Stóra leyndarmál Rússa á ÓL 2018 er nú komið fram í dagsljósið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 11:00 Rússarnir Evgenia Medvedeva og Alina Zagitova með verðlaun sín og með nú "fræga“ trefilinn um hálsinn. Vísir/Getty Rússar máttu ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og þeir keppendur frá Rússlandi sem fengu yfir höfuð grænt ljós frá Alþjóðaólympíunefndinni urðu að keppa undir merkjum hennar. Rússar þurftu nefnilega að taka út refsingu vegna víðtækar og skipulagðar lyfjamisnotkunnar innan rússneska sambandsins sem náði hámarki í tengslum við vetrarólympíuleikanna í Sotsjí 2014. Rússneski fáninn var bannaður á leikunum og rússneska íþróttafólkið mátti ekki koma með hann inn á setningar- eða lokahátíðina eða vera merkt honum á einhvern hátt. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að rússneska íþróttafólkið hefur sitt þjóðarstolt og verðlaunahafar Rússa fengu góðar móttökur þegar þeir koma til baka til Rússlands. Í flugferðinni heim til Rússlands kom líka annað í ljós. Rússneski hátíðargallinn á Ólympíuleikunum í Pyeongchang var ekki alveg allur þar sem hann er séður. Rússarnir földu nefnilega rússneska fánann á bak við stóra trefilinn sem var fastur við úlpuna. Rússneski skautdansarinn Evgenia Medvedeva sagði aðdáendum sínum og heiminum frá þessu á Instagram en myndbandið tók hún upp í fluginu á leiðinni heim til Rússlands. Секрет странного, белого шарфа раскрыт!! A post shared by Evgenia Medvedevа (@jmedvedevaj) on Mar 3, 2018 at 3:51am PST „Núna vita allir leyndamálið,“ sagði Evgenia Medvedeva í færslu sinni á Instagram. „Nú þegar við erum á leiðinni heim þá getum við sýnt ykkur þetta. Okkur hafði lengi dreymt um að gera þetta. Nú vita allir leyndamál hvíta tefilsins. Þetta er ótrúleg tilfinning,“ skrifaði Evgenia Medvedeva. Hún sagði á sínum tíma á leikunum sjálfum að þetta skipti ekki máli því allir vissu hvaðan hún kemur. Evgenia Medvedeva vann silfur í listdansi kvenna en landa hennar Alina Zagitova tók gullið. Þetta var eina greinin á leikunum þar sem Rússar unnu tvöfalt. Þær unnu líka silfur saman í liðakeppnini og komu því með tvenn verðlaun heim til Rússlands.Evgenia Medvedeva.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira
Rússar máttu ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og þeir keppendur frá Rússlandi sem fengu yfir höfuð grænt ljós frá Alþjóðaólympíunefndinni urðu að keppa undir merkjum hennar. Rússar þurftu nefnilega að taka út refsingu vegna víðtækar og skipulagðar lyfjamisnotkunnar innan rússneska sambandsins sem náði hámarki í tengslum við vetrarólympíuleikanna í Sotsjí 2014. Rússneski fáninn var bannaður á leikunum og rússneska íþróttafólkið mátti ekki koma með hann inn á setningar- eða lokahátíðina eða vera merkt honum á einhvern hátt. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að rússneska íþróttafólkið hefur sitt þjóðarstolt og verðlaunahafar Rússa fengu góðar móttökur þegar þeir koma til baka til Rússlands. Í flugferðinni heim til Rússlands kom líka annað í ljós. Rússneski hátíðargallinn á Ólympíuleikunum í Pyeongchang var ekki alveg allur þar sem hann er séður. Rússarnir földu nefnilega rússneska fánann á bak við stóra trefilinn sem var fastur við úlpuna. Rússneski skautdansarinn Evgenia Medvedeva sagði aðdáendum sínum og heiminum frá þessu á Instagram en myndbandið tók hún upp í fluginu á leiðinni heim til Rússlands. Секрет странного, белого шарфа раскрыт!! A post shared by Evgenia Medvedevа (@jmedvedevaj) on Mar 3, 2018 at 3:51am PST „Núna vita allir leyndamálið,“ sagði Evgenia Medvedeva í færslu sinni á Instagram. „Nú þegar við erum á leiðinni heim þá getum við sýnt ykkur þetta. Okkur hafði lengi dreymt um að gera þetta. Nú vita allir leyndamál hvíta tefilsins. Þetta er ótrúleg tilfinning,“ skrifaði Evgenia Medvedeva. Hún sagði á sínum tíma á leikunum sjálfum að þetta skipti ekki máli því allir vissu hvaðan hún kemur. Evgenia Medvedeva vann silfur í listdansi kvenna en landa hennar Alina Zagitova tók gullið. Þetta var eina greinin á leikunum þar sem Rússar unnu tvöfalt. Þær unnu líka silfur saman í liðakeppnini og komu því með tvenn verðlaun heim til Rússlands.Evgenia Medvedeva.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira