Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnara Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2018 17:40 Sergei Skripal í dómssal árið 2006 þegar hann var fangelsaður fyrir njósnir. Vísir/EPA Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Sergei Skripal, fyrrverandi yfirmaður innan GRU leyniþjónustunnar, og 33 ára gömul dóttir hans hafi fundist meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Lögreglan segir þau hafa orðið fyrir áhrifum óþekkts efnis og eru þau bæði á gjörgæslu í alvarlegu ástandi. Tveir lögregluþjónar urðu einnig fyrir áhrifum efnisins en þeir eru sagðir hafa náð sér að fullu. Þar að auki er einn sjúkraflutningamaður á sjúkrahúsi.Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Johnson sagði þingmönnum í dag að enn væri ekki vitað nákvæmlega hvað hefði gerst. Hins vegar grunaði yfirvöld að Rússar stæðu að baki veikindum feðginanna. „Það er ljóst að Rússland, því miður, er nú að mörgu leyti illt og spillandi afl og Bretland er í forystu meðal þjóða heimsins í að koma í veg fyrir aðgerðir þeirra,“ sagði Johnson samkvæmt frétt Reuters.Líkindi með dauða LitvenkoJohnson, sem vitnaði í dauða njósnarans Alexander Litvenko sem dó árið 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir honum, sagði einnig að ef í ljós kæmi að Rússar hefðu reynt að myrða Skripal væri „erfitt að sjá“ hvernig Bretar gætu tekið þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fram fer í Rússlandi í sumar „með eðlilegum hætti“. Eitrað var fyrir hinum 43 ára Litvinenko þann 1. nóvember 2006 með geislavirka efninu pólon-210, en því hafði verið komið fyrir í tebolla sem hann drakk úr. Hann lést þann 23. nóvember sama ár. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Í skýrslu sem bresk stjórnvöld birtu árið 2016 er því haldið fram að Putin og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar hafi fyrirskipað morðið á Litvenko. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Sergei Skripal, fyrrverandi yfirmaður innan GRU leyniþjónustunnar, og 33 ára gömul dóttir hans hafi fundist meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Lögreglan segir þau hafa orðið fyrir áhrifum óþekkts efnis og eru þau bæði á gjörgæslu í alvarlegu ástandi. Tveir lögregluþjónar urðu einnig fyrir áhrifum efnisins en þeir eru sagðir hafa náð sér að fullu. Þar að auki er einn sjúkraflutningamaður á sjúkrahúsi.Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Johnson sagði þingmönnum í dag að enn væri ekki vitað nákvæmlega hvað hefði gerst. Hins vegar grunaði yfirvöld að Rússar stæðu að baki veikindum feðginanna. „Það er ljóst að Rússland, því miður, er nú að mörgu leyti illt og spillandi afl og Bretland er í forystu meðal þjóða heimsins í að koma í veg fyrir aðgerðir þeirra,“ sagði Johnson samkvæmt frétt Reuters.Líkindi með dauða LitvenkoJohnson, sem vitnaði í dauða njósnarans Alexander Litvenko sem dó árið 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir honum, sagði einnig að ef í ljós kæmi að Rússar hefðu reynt að myrða Skripal væri „erfitt að sjá“ hvernig Bretar gætu tekið þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fram fer í Rússlandi í sumar „með eðlilegum hætti“. Eitrað var fyrir hinum 43 ára Litvinenko þann 1. nóvember 2006 með geislavirka efninu pólon-210, en því hafði verið komið fyrir í tebolla sem hann drakk úr. Hann lést þann 23. nóvember sama ár. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Í skýrslu sem bresk stjórnvöld birtu árið 2016 er því haldið fram að Putin og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar hafi fyrirskipað morðið á Litvenko.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56