Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2018 06:39 Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi með núverandi Bandaríkjaforseta árið 2006. Vísir/Getty Klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, hefur kært Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna þessa að hún telur að hið umtalaða þagnarsamkomulag þeirra sé dautt og ómerkt.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt. Lögmaður forsetans, Michael Cohen, viðurkenndi hins vegar í febrúar að hafa greitt klámmyndaleikkonunni umrædda upphæð. Hann hefur þó ekki viljað segja neitt um það hvers vegna hann greiddi henni rúmlega 13 milljónir króna. Clifford hefur því ákveðið að láta reyna á lögmæti samkomulagsins. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hún hafi ákveðið að kæra forsetann vegna málsins því hún segir að Trump hafi sjálfur aldrei formlega skrifað undir samkomulagið. Það hafi því aldrei tekið gildi.Sjá einnig: Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við TrumpÍ kærunni segir Clifford að greiðsla lögmannsins hafi verið til þess fallin að hræða hana til að halda sér saman um málið. Hún hefur þó tjáð sig um samband þeirra áður á opinberu vettvangi. Það gerði hún til að mynda í samtali við glanstímaritið InTouch árið 2011, 5 árum fyrir undirritun samkomulagsins og 5 árum eftir að hún og auðkýfingurinn sváfu saman - að hennar sögn. Á þeim tíma sem kynlíf þeirra á að hafa átt sér stað var Melania, eiginkona Donalds, nýlega búin að fæða drenginn Barron, yngsta son þeirra hjóna. Samband þeirra Trump og Clifford komst svo aftur í hámæli í janúar síðastliðnum þegar Wall Street Journal greindi frá þagnarsamkomulaginu. Klámmyndaleikkonan mun þá hafa átt í viðræðum við forsvarsmenn ABC sjónvarpsstöðvarinnar um að koma fram og segja frá framhjáhaldinu. Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við Trump Umboðsmaður klámmyndaleikkonunnar segir hana geta „sagt sögu sína“ eftir að lögmaður Donald Trumps til langs tíma viðurkenndi að hafa greitt henni 130 þúsund dali. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Sjá meira
Klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, hefur kært Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna þessa að hún telur að hið umtalaða þagnarsamkomulag þeirra sé dautt og ómerkt.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt. Lögmaður forsetans, Michael Cohen, viðurkenndi hins vegar í febrúar að hafa greitt klámmyndaleikkonunni umrædda upphæð. Hann hefur þó ekki viljað segja neitt um það hvers vegna hann greiddi henni rúmlega 13 milljónir króna. Clifford hefur því ákveðið að láta reyna á lögmæti samkomulagsins. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hún hafi ákveðið að kæra forsetann vegna málsins því hún segir að Trump hafi sjálfur aldrei formlega skrifað undir samkomulagið. Það hafi því aldrei tekið gildi.Sjá einnig: Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við TrumpÍ kærunni segir Clifford að greiðsla lögmannsins hafi verið til þess fallin að hræða hana til að halda sér saman um málið. Hún hefur þó tjáð sig um samband þeirra áður á opinberu vettvangi. Það gerði hún til að mynda í samtali við glanstímaritið InTouch árið 2011, 5 árum fyrir undirritun samkomulagsins og 5 árum eftir að hún og auðkýfingurinn sváfu saman - að hennar sögn. Á þeim tíma sem kynlíf þeirra á að hafa átt sér stað var Melania, eiginkona Donalds, nýlega búin að fæða drenginn Barron, yngsta son þeirra hjóna. Samband þeirra Trump og Clifford komst svo aftur í hámæli í janúar síðastliðnum þegar Wall Street Journal greindi frá þagnarsamkomulaginu. Klámmyndaleikkonan mun þá hafa átt í viðræðum við forsvarsmenn ABC sjónvarpsstöðvarinnar um að koma fram og segja frá framhjáhaldinu.
Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við Trump Umboðsmaður klámmyndaleikkonunnar segir hana geta „sagt sögu sína“ eftir að lögmaður Donald Trumps til langs tíma viðurkenndi að hafa greitt henni 130 þúsund dali. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Sjá meira
Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04
Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við Trump Umboðsmaður klámmyndaleikkonunnar segir hana geta „sagt sögu sína“ eftir að lögmaður Donald Trumps til langs tíma viðurkenndi að hafa greitt henni 130 þúsund dali. 15. febrúar 2018 10:29