótti landsréttarmálið slæmt í nóvember en síðan hefur það stöðugt versnað. Ráðherra hefur sýnt að hún sé ekki traustsins verð. Vinnubrögðin sæma ekki ráðherra og almenningur getur ekki treyst því að vandað sé til verka til að tryggja óháða dómstóla,“ sagði Andrés Ingi. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG.Vísir/Stefán Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að þau Rósa Björk og Andrés Ingi hafi greint þingflokknum frá því fyrir atkvæðagreiðsluna að þau myndu greiða atkvæði með vantrauststillögunni. „Það er óhætt að segja að einhverjir meta þetta sem ákveðin veikleika. Það er að segja eru ekki vissir um að þessir tveir þingmenn styðji ríkisstjórnarsamstarfið í framhaldinu. Eða séu hluti af því,“ segir Bjarkey. Þingflokkurinn eigi eftir að taka félagslega umræðu um það hvernig hann vinni sig út úr þessari stöðu. Þingmennirnir hafi ekki að öðru leyti greint frá afstöðu sinni til mála ríkisstjórnarinnar í framtíðinni. Þingflokkar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa 35 þingmenn. Bjarkey vill ekki að svo stöddu segja að í raun hafi stjórnin aðeins 33 þingmenn að baki sér. Það þurfi að ræða frekar. „Því auðvitað er þetta ákveðið áfall að það styðji ekki allir ríkisstjórnarsamstarfið með fullum þunga. En eins og ég segi við þurfum að taka þetta samtal,“ segir þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún sé hins vegar ekki sannfærð um að Vinstri græn hefðu greitt atkvæði með öðrum hætti í stjórnarandstöðu þar sem flokkurinn hafi almennt verið spar á stuðning við vantrauststillögur. Það hafi oft komið til tals og flokkurinn ákveðið að fylgja ekki slíkum tillögum. „Ég held að það hefði kannski litlu breytt í gær ef við hefðum verið hinum megin við borðið hvað þetta varðar,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Tillaga um vantraust á dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í gær. Skýr munur er á tillögum um vantraust á ríkisstjórn og vantraust á ráðherra. Ráðherrar segja af sér frekar en þola vantraust. 7. mars 2018 11:00 Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Einhverjir muni eflaust líta á þetta sem veikleika í stjórnarsamstarfinu og ræða þurfi þá stöðu nánar innan þingflokksins. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra varðist vantrausti í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gærkvöldi þegar 33 þingmenn greiddu atkvæði á móti vantrauststillögu Samfylkingarinnar og Pírata, 29 greiddu atkvæði með tillögunni en einn þingmaður Miðflokksins sat hjá. Þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem voru mótfallin myndun núverandi ríkisstjórnar greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. „Hér verður ráðherra dómsmála í landinu að bera pólitíska ábyrgð á sínum embættisverkum. Hún hefur ekki gert það. Þrátt fyrir að hún þurfi að fylgja meginreglum íslensku stjórnsýslulaganna eins og aðrir ráðherrar. Þess vegna styð ég þessa vantrauststillögu því ég vil ekki fúin og trénuð vinnubrögð. Ég vil ný vinnubrögð,“ sagði Rósa Björk. „Mér þótti landsréttarmálið slæmt í nóvember en síðan hefur það stöðugt versnað. Ráðherra hefur sýnt að hún sé ekki traustsins verð. Vinnubrögðin sæma ekki ráðherra og almenningur getur ekki treyst því að vandað sé til verka til að tryggja óháða dómstóla,“ sagði Andrés Ingi. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG.Vísir/Stefán Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að þau Rósa Björk og Andrés Ingi hafi greint þingflokknum frá því fyrir atkvæðagreiðsluna að þau myndu greiða atkvæði með vantrauststillögunni. „Það er óhætt að segja að einhverjir meta þetta sem ákveðin veikleika. Það er að segja eru ekki vissir um að þessir tveir þingmenn styðji ríkisstjórnarsamstarfið í framhaldinu. Eða séu hluti af því,“ segir Bjarkey. Þingflokkurinn eigi eftir að taka félagslega umræðu um það hvernig hann vinni sig út úr þessari stöðu. Þingmennirnir hafi ekki að öðru leyti greint frá afstöðu sinni til mála ríkisstjórnarinnar í framtíðinni. Þingflokkar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa 35 þingmenn. Bjarkey vill ekki að svo stöddu segja að í raun hafi stjórnin aðeins 33 þingmenn að baki sér. Það þurfi að ræða frekar. „Því auðvitað er þetta ákveðið áfall að það styðji ekki allir ríkisstjórnarsamstarfið með fullum þunga. En eins og ég segi við þurfum að taka þetta samtal,“ segir þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún sé hins vegar ekki sannfærð um að Vinstri græn hefðu greitt atkvæði með öðrum hætti í stjórnarandstöðu þar sem flokkurinn hafi almennt verið spar á stuðning við vantrauststillögur. Það hafi oft komið til tals og flokkurinn ákveðið að fylgja ekki slíkum tillögum. „Ég held að það hefði kannski litlu breytt í gær ef við hefðum verið hinum megin við borðið hvað þetta varðar,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Tillaga um vantraust á dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í gær. Skýr munur er á tillögum um vantraust á ríkisstjórn og vantraust á ráðherra. Ráðherrar segja af sér frekar en þola vantraust. 7. mars 2018 11:00 Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Tillaga um vantraust á dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í gær. Skýr munur er á tillögum um vantraust á ríkisstjórn og vantraust á ráðherra. Ráðherrar segja af sér frekar en þola vantraust. 7. mars 2018 11:00
Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45