Bandaríkjastjórn leyfir innflutning á veiðiminjagripum úr fílum þvert á loforð Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2018 11:55 Bandarísk stjórnvöld vilja að þarlendir sportveiðimenn geti flutt inn gripi eins og fílabein frá rándýrum veiðiferðum til Afríku. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur leyft innflutning á fílabeini og öðrum veiðiminjagripum úr fílum. Trump hafði virst snúa við ákvörðun þessa efnis í fyrra eftir harða gagnrýni. Þá sagði hann að erfitt yrði fyrir nokkurn um að fá hann til að skipta um skoðun. Upphaflega ætlaði innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að afnema bann við innflutningi á gripum úr fílum frá Simbabve og Sambíu í nóvember. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom banninu á til að verja fílana sem eru í útrýmingarhættu. Áformin vöktu talsverða reiði. Svo mikla að Trump og ráðuneytið bökkuðu og ákváðu að fresta afnámi bannsins þar til málið hefði verið skoðað frekar. Trump lýsti fílaveiðunum meðal annars sem „hryllingssýningu“. Þá höfðu myndir birst af eldri syni forsetans með hala dauðs fíls í veiðiferð í Simbabve árið 2011.Ákvörðunin farið hljóttWashington Post greinir frá því að ráðuneytið hafi leyft innflutninginn með ákvörðun 1. mars sem hefur farið hljótt. Samkvæmt henni geta veiðimenn fengið leyfi til að flytja inn veiðiminjagripi. Afstaða sé tekin til hvers máls fyrir sig. Veiðiþjófnaður, eftirspurn eftir fílabeini og tap búsvæða hefur valdið því að afrískum fílum hefur fækkað úr um fimm milljónum fyrir hundrað árum niður í aðeins 400.000. Skoðun bandaríska innanríkisráðuneytisins hefur verið sú að hægt væri að selja leyfi til að veiða fílana til að fjármagna verndun þeirra. Bandaríska blaðið segir að fílaveiðiferðir séu ekki á færi venjulegra Bandaríkjamanna. Ferðirnar kosti um 50.000 dollara, jafnvirði um fimm milljóna króna. Bandaríkin Donald Trump Dýr Sambía Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur leyft innflutning á fílabeini og öðrum veiðiminjagripum úr fílum. Trump hafði virst snúa við ákvörðun þessa efnis í fyrra eftir harða gagnrýni. Þá sagði hann að erfitt yrði fyrir nokkurn um að fá hann til að skipta um skoðun. Upphaflega ætlaði innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að afnema bann við innflutningi á gripum úr fílum frá Simbabve og Sambíu í nóvember. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom banninu á til að verja fílana sem eru í útrýmingarhættu. Áformin vöktu talsverða reiði. Svo mikla að Trump og ráðuneytið bökkuðu og ákváðu að fresta afnámi bannsins þar til málið hefði verið skoðað frekar. Trump lýsti fílaveiðunum meðal annars sem „hryllingssýningu“. Þá höfðu myndir birst af eldri syni forsetans með hala dauðs fíls í veiðiferð í Simbabve árið 2011.Ákvörðunin farið hljóttWashington Post greinir frá því að ráðuneytið hafi leyft innflutninginn með ákvörðun 1. mars sem hefur farið hljótt. Samkvæmt henni geta veiðimenn fengið leyfi til að flytja inn veiðiminjagripi. Afstaða sé tekin til hvers máls fyrir sig. Veiðiþjófnaður, eftirspurn eftir fílabeini og tap búsvæða hefur valdið því að afrískum fílum hefur fækkað úr um fimm milljónum fyrir hundrað árum niður í aðeins 400.000. Skoðun bandaríska innanríkisráðuneytisins hefur verið sú að hægt væri að selja leyfi til að veiða fílana til að fjármagna verndun þeirra. Bandaríska blaðið segir að fílaveiðiferðir séu ekki á færi venjulegra Bandaríkjamanna. Ferðirnar kosti um 50.000 dollara, jafnvirði um fimm milljóna króna.
Bandaríkin Donald Trump Dýr Sambía Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira