Borgin níðist áfram á öryrkjum Þórður Eyþórsson skrifar 6. mars 2018 11:08 Árið 2008 samþykkti Borgarráð breytingar á greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Sú breyting hafði það í för með sér að leigjendur Brynju, þ.e. hússjóðs Öryrkjabandalagsins, sem á og rekur íbúðir sem leigðar eru til Öryrkja, var öllum synjað um greiðslu sérstakra húsaleigubóta. það þrátt fyrir að þeir hafi átt rétt á þeim áður. Öryrkjabandalagði gerði athugasemdir við þessa afgreiðslu Reykjavíkurborg árið 2009 en án árangurs. Svar Velferðarsviðs var það að húsnæði sem væri í eigu félags- og líknarsamtaka og aðeins ætlað til leigu af ákveðnum hópi teldist ekki leiguhúsnæði á almennum markaði. Húsnæði, m.a. á vegum Félags einstæðra foreldra, Blindrafélagsins, ÖBÍ og Stúdentagarða, félli þar undir. Fór það svo að einn leigjenda Brynju leitaði með málið til dómstóla og þann 16. júní 2016 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með þessari ákvörðun sinni mismunað íbúum borgarinnar á ólögmætan hátt. Mætti þá ætla að borgin hefði leiðrétt þessi mál en svo virðist sem hún hafi enn borðið fyrir sig lagalegum úrræðum til þess að komast hjá því. Borgin ákvað að aðeins þeir sem sannanlega hefðu sótt um á pappír fengju bæturnar greiddar afturvirkt. Þá fengju þeir aðeins dráttarvexti ef þeir hefðu sannarlega sótt um réttmætar bætur, annars aðeins höfuðstólinn. Þrátt fyrir að lög um fyrningu miðist við 10 ár hefur borgin ákveðið að túlka lög nr. 150/2007 kröfur fyrnist á 4 árum. Eftir ítrekaðar ábendingar til borgarstjóra Dags. B. Eggertssonar og borgarfulltrúa í meirihluta eru svörin á þá leið að borgin sé nú búinn að bæta þetta að fullu. Ótaldir eru þá þeir öryrkjar sem fengu þær upplýsingar og ráðleggingar að tilgangslaust væri að sækja um sérstöku húsaleigubæturnar, enda öllum synjað. Mjög auðvelt væri að leiðrétta þetta svo rétt væri. Ekki þyrfti annað en staðfestingu Brynju á leigutíma og afrit af skattskýrslum leigjenda. Hér virðist borgin hafa nýtt sér mátt sinn á móti þeim sem hafa það einna verst í samfélaginu, öryrkjum. Til þess að ná frá þeim fjárhæð sem eru smáaurar fyrir borgina en afar miklir fyrir þessa einstaklinga. Nú þegar Borgarstjórnarkosningar eru að skella á held ég að það sé gott að þrýsta á Borgarstjóra og Borgarfulltrúa meirihlutans að biðjast afsökunar á þessu og lagfæra. Ég mun allavega ekki kjósa með meirihlutamyndun nema þetta sé leiðrétt strax í byrjun kjörtímabils. Spyr ég eining Dag. B. Eggertsson og aðra borgarfulltrúa hvort að einstaklingar í borginni hafi sama rétt og borgin sjálf. Fyrnast skuldir þeirra gagnvart borginni einnig á fjórum árum? Án dráttarvaxta hafi þeir ekki verið send sérstök beiðni vegna þeirra?Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar og sækist eftir 1. Sæti og varamaður í stjórn ÍTR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Árið 2008 samþykkti Borgarráð breytingar á greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Sú breyting hafði það í för með sér að leigjendur Brynju, þ.e. hússjóðs Öryrkjabandalagsins, sem á og rekur íbúðir sem leigðar eru til Öryrkja, var öllum synjað um greiðslu sérstakra húsaleigubóta. það þrátt fyrir að þeir hafi átt rétt á þeim áður. Öryrkjabandalagði gerði athugasemdir við þessa afgreiðslu Reykjavíkurborg árið 2009 en án árangurs. Svar Velferðarsviðs var það að húsnæði sem væri í eigu félags- og líknarsamtaka og aðeins ætlað til leigu af ákveðnum hópi teldist ekki leiguhúsnæði á almennum markaði. Húsnæði, m.a. á vegum Félags einstæðra foreldra, Blindrafélagsins, ÖBÍ og Stúdentagarða, félli þar undir. Fór það svo að einn leigjenda Brynju leitaði með málið til dómstóla og þann 16. júní 2016 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með þessari ákvörðun sinni mismunað íbúum borgarinnar á ólögmætan hátt. Mætti þá ætla að borgin hefði leiðrétt þessi mál en svo virðist sem hún hafi enn borðið fyrir sig lagalegum úrræðum til þess að komast hjá því. Borgin ákvað að aðeins þeir sem sannanlega hefðu sótt um á pappír fengju bæturnar greiddar afturvirkt. Þá fengju þeir aðeins dráttarvexti ef þeir hefðu sannarlega sótt um réttmætar bætur, annars aðeins höfuðstólinn. Þrátt fyrir að lög um fyrningu miðist við 10 ár hefur borgin ákveðið að túlka lög nr. 150/2007 kröfur fyrnist á 4 árum. Eftir ítrekaðar ábendingar til borgarstjóra Dags. B. Eggertssonar og borgarfulltrúa í meirihluta eru svörin á þá leið að borgin sé nú búinn að bæta þetta að fullu. Ótaldir eru þá þeir öryrkjar sem fengu þær upplýsingar og ráðleggingar að tilgangslaust væri að sækja um sérstöku húsaleigubæturnar, enda öllum synjað. Mjög auðvelt væri að leiðrétta þetta svo rétt væri. Ekki þyrfti annað en staðfestingu Brynju á leigutíma og afrit af skattskýrslum leigjenda. Hér virðist borgin hafa nýtt sér mátt sinn á móti þeim sem hafa það einna verst í samfélaginu, öryrkjum. Til þess að ná frá þeim fjárhæð sem eru smáaurar fyrir borgina en afar miklir fyrir þessa einstaklinga. Nú þegar Borgarstjórnarkosningar eru að skella á held ég að það sé gott að þrýsta á Borgarstjóra og Borgarfulltrúa meirihlutans að biðjast afsökunar á þessu og lagfæra. Ég mun allavega ekki kjósa með meirihlutamyndun nema þetta sé leiðrétt strax í byrjun kjörtímabils. Spyr ég eining Dag. B. Eggertsson og aðra borgarfulltrúa hvort að einstaklingar í borginni hafi sama rétt og borgin sjálf. Fyrnast skuldir þeirra gagnvart borginni einnig á fjórum árum? Án dráttarvaxta hafi þeir ekki verið send sérstök beiðni vegna þeirra?Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar og sækist eftir 1. Sæti og varamaður í stjórn ÍTR
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun