Í áfalli yfir ástandinu á bráðamóttökunni í Fossvogi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. mars 2018 11:23 Inngangur bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. vísir/ernir „Ég get ekki orða bundist. Eftir að hafa farið með nákominn aðstandanda á spítala um helgina og kynnst ástandinu á bráðamóttökunni í Fossvogi þá er ég í sjokki,“ skrifar Andrea Margeirsdóttir félagsráðgjafi í einlægum pistli sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðasta sólarhringinn. Fjallað er hér um hann með góðfúslegu leyfi Andreu. Tæplega 2.000 manns hafa nú þegar deilt pistli hennar á Facebook. Þar segir hún heilbrigðiskerfið í rústum. „Biðstofa full af fólki sem er búið að bíða í marga marga klukkutíma, ungur drengur liggur á gólfinu undir teppi þar sem móðir hans reynir að hlúa að honum á biðstofunni, inn á deildinni eru gangar fullir af fólki liggjandi í rúmum fárveikt. Vegna sérstakra aðstæðna þá fengum við sérherbergi, en annríkið var það mikið að það var ekki hægt að sinna mínum aðstandanda eins og vera ber; ekki settur vökvi í æð, fékk ekki töflur sem hann þurfti að að fá og ekki búið að þrífa herbergið eftir tvo daga, blóð, fullir ruslapokar og lengra mætti telja.“ Upplifði öryggisleysi á sjúkrahúsinu Andrea segir að hún sé ekki að sakast við starfsfólkið því hún viti að það er að gera sitt allra besta „Ég ber mikla virðingu fyrir starfsfólkinu að vinna við þessar aðstæður, hversu mikið lengur það þolir við veit ég ekki... því miður. Við upplifðum öryggisleysi... þó við ættum að vera á öruggum stað, spítala. Starfsfólkið örmagna.“ Þegar Andrea skrifaði pistilinn í gær voru 26 skráðir skráðir inni á bráðadeildinni sem bíða innlagnar inn á innlagnardeild. 100 manns inni á deildum sem bíður hjúkrunarrýma. „Minn aðstandandi verður sendur heim í dag, þó hann sé í engu standi til að vera heima, veikur. Engu. Ég ræddi við lækni sem greindi mér frá því ófremdarástand ríkti og sagði hann mér að ráðamenn hlusta ekki á þau og ráðamenn gerðu sér enga grein fyrir því hversu alvarleg staðan er. Örmagna hjúkrunarfólk. Örmagna læknar. Öryggislausir og hræddir sjúklingar og aðstandendur. Í stöðu sem þessari þá eru því miður miklar líkur á því að mistök geti átt sér stað, vegna þreytu af margföldu álagi starfsfólksins. Við munum missa fagfólkið okkar úr sínum störfum á spítalanum eins og staðan er í dag. Fólk liggjandi í rúmum útum alla ganga. Fárveikt fólk. Hrætt fólk sem fær ekki viðeigandi umönnun. Við erum ekki ,,skrokkar“ sem eiga að vera meðhöndluð á færibandi... Heilbrigðiskerfið er í molum.“ Vísað þrígang frá bráðamóttöku geðdeildar Andrea segir að það sé ekki bara bráðamóttakan, heilbrigðiskerfið sé á sínum síðustu dropum og ef ekkert sé gert þá hrynji það endanlega. „Viljum við bíða eftir því ? Það gæti gerst á morgun. Heilsan er það dýrmætasta sem við höfum, fólkið sem stendur okkur næst er það dýrmætasta sem við eigum. Síðustu viku fór ég með unga konu í þrígang upp á bráðamóttöku geðdeildar, sem þurfti sárlega á innlögn að halda. Það veit ég persónulega og einnig mitt faglega mat. En í þrígang var henni vísað frá. Ekki pláss! Hvar eru ráðamenn? Hvað eru þeir að gera? Loka þeir augunum fyrir því ástandi sem ríkir.....eða stendur þeim á sama?“ Andrea er með BA próf í sálfræði og er félagsráðgjafi og Yogakennari. Hún segir að hún hafi hug á að bæta við sig námi innan heilbrigðisgeirans, en velti því nú fyrir sér hvort hún vilji starfa í því ástandi sem er í boði. Hún hvetur landsmenn til þess að tjá sig um málefnið. „Látum raddir okkar heyrast. Á morgun gætir þú veikst eða þinn aðstandandi... Yfirvöld, ekki segja að þetta séu aðstæður hér á Íslandi sem eru jafnvel mun betri enn í öðrum löndum, NEI.....þetta er ömurlegt og með engu ásættanlegt. Það verður að bregðast við. Ég hvet heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og aðra ráðamenn að fara í dag á bráðadeildina og sjá ástandið berum augum, upplifa - hlustið á læknanna og hjúkrunarfólkið sem er að niðurlotum komið. Og ekki bara hlusta – ekki bara tala -breytið, framkvæmið og setjið fjármagn í heilbrigðiskerfið. Heilbrigðiskerfi er í rústum. Ekki gera ekki neitt. Vinnið vinnuna ykkar og gerið samfélagið okkar enn betra – setjið heilbrigðismálin í forgang. Ekki seinna en í dag. Á morgun gæti hreinlega verið of seint.“ Heilbrigðismál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
„Ég get ekki orða bundist. Eftir að hafa farið með nákominn aðstandanda á spítala um helgina og kynnst ástandinu á bráðamóttökunni í Fossvogi þá er ég í sjokki,“ skrifar Andrea Margeirsdóttir félagsráðgjafi í einlægum pistli sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðasta sólarhringinn. Fjallað er hér um hann með góðfúslegu leyfi Andreu. Tæplega 2.000 manns hafa nú þegar deilt pistli hennar á Facebook. Þar segir hún heilbrigðiskerfið í rústum. „Biðstofa full af fólki sem er búið að bíða í marga marga klukkutíma, ungur drengur liggur á gólfinu undir teppi þar sem móðir hans reynir að hlúa að honum á biðstofunni, inn á deildinni eru gangar fullir af fólki liggjandi í rúmum fárveikt. Vegna sérstakra aðstæðna þá fengum við sérherbergi, en annríkið var það mikið að það var ekki hægt að sinna mínum aðstandanda eins og vera ber; ekki settur vökvi í æð, fékk ekki töflur sem hann þurfti að að fá og ekki búið að þrífa herbergið eftir tvo daga, blóð, fullir ruslapokar og lengra mætti telja.“ Upplifði öryggisleysi á sjúkrahúsinu Andrea segir að hún sé ekki að sakast við starfsfólkið því hún viti að það er að gera sitt allra besta „Ég ber mikla virðingu fyrir starfsfólkinu að vinna við þessar aðstæður, hversu mikið lengur það þolir við veit ég ekki... því miður. Við upplifðum öryggisleysi... þó við ættum að vera á öruggum stað, spítala. Starfsfólkið örmagna.“ Þegar Andrea skrifaði pistilinn í gær voru 26 skráðir skráðir inni á bráðadeildinni sem bíða innlagnar inn á innlagnardeild. 100 manns inni á deildum sem bíður hjúkrunarrýma. „Minn aðstandandi verður sendur heim í dag, þó hann sé í engu standi til að vera heima, veikur. Engu. Ég ræddi við lækni sem greindi mér frá því ófremdarástand ríkti og sagði hann mér að ráðamenn hlusta ekki á þau og ráðamenn gerðu sér enga grein fyrir því hversu alvarleg staðan er. Örmagna hjúkrunarfólk. Örmagna læknar. Öryggislausir og hræddir sjúklingar og aðstandendur. Í stöðu sem þessari þá eru því miður miklar líkur á því að mistök geti átt sér stað, vegna þreytu af margföldu álagi starfsfólksins. Við munum missa fagfólkið okkar úr sínum störfum á spítalanum eins og staðan er í dag. Fólk liggjandi í rúmum útum alla ganga. Fárveikt fólk. Hrætt fólk sem fær ekki viðeigandi umönnun. Við erum ekki ,,skrokkar“ sem eiga að vera meðhöndluð á færibandi... Heilbrigðiskerfið er í molum.“ Vísað þrígang frá bráðamóttöku geðdeildar Andrea segir að það sé ekki bara bráðamóttakan, heilbrigðiskerfið sé á sínum síðustu dropum og ef ekkert sé gert þá hrynji það endanlega. „Viljum við bíða eftir því ? Það gæti gerst á morgun. Heilsan er það dýrmætasta sem við höfum, fólkið sem stendur okkur næst er það dýrmætasta sem við eigum. Síðustu viku fór ég með unga konu í þrígang upp á bráðamóttöku geðdeildar, sem þurfti sárlega á innlögn að halda. Það veit ég persónulega og einnig mitt faglega mat. En í þrígang var henni vísað frá. Ekki pláss! Hvar eru ráðamenn? Hvað eru þeir að gera? Loka þeir augunum fyrir því ástandi sem ríkir.....eða stendur þeim á sama?“ Andrea er með BA próf í sálfræði og er félagsráðgjafi og Yogakennari. Hún segir að hún hafi hug á að bæta við sig námi innan heilbrigðisgeirans, en velti því nú fyrir sér hvort hún vilji starfa í því ástandi sem er í boði. Hún hvetur landsmenn til þess að tjá sig um málefnið. „Látum raddir okkar heyrast. Á morgun gætir þú veikst eða þinn aðstandandi... Yfirvöld, ekki segja að þetta séu aðstæður hér á Íslandi sem eru jafnvel mun betri enn í öðrum löndum, NEI.....þetta er ömurlegt og með engu ásættanlegt. Það verður að bregðast við. Ég hvet heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og aðra ráðamenn að fara í dag á bráðadeildina og sjá ástandið berum augum, upplifa - hlustið á læknanna og hjúkrunarfólkið sem er að niðurlotum komið. Og ekki bara hlusta – ekki bara tala -breytið, framkvæmið og setjið fjármagn í heilbrigðiskerfið. Heilbrigðiskerfi er í rústum. Ekki gera ekki neitt. Vinnið vinnuna ykkar og gerið samfélagið okkar enn betra – setjið heilbrigðismálin í forgang. Ekki seinna en í dag. Á morgun gæti hreinlega verið of seint.“
Heilbrigðismál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira